Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 21
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 lágmarksneyslu á öðrum næringarefnum. Marktæk neikvæð fylgni var á milli lýsisneyslu og slagbilsþrýstings þegar leiðrétt var fyrir aldri, þyngdarstuðli, kyni og inntöku á blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Neysla á löngum ómega-3 fitusýrum tengdist slagbilsþrýsting einnig marktækt. Aðrir fæðuþættir tengdust ekki blóðþrýstingi. Ályktanir: Tengsl mataræðis og blóðþrýstings meðal eldri íslendinga hafa ekki verið könnuð áður. Niðurstöður benda til þess að neysla á lýsi lækki blóðþrýsting meðal eldra fólks og hafi á þann hátt jákvæð áhrif á heilsufar. Umtalsverður hluti þátttakenda var í áhættuhóp varðandi skort á D-vítamíni, B6-vítamíni, joði, og járni. 36 Tengsl félagslegra þátta við fylgni við nýjar ráðleggingar um mataræði ungbarna Ása Vala Þórisdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala asavala@landspitali.is Inngangur: Ráðleggingum um mataræði ungbarna var breytt árið 2003. Brjóstamjólk var þá ráðlögð sem eina fæðan fyrstu 6 mánuðina í stað 4-6 mánaða, einnig var meiri áhersla lögð á hluta brjóstagjöf (HBG) út fyrsta árið. í stað venjulegrar kúamjólkur var járnbætt stoðmjólk ráðlögð frá 6 mánaða til 2 ára aldurs. Markmið: Að meta hvort tengsl væru á milli félagslegra þátta eins og menntunar og aldurs foreldra eða ráðstöfunartekna heimilisins við fylgni við nýjar ráðleggingar um mataræði ungbarna. Aðferðir: Heilbrigð íslensk ungbörn voru valin voru af handahófi (n=196) og fylgt eftir til 12 mánaða aldurs. Neysla frá 0-4 mánaða aldurs var metin með fæðissögu og mánaðarlegar fæðuskráningar voru gerðar frá 5-12 mánaða aldurs. Spurningalisti var notaður til að safna upp- lýsingum um félagslega þætti. Menntun var skilgreind í þremur stigum, grunnskóla-, framhaldsskóla-, og háskólamenntun. Niðurstöður: Börnin voru að meðaltali í 3,4 (1,8) mánuði eingöngu á brjósti (EBG) og lengd HBG var 7,4 (3,4) mánuðir. HBG var lengri meðal háskólamenntaðra mæðra en mæðra sem aðeins höfðu lokið grunnskóla (8,5 vs. 6,6 mánuðir; P=0,005), ekki var marktækur munur á lengd EBG milli menntunarhópa. Aðhvarfsgreining, sem leiðrétti fyrir aldri mæðr- anna, sýndi að með hverju skólastigi sem lokið var jókst HBG um 0,85 mánuði (95% 0=0,26-1,44) og kúamjólkur neysla minnkaði um 37,5 ml/ dag meðal 9-12 mánaða barna (95% 0=11,1-63,9). Neysla Stoðmjólkur hafði hins vegar jákvæða fylgni við ráðstöfunartekjur heimilisins (r=0,20; P=0,009). Ályktun: Félagslegir þættir geta spáð fyrir um hvaða mæður þyrftu sér- staka leiðsögn í mæðravernd varðandi mataræði ungbama. Menntun mæðranna hafði mest áhrif á fylgni við nýjar ráðleggingar um mataræði ungbarna. 37 Tengsl milli vaxtar hjá börnum og kransæðasjúkdóma á fullorðinsárum Cindy Mari Imai1, Þórhallur Ingi Halldórsson12, Ingibjörg Gunnarsdóttiru, Vibnundur Guðnason14, Þór Aspelund3-4, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Inga Þórsdóttir1-2 'Rannsóknastofu í næringarfræði, HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði, HÍ, 'Hjartavernd, 4læknadeild HÍ, Landspítala cniil@lti.is Inngangur: Lág fæðingarþyngd hefur ítrekað verið tengd lífstílssjúk- dómum síðar á lífsleiðinni. Minna er vitað um tengsl vaxtar í barnæsku við heilsu á fullorðinsárum. Markmið: Að kanna sambandið milli vaxtar íslenskra barna (8-13 ára) og dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma á fullorðinsárum (meðalaldur 55 ára). Aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum frá hóprannsókn Hjartaverndar á 2120 íslendingum fæddum 1921-1935 og búsettum í Reykjavík við inn- ritun í rannsókn (1967-1991). Notast var við fæðingarstærð og vöxt frá 8 til 13 ára aldurs (hæð, þyngd og dagsetningu mælingar) ásamt gögnum um dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma frá upphafi rannsóknar til loka árs 2009. Cox-aðhvarfsgreining var notuð til að meta sambandið milli vaxtar bamanna og dauða vegna kransæðasjúkdóma. Niðurstöður: Alls létust 230 karlmenn og 94 konur af völdum kransæða- sjúkdóma til ársins 2009. Líkur á dauðsfalli af völdum kransæða- sjúkdóma jukust með hærri líkamsþyngdarstuðli (LÞS) og var áhættu- hlutfallið (hazard ratio) [1.01 (95% CI: 0.89, 1.15)] við 8 ára aldur. Áhættuhlutfallið jókst með aldri og var [1.26 (95% CI: 1.11, 1.43)] við 13 ára aldur. í samræmi við þessar niðurstöður fannst einnig Sterkara sam- band við dauðsföll af völdum kransæðasjúkdómum við aukningu á LÞS milli 11-13 ára aldur miðað við 8-10 ára aldur. Ályktun: Hærri LÞS og aukning í LSÞ frá 8-13 ára var tengdur auknum líkum á kransæðasjúkdómum á fullorðinsaldri. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að ákvarða áhrif vaxtarhraða á kransæðasjúkdóma á fullorðinsárum. 38 Orku- og próteinneysla hjarta- og lungnaskurðsjúklinga á Landspítala; samanburður við áætlaða orku- og próteinþörf Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir', Inga Þórsdóttir1-2'3 Fríða Rún Þórðardóttir4, Ingibjörg Gunnarsdóttir1'2J 'Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, 2matvæla og næringarfræðideild HÍ, 3næringarstofu, 4eldhúsi Landspítala ingigun@landspitali. is Inngangur: Næringarástand hefur áhrif á tíðni aukaverkana, legutíma og almennar batahorfur sjúklinga. Tíðni vannæringar meðal sjúklinga við innlögn á Landspítala er 20-60%, mismunandi eftir sjúklingahópum. Lítið er vitað um það hvort orku- og próteinþörf sjúklinga á Landspítala sé mætt meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Markmið: Að meta orku- og próteinneyslu hjarta- og lungnaskurð- sjúklinga og bera saman við áætlaða orku- og próteinþörf. Aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar (n=81) sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild á tímabilinu júní-desember 2011. Næringargildi máltíða sem berast úr eldhúsi Landspítala er þekkt. Allir matarafgangar auk millibita sem sjúklingur neytti í þrjá samfelda daga voru vigtaðir og skráðir. Orku- og próteinneysla var reiknuð út í forritinu Kostplan Næring. Fyrsta skráning fór fram a.m.k. 48 klst. eftir aðgerð. Orku- og próteinþörf var áætluð samkvæmt klínískum leiðbeiningum um nær- ingu sjúklinga á Landspítala, 25-30 kkal/kg/dag og 1,2-1,5 g/kg/dag (miðað við kjörþyngd). Niðurstöður: Að jafnaði var orkuneysla þátttakenda 1368±511 kkal/dag eða sem svarar 17±7,0 kkal/kg líkamsþyngdar á dag. Próteinneysla var 62±24 g/dag eða að jafnaði 0,8±0,3 g/kg líkamsþyngdar á dag. Orku- og próteiimeysla innan við 15% sjúklinga var í samræmi við klínískar leiðbeiningar, jafnvel á þriðja skráningardegi. Ályktun: Mikilvægt er að leita leiða til að tryggja að orku- og prótein- neysla inniliggjandi sjúklinga sé í samræmi við áætlaða þörf. Hvatt er til eftirlits með orku- og próteinneyslu iimiliggjandi sjúklinga í klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga. Niðurstöðurnar benda til þess að full ástæða sé til að lögð verði áhersla á innleiðingu slíks eftirlits. LÆKNAblaöið 2012/98 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.