Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 23
VÍSINPI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 ingarfræðileg vandamál er takmörkuð vegna skorts á skilgreindum hlutverkum og starfssviði lýðheilsunæringarfræðinga (LHN). Samstaða (consensus) um þau meginhlutverk (core function) sem LHN hafa er nauðsynleg til að efla fagstéttina í Evrópu og tryggja árangursríkt lýð- heilsunæringarstarf. Markmið: Að meta og þróa samstöðu meðal evrópskra LHN sérfræðinga á hver meginhlutverk LHN eru. Aðferðir: Delphi aðferðin var notuð til að fá fram samstöðu meðal evrópskra sérfræðinga (n=62) sem svöruðu þremur umferðum af spurningalistum. Fyrstu tvær umferðirnar höfðu spurningar sem vörð- uðu hlutverk LHN og voru 38 hlutverk metin á 4 punkta Likert skala þar sem efsta stigið skilgreindi hlutverkið sem meginhlutverk LHN. Sérfræðingunum var skipt í 2 hópa, fræðimenn og stjórnendur, eftir því hvaða starfi þeir sinntu þegar spurningarlistamir voru lagðir fyrir. Þegar >50% sérfræðinga vom sammála um að hlutverk væri meginhlutverk LHN var samstaða staðfest. Niðurstöður: Sérfræðingamir skilgreindu helming (19/38) ætlaðra hlut- verka sem meginhlutverk LHN. Mikil áhersla var meðal sérfræðinganna á mikilvægi hlutverka sem snúa að skipulagningu, stýringu og mati á næringarfræðilegum íhlutunum. Marktækur munur á svömm fræði- manna og stjórnenda sást einungis varðandi tvö skilgreind meginhlut- verk, sem bendir til samstöðu meðal beggja hópa sérfræðinga um hver meginhlutverk LHN stéttarinnar eru. Ályktun: Samstaða evrópskra sérfræðinga um meginhlutverk LHN, auk samanburðar við alþjóðlegar rannsóknir, bendir til að skilgreind meginhlutverk LHN séu sambærileg milli evrópskra þjóða. Þessi megin- hlutverk má nota til að endurskoða verklag LHN, stuðla að markvissari hæfnisþjálfun og þannig stuðla að framþróun stéttar LHN í Evrópu. 43 Tengsl mjólkurneyslu á mismunandi æviskeiðum við beinheilsu þátttakenda í öldrunarrannsókn Hjartaverndar Tinna Eysteinsdóttir1, Þórhallur I Halldórssonu Inga Þórsdóttiru,Ingibjörg Gunnarsdóttir1-2, Gunnar Sigurðsson3-4, Tamara B. Harris5, Vilmundur Guðnason3, Laufey Steingrímsdóttir1-2 'Rannsóknastofu í Næringarfræði við HÍ og Landspítala, 3matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði HI, 3Hjartavernd, 4læknadeild HÍ, Landspítala,s Laboratory of Epidemiology, Demography, and Biometry, Intramural Research Program, National Institute of Aging, Bethesda tínnaeyWandspitalLis Inngangur: Rannsóknir benda til þess að tengsl séu milli mjólkurneyslu á lífsleiðinni og beinheilsu aldraðra. Þó er ekki vitað með vissu hvaða tímabil skiptir þar mestu máli. Einnig er lítið sem ekkert vitað um þessi tengsl meðal karla, þar sem fyrri rannsóknir hafa beinst að konum. Markmið: Að kanna tengsl mjólkumeyslu á unglingsárum (14-19 ára), á miðjum aldri (40-50 ára) og núverandi neyslu við beinþéttni á efri ámm meðal þátttakenda Öldmnarrannsóknar Hjartavemdar. Aðferðir: Þátttakendur vom 4798 talsins, á aldrinum 66-96 ára (meðaltal 76 ár) og 44% voru karlar. Mjólkurneysla á mismunandi æviskeiðum var metin með gildismetnum spurningalista og beinþéttni í vinstri mjöðm (nærenda lærleggs) var metin með magnákvarðandi sneiðmyndatöku (QCT). Samhengi milli beinþéttni og neyslu mjólkur fyrr og nú var metið með fjölvíðri aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir aldri, líkams- þyngdarstuðli, hreyfingu og áfengisneyslu. Niðurstöður: Bæði karlar og konur sem neyttu mjólkur a 1/dag á efri árum vom með um 2% hærri beinþéttni að meðaltali (p5% CI: 0.3%, 4%) en þau sem neyttu mjólkur <l/viku. Þeir sem neyttu mjólkur al/dag á miðjum aldri voru með 4% hærri beinþéttni að meðaltali en þeir sem neyttu hennar <l/viku (p5% CI: 1%, 7%). Tengslin milli mjólkurneyslu á unglingsárum og beinþéttni vom jákvæð en ekki marktæk. Ályktun: Tengslin milli mjólkurneyslu á mismunandi æviskeiðum við beinþéttni meðal þátttakenda Öldmnarrannsóknar Hjartaverndar vom svipuð hjá báðum kynjum. Mjólkumeysla á miðjum aldri virtist hafa sterkustu tengslin við beinþéttni á efri árum. Mikilvægt er að beina bæði rannsóknum og forvörnum að báðum kynjum, þar sem mataræði virðist ekki síður hafa áhrif á beinheilsu aldraðra karla en kvenna. 44 Klínísk starfsemi lyfjafræðinga á Landspítala - áhrif íhlutana og viðhorf annarra heilbrigðisstétta Ólöf Ásta Jósteinsdóttir1, Þórunn K. Guðmundsdóttir2, Anna I. Gunnarsdóttir2, Ingibjörg Gunnþórsdóttir2, Anna Bima Almarsdóttir1 'Lyfjafræöideild, heiibrigðisvísindasviði, HÍ, 2sjúkrahúsapóteki Landspítala thorunnk@landspitali.is Inngangur: Klínísk þjónusta lyfjafræðinga er í stöðurgri þróun hér á landi, en þó nokkuð á eftir löndum á borð við Bretland og Bandaríkin, þar sem slík starfsemi er einna lengst á veg komin. Nauðsynlegt er að kanna þá starfsemi sem þegar er til staðar til að fá vísbendingar um hverju hún skilar bæði klínískt og hagrænt. Fyrir þróun starfseminnar er einnig mikilvægt að vita hvert viðhorf annarra heilbrigðisstétta er til hennar. Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar vom að endurhanna og prófa skráningarblað fyrir íhlutanir lyíjafræðinga á LSH ásamt því að meta klínísk og hagræn áhrif íhlutana. Einnig að kanna viðhorf heil- brigðisstétta til klínískrar þjónustu lyfjafræðinga á LSH. Aðferðir: Skráningarblað var endurhannað út frá eldra skráningarblaði. Lyfjafræðingar sem skráðu íhlutanir lögðu mat á klínískt mikilvægi íhlutana eftir ákveðnu flokkunarkerfi. Rannsakandi lagði mat á hagræn áhrif út frá skráningu. Viðhorf heilbrigðisstétta var kannað með rýni- hópaviðtölum við hjúkrunarfræðinga, deildarlækna og sérfræðilækna. Niðurstöður: Lyfjafræðingar áttu oftast fmmkvæði að íhlutunum (83,2% tilfella) og nær allar íhlutanir vom teknar til greina af læknum. fhlutanir voru metnar þýðingarmiklar í 64,5% tilfella og ákaflega þýðingarmiklar eða mjög þýðingarmiklar í 13,1% tilfella. Við reikninga á beinum læknis- fræðilegum kostnaði fékkst sparnaður upp á tæpar 140.000 kr miðað við 176 íhlutanir. Hagræna mat þessarar rannsóknar er aðeins vísbending um spamað og því er viðameira hagrænt mat í tengslum við klíníska starfsemi lyfjafræðinga á LSH verðugt verkefni. Ályktun: Viðhorf hjúkmnarfræðinga og deildarlækna til lyfjafræðinga er almennt jákvæðara heldur en sérfræðilækna. Þátttakendur telja klíníska starfsemi lyfjafræðinga á deildum hafa eða geta haft aukin áhrif á gæði þjónustunnar og stuðlað að sparnaði þegar á heildina er litið. Niðurstöður viðhorfskönnunar þessarar munu nýtast til frekari þróunar klínískrar starfsemi lyfjafræðinga á LSH. 45 Greining á meðferð við svefnvandamálum ungra barna Ama Skúladóttir, Margaret E. Wilson Kvenna- og barnasviði Landspítala, Háskóla ísiands amasku@landspitali. is Inngangur: Um 20-40% ungra bama em talin eiga við svefnvanda að stríða. Vanda sem getur haft slæm áhrif bæði á barnið sjálft og foreldra þess til bæði skemmri og lengri tíma. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmis konar atferlismeðferðir gefa góða raun í að bæta svefn bamanna. Endurteknar rannsóknir hafa ekki náð að staðfesta þann árangur. Þetta vekur upp spurningar um hvað það er í meðferðinni sem hugsanlega hjálpar og hvað ekki. LÆKNAblaðið 2012/98 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.