Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 15
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 17 Sálfræðileg meðferð fyrir fullorðna með athyglisbrest og ofvirkni Brynjar Emilsson1-2, Gísli H. Guðjónsson2, Jón Friðrik Sigurðsson1, Gísli Baldursson3, Emil Einarsson1, Halldóra Ólafsdóttir1, Susan Young2 'Geðsviöi Landspítala, 2Institute of Psychiatry at King's College London, 3Barna- og unglingageðdeild Landspítala brynjare@landspilali.is Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er röskun á tauga- þroska sem hefur hamlandi áhrif á einstaklinginn vegna erfiðleika með athygli og einbeitingu, ofvirkni og hvatvísi. ADHD er röskun sem kemur fram á bamsaldri en viðhelst hjá mörgum fram á fullorðinsaldur. Á síðustu árum hefur notkun örvandi lyfja aukist töluvert en sálfræðileg meðferð fyrir fullorðna með ADHD hefur ekki verið í boði hér á landi. Einungis fáar klínískar samanburðarrannsóknir hafa verið birtar um sál- fræðilega meðferð fyrir fullorðna með ADHD en niðurstöður þeirra hafa verið jákvæðar. Markmið: Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga árangur sálfræðilegrar meðferðar í hóp fyrir fullorðna með hamlandi einkenni ADHD (R&R2ADHD). Megin mælingar tóku til ADHD einkenna og alvarleika þeirra fyrir einstaklinginn. Einnig voru mældar breytingar á einkennum kvíða og þunglyndis sem og breytingar á tilfinningalegu jafnvægi, andfélagslegri hegðun og félagshæfni. Aðferð: Þessi rannsókn fór fram á göngudeild endurhæfingar geðsviðs á Kleppi. 54 fullorðnir einstaklingar með hamlandi ADHD einkenni og í sérhæfðri lyfjameðferð var tilviljanaskipt í tvo hópa, tilrauna- og samanburðarhóp. Tilraunahópur (n=27) fékk sálfræðilega meðferð í hóp ásamt því að vera á áframhaldandi lyfjameðferð með ADHD lyfjum en samanburðarhópur (n=27) var eingöngu á ADHD lyfjameðferð og óbreyttri meðferð. Báðir hópar mættu í mælingar fyrir meðferð, við lok meðferðar og eftir þrjá mánuði frá því meðferð lauk. Mælingar voru með sjálfsmatskvörðum en einnig fór fram mat lækna sem höfðu ekki vitneskju um í hvaða hóp þátttakendur voru (óháð mæling). Niðurstöður: Niðurstöður sýndu jákvæðan árangur tilraunahóps varðandi ADHD einkenni og andfélagslega hegðun við lok meðferðar en við eftirfylgdarmælingu mældist tilraunahópur marktækt Iægri en samanburðarhópur á öllum útkomumælingum. Ályktanir: Niðurstöður benda til að sálfræðimeðferð (hugræn atferlis- meðferð) hafi jákvæð áhrif fyrir fullorðna með ADHD bæði varðandi ADHD einkenni og alvarleika hömlunar. Einnig sýnir meðferðin góðan árangur varðandi fylgiraskanir. Niðurstöður gefa betri mynd af notkun sálfræðilegra aðferða fyrir fullorðna með ADHD og munu nýtast í að bæta þjónustu hér á landi sem og annarsstaðar fyrir þennan hóp. 18 Áhættuþættir á meðgöngu hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi Agnes Gísladóttir1, Berglind Guðmundsdóttir''2A Ragnheiður Bjarnadóttir1, Unnur Anna Valdimarsdóttir1-5 ’Miðstöð í lýðheilsuvísindum, HÍ, ?sálfræðideild HÍ, 1áfallamiðstöð,4kvennadeild Lamdspítala, ?Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston agnesg@hi.is Inngangur: Ár hvert verður fjöldi einstaklinga fyrir kynferðisofbeldi, alvarlegum glæp sem getur haft langvarandi neikvæð áhrif á vellíðan þeirra og heilsu. Rannsóknir benda til að ofbeldið geti haft alvarlegar afleiðingar á kynheilbrigði kvenna. Þörf er á frekari rannsóknum, að- ferðafræði hefur oft verið ábótavant og niðurstöður of rýrar til að hægt hafi verið að draga af þeim afdráttarlausar ályktanir. Markmið: Að skoða hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi séu líklegri til að vera með áhættuþætti eða eiga í erfiðleikum á með- göngu síðar á lífsleiðinni, sambanborið við konur sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Aðferð: Rannsóknin byggði á samtengingu gagnagrunna. í útsettum hópi (exposed) voru konur sem leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítala frá 1993 til 31.desember 2008 og síðar fæddu barn á íslandi til apríl 2011. Óútsettur hópur (non-exposed) var valinn af handahófi úr Fæðingaskrá, tvær fæðingar fyrir hverja fæðingu útsettrar móður. N= 2697 fæðingar. Niðurstöður: Útsettar mæður voru marktækt yngri en óútsettar, oftar atvinnulausar, reyktu frekar og bjuggu sjaldnar með barnsföður. Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur á milli hópa á sykursýki eða háþrýstingi. Frekari niðurstöður munu liggja fyrir innan tíðar. Ályktun: Fáar rannsóknir hafa skoðað afleiðingar kynferðisofbeldis á meðgöngu og fæðingu brotaþola seinna meir. Takmarkanir fyrri rann- sókna eru m.a. litlir rannsóknarhópar og útsetning einskorðuð við ofbeldi í æsku. Niðurstöður rannsóknarinnar geta orðið ráðgefandi varðandi þjónustu og fyrirbyggjandi aðgerðir á þessum mikilvæga tíma í lífi kvenna. Aðstæður hérlendis skapa einstakt tækifæri, þar sem hægt er að framkvæma rannsóknina með notkun gagnagrunna, án þess að hafa samband við þátttakendur og valda þeim óþægindum. 19 Áhrif natalizumab-meðferðar á sjálfsstjórnun, þreytu og þunglyndi sjúklinga með MS Sólveig Jónsdóttir, Haukur Hjaltason, Sóley Þráinsdóttir Taugalækningadeild Landspítala, Læknadeild Háskóla íslands soljonsd@landspitali.is Inngangur: Mænusigg (Multiple Sclerosis, MS) er alvarlegur tauga- sjúkdómur, sem einkum leggst á ungt fólk og getur haft áhrif á vits- munastarf, hegðun, líðan og sjálfsstjórnun sjúklinga. Undanfarin ár hafa komið á markað öflug fyrirbyggjandi lyf, sem draga úr bólguvirkni og skemmdum í miðtaugakerfi MS-sjúklinga, en lítið er vitað um áhrif þeirra á hegðun og líðan. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort eins árs meðferð með natalizumab (Tysabri) hefði áhrif á sjálfsstjómun, þreytu og þunglyndi MS-sjúklinga með kastaform (relapsing-remitting) sjúk- dómsins. Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni vom 40 MS-sjúklingar (meðal- aldur 41,7 ár; 23 konur, 17 karlar), sem fengu natalizumab meðferð á Landspítala 2008 til 2011. Rétt áður en meðferð hófst voru spurningalistar lagðir fyrir sjúklingana og aðstandendur þeirra, sem meta sjálfstjórnun (Behavior Rating Inventory of Executive Function-Adult Version, BRIEF-A). Auk þess vom lagðir spurningalistar fyrir sjúklingana, sem meta þreytu (Modified Fatigue Impact Scale, MFIS) og þunglyndi (Beck Depression Inventory-D, BDI-II). Þreytukvarðinn var einnig lagður fyrir 20 heilbrigða, með árs millibili, til viðmiðunar. Breytingar vom metnar með Wilcoxon prófinu, marktækni miðaðist við p= 0,05. Niðurstöður: Marktækar framfarir urðu á sjálfsstjórnun bæði sam- kvæmt mati sjúklinga (Global Executive Composite, GEC, p=0,01) og aðstandenda þeirra (GEC, p=0,01). Marktækar framfarir urðu á þáttum, sem meta vitsmunastjórnun (Metacognition Index, MI), en ekki á þeim, sem meta hegðunarstjórnun (Behavioral Regulation Index, BRI) bæði að mati sjúklinga (MI, p=0,00; BRI, p=0,32) og aðstandenda þeirra (MI, p=0,01; BRI, p=0,07). Marktæk minnkun varð á bæði þreytu (p=0,00) og þunglyndi (p=0,00). Engin breyting varð á þreytu viðmiðunarhópsins á einu ári (p=l,00). LÆKNAblaðið 2012/98 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.