Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 48
VISIND! A VORDOGUM FYLGIRIT 70 mögulega gæti nýst við ákvörðun um hertari forvarnarmeðferð fyrir aðgerð. Kransæöahjáveituaðgerð (CABG/OPCAB) Ósæöarlokuskipti (AVR ± CABG) EuroSCORE EuroSCORE Aldur 0 2 4 6 8 10 Aldur 2 4 6 8 10 50 14 17 20 24 29 34 50 47 53 58 64 69 55 17 20 24 29 34 39 55 53 59 64 69 74 60 20 24 29 34 39 44 60 59 64 69 74 78 65 24 29 34 39 44 50 65 64 69 74 78 82 70 29 34 39 45 50 56 70 69 74 78 82 85 75 34 39 45 50 56 61 75 74 78 82 85 87 80 39 45 50 56 61 67 80 78 82 85 88 90 <30% 30-70% >70% 118 Tíðni bringubeinsfistla eftir opnar hjartaskurðaðgerð á íslandi Steinn Steingrímsson1'2, Johan Sjögren3, Tómas Guðbjartsson1-2 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, hjarta- og lungnaskurðdeild háskóiasjúkrahússins á Skáni, Svíþjóð steinnstein@gnmil.com Inngangur: Bringubeinsfistlar eru sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaskurðaðgerða. Um er að ræða krónískar sýkingar sem greinast vikum eða mánuðum eftir skurðaðgerð og er meðferð þeirra oftast flókin og krefst iðulega endurtekinna skurðaðgerða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni bringubeinsfistla eftir opnar hjartaaðgerðir í vel skilgreindu þýði, en slíkar niðurstöður hafa ekki birst áður hjá heilli þjóð. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem greindir voru með bringubeinsfistil sem þarfnaðist skurðaðgerðar á árunum 2000-2010. Sjúklingar voru fundnir með leit í gagnagrunni hjarta- og lungnaskurðdeildar og aðgerða- og greiningarskrám Landspítala. Tíðni bringubeinsfistla var reiknuð ásamt 95%-öryggisbili. Niðurstöður: Alls fundust 6 sjúklingar í hópi 2446 einstaklinga sem gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu og mældist tíðni fistla 0,25% (95%-öryggisbil: 0,11-0,53%). Meðalaldur var 71±9 ár og allir sjúklingarnir karlar. Staphylococcus aureus og/eða kóagúlasa neikvæð- ir staphylokokkar voru sýkingarvaldar í fimm tilfellum og Candida albicans í einu. í öllum skurðaðgerðunum var dauður og sýktur vefur hreinsaður og gefin sýklalyf í æð. Þrír sjúklinganna gengust endurtekið undir skurðaðgerð á margra mánaða tímabili og náði einn þeirra ekki bata. Að meðaltali lágu sjúklingar 19 daga á sjúkrahúsi (bil 0-50 dagar). Fimm árum frá greiningu voru 4 af 6 sjúklingum á lífi. Ályktun: Bringubeinsfistlar eru fátíðir í samanburði við aðra fylgikvilla eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi. Meðferð krefst endurtekinna skurðaðgerða og innlagna með tilheyrandi kostnaði. Því er mikilvægt að fyrirbyggja þessar krónísku sýkingar. 119 Innlagnir á gjörgæslu eftir blaðnám og fleygskurði við lungnakrabbameini Tómas Andri Axelsson1-2, Martin Ingi Sigurösson3, Ásgeir Alexandersson2, Húnbogi Þorsteinsson2, Guðmundur Klemenzson3, Steinn Jónsson1-*, Tómas Guðbjartssonu ’Læknadeild Háskóla íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild,2svæfinga-og gjörgæsludeild, 'lungnadeild Landspítala taa2@hi.is Inngangun Eftir brjóstholsskurðaðgerð við lungnakrabbameini ent sjúklingar jafnan lagðir á vöknunardeild (VD) í nokkrar klukkustundir áður en þeir flytjast á legudeild (LD). Sumir þarhiast þó innlagnar á gjörgæsludeild (GGD), ýmist í beinu framhaldi af aðgerð eða af vökn- unar- eða legudeild. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ástæður og áhættuþætti fyrir gjörgæsluinnlögn eftir þessar aðgerðir. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 252 sjúklingum sem gengust undir blaðnám, fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabba- meins á Landspítala 2001-2010. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og vom sjúklingar sem lögðust á GGD bomir saman við þá sem ekki lögðust þangað. Niðurstöður: Alls lagðist 21 sjúklingur (8%) á GGD og var miðgildi Iegutíma einn dagur (bil 1-68). Hjá 11 sjúklinganna (52%) var innlögn rakin til vandamála í aðgerð, oftast lágs blóðþrýstings eða blæðingar. Tíu sjúklingar lögðust á GGD af LD (n=4) eða VD (n=6) og voru ástæður innlagnar lágur blóðþrýstingur (n=4), hjarta- og/eða öndunarbilun (n=4) og enduraðgerð vegna blæðingar (n=2). Þrír sjúklingar þurftu endurinnlögn eftir útskrift af GGD. Meðalaldur GGD-sjúklinga var sex ámm hærri en viðmiðunarhóps (p=0,004) og þeir höfðu oftar sögu um langvinna lungnateppu og kransæðasjúkdóm. Stærð æxlis, pTNM- stig, aðgerðarlengd og hlutfall sjúklinga með utanbastsdeyfingu vom sambærileg í hópunum. Rúmlega tveir þriðju GGD-hópsins greindust með minniháttar fylgikvilla og tæplega helmingur alvarlega fylgikvilla, samanborið við 30% og 4% í viðmiðunarhópi. Ályktun: Fáir sjúklingar þarfnast innlagnar á GGD eftir skurðaðgerðir við lungnakrabbameini og þá oftast þeir sem em eldri og með sögu um hjarta- og lungnasjúkdóma. í helmingi tilfella er innlögn á GGD í beinu framhaldi af aðgerð og endurinnlagnir á GGD em fátíðar. 120 Lífsgæði eftir ristilbrottnám vegna sáraristilbólgu Þorsteinn Viðar Viktorsson', Tryggvi Bjöm Stefánsson', Elsa Björk Valsdóttir1-2, Shree Datye3 'Almenn skurðdeild Landspítaia, 2læknadeild Háskóla íslands, 3skurðsviði Sjúkrahússins á Akureyri tryggvis@landspitali.is Inngangur: Á ámnum 1995-2009 gengust 116 einstaklingar undir skurðaðgerð vegna sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) á Landspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið: Að kanna lífsgæði sjúklinga með sáraristilbólgu sem þurft hafa skurðaðgerð og bera saman lífsgæði þeirra sem hafa ileóstóma annars vegar og innri gamatengingu hins vegar. Rannsókninni er ólokið en verður kynnt hér. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið var 109 sjúklingar sem gengust undir aðgerð vegna sáraristilbólgu á 15 ára tímabili. Sendir vom þrír spurningalistar í pósti. Tveir listanna, SF-36v2 og EORTC QLQ-CR29, eru erlendir staðlaðir listar sem hafa verið þýddir á íslensku. Þriðji listinn vom starfrænar spurningar hannaðar af rannsóknaraðilum til að kanna tíðni og umfang aukaverkana tengdum aðgerðunum. Kannað var núverandi ástand sjúklinga eftir aðgerð og skipt í þrjá hópa (sjá töflu). Niðurstöður: Svör frá 60 þátttakendum hafa borist (55%), þar af frá 36 körlum (60%). Meðalaldur við aðgerð var 46 ár (aldursbil 15-91 48 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.