Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 42
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 (p>0,3). Mismunur slagæðlinga og bláæðlinga (e. arteriovenous diffe- rence) var 40,2±6,9% í heilbrigðum samanborið við 35,7±6,1% í byrjunar- stigi AMD (p=0,04) og 34,0±6,7% í vota lokastigi AMD (p=0,01). Ályktanir: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnunnar er marktækt hærri hjá sjúklingum með AMD en heilbrigðum einstaklingum. í saman- burði við heilbrigða, er mismunur slagæðlinga og bláæðlinga marktækt lægri hjá AMD sjúklingum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að súrefnisbúskapur í AMD sé truflaður. 99 Súrefnisbúskapur sjónhimnu í heilbrigðum augum Ásbjörg Geirsdóttiru, Ólafur Pálsson2, Sveinn Hákon Haröarsonu-3, Ólöf Bima Ólafsdóttir2, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1'3, Einar Stefánssonli3 'Augndeild Landspítala, 3læknadeild HÍ, áDxymap ehf. asbjorgg@landspitali.is Inngangur: Súrefnisbúskapur sjónhimnunnar raskast í mörgum augn- sjúkdómum. Mikilvægt er að hafa staðlaðan, heilbrigðan viðmiðunarhóp í rannsóknum á sjúkdómum. Markmið: Að mæla súrefnismettun í sjónhimnuæðum í heilbrigðum augum til að meta áhrif aldurs og kyns auk annarra þátta. Einnig að meta hvort munur sé á súrefnismettun eftir staðsetningu innan sjónhimnu. Aðferðir: Súrehiismælirinn (Oxymap ehf.) er byggður á venjulegri augnbotnamyndavél sem tekur samtímis augnbotnamyndir á tveimur mismunandi bylgjulengdum og notar þær til mælinga á súrefnismettun. Súrefnismettun helstu slægæðlinga og bláæðlinga var mæld í 120 heil- brigðum sjálfboðaliðum á aldrinum 18-80 ára (miðgildi 47 ára). Karlar voru 44 (37%) og konur 76 (63%). Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu var 92,2±3,7% (meðaltal±staðalfrávik) og 55,6±6,3% í bláæðlingum. í bæði slagæð- lingum og bláæðlingum var lægri súrefnismettun í neðri ytri fjórðung sjónhimnunnar (p<0,0001). Súrefnismettun í slagæðlingum hélst stöðug með aldri (p=0,23). Á 10 árum lækkaði súrefnismettun bláæðlinga um 1,9±0,6% í körlum (meðaltal±staðalvilla meðaltals; p=0,003) og 0,7±0,4% í konum (p=0,068). Mismunur slagæðlinga og bláæðlinga (e. arterio- venous difference) jókst um 1,5±0,5% á 10 árum í körlum (p=0,004) og 1,0±0,4% (p=0,007) í konum. Fyrir hverja lOmmHg aukningu í gegnum- flæðisþrýstingi auga (e. ocular perfusion pressure), jókst súrefnis- mettun slagæðlinga um 0,9±0,4% (p=0,024) og bláæðlinga um 1,2±0,7% (p=0,075). Ályktanir: Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnunnar er stöðug í heilbrigðum einstaklingum en í bláæðlingum er marktæk lækkun með aldri í körlum og svipuð tilhneiging í konum. Mismunur slagæðlinga og bláæðlinga jókst marktækt með aldri hjá báðum kynjum. Rannsóknin sýnir staðalgildi í súrefnismettun í sjónhimnuæðum hjá íslendingum. 100 Líkan af flæði súrefnis í augnbotni Davíð Þór Bragason, Einar Stefánsson Augndeild, skurðlækningasviði Landspítala dbragason@gtnail.com Inngangur: Hannað var stærðfræðilegt reiknilíkan af flæði og sveimi (diffusion) súrefnis í blóðrás sjónhimnunnar, sér í lagi af sveimi súrefnis á milli tveggja nálægra æða (countercurrent exchange). Markmið: Að bæta skilning á súrefnisbúskap sjónhimnu og sjóntaugar hjá heilbrigðum og einstaklingum með augnsjúkdóma. Að spá fyrir um súrefnismettun í æðum sjóntaugar, sem ekki er unnt að mæla beint. Aðferðir: Samliggjandi slag- og bláæðlingum er lýst í stærðfræði- líkani með tvískauta hnitum, lögmáli Ficks um sveim súrefnis beitt og hlutafleiðujafna Poissons leidd út. Jafna sú er leyst og þéttleiki súr- efnisstraums á milli æðanna þannig fundinn sem fall af súrefnismettun í æðunum. Kerfi af samtengdum ólínulegum afleiðujöfnum er leitt út, og töluleg lausn sem lýsir breytileika súrehiismettunar í æðum fundin með aðstoð tölvu. Áhrif súrefnisneyslu (consumption) í sjónhimnu voru rannsökuð með aðstoð Green-falla. Líkanið var prófað með niðurstöðum súrefnismælinga með súrefnismæli (retinal oximeter) frá Oxymap ehf. og var einnig beitt á niðurstöður mælinga sem áður hafa verið gerðar á mönnum og dýrum með raflífeðlisfræðilegum aðferðum. Niðurstöður: Niðurstöður varðandi stigul (gradient) súrefnismettunar í æðum sjónhimnu var í samræmi við mælingar, en samkvæmt þeim er víxlverkun á milli slag- og bláæðlinga (countercurrent exchange) lítil í sjónhimnu, en marktæk í sjóntaug, eða á stærðargráðunni 1% breyting í súrefnismettun. Spá líkansins um straum súrefnis í glerhlaupi aðlægt meðalstórum æðum var einnig í samræmi við mælingar, eða á stærðar- gráðunni 10'6ml 02 / cm! / sek. fyrir slagæðlinga. Ályktun: Hannað hefur verið líkan af straumi súrefnis á milli æða í sjón- himnu, og virðast niðurstöður þess vera í samræmi við súrefnismælingar af ýmsum toga. Líkanið verður þróað áfram til að fá sem raunsannasta lýsingu á aðstæðum í auganu. 101 Súrefnismælingar í æðahimnu augans Jóna Valgerður Kristjánsdóttir'-3, Ólöf Birna ÓJafsdóttir3, Sveinn Hákon Harðarson1-2-3, Þórunn S. Elíasdottir2, Andy Harvey1, Einar Slefánsson1'2-3 'Augndeild Landspítala, 2Háskóia fsland,s 'Oxymap ehf., 4School of Engineering and Physical Sciences, Heriot Watt University, Ricarton, Edinburgh jonakv@landspitali.is Inngangur: Súrefnismettun hefur áður verið mæld í æðum sjónhimn- unnar (retina) með góðum árangri. Mælingar á súrefni í æðum æðahimn- unnar (choroid) hafa hins vegar ekki verið gerðar í mönnum. Markmið: Að mæla súrefnismettun í æðum æðahimnu og sjónhimnu augans. Aðferðir: Súrehiismælirinn (Oxymap ehf.) er gerður úr tveimur stafrænum myndavélum, ljóssíum, mynddeili og augnbotnamyndavél. Mynd er tekin af augnbotninum og þeirri mynd skipt upp í tvær myndir á tveimur bylgjulengdum (570nm og 600nm). Með því að skoða gleypni ljóss í æðum augnbotnsins á tveimur bylgjulengdum er hægt að reikna út ljósþéttnihlutfall (ODR) en sú tala er í öfugu hlutfalli við súrefnis- mettun og gefur þannig hugmynd um hversu mikið súrefni er í æðum augnbotnsins. Mælingar voru gerðar á 16 heilbrigðum einstaklingum, (aldur 40±14 ára, meðaltal±staðalfrávik). Sex af þessum 16 voru auk þess myndaðir fyrir og eftir innöndun á 100% súrefni. ODR var mælt fyrir æðar æðahimnunnar (e.choroid) og sjónhimnunnar. Allar æðar voru af svipaðri vídd. Niðurstöður: Meðaltals ljósþéttnihlutfall (ODR) var 0,10±0,10 (meðal- tal±staðalfrávik) í æðum æðahimnunnar og 0,22±0,04 í slagæð- lingum sjónhimnunnar. Við innöndun á 100% súrefni (n=6) lækkaði ljósþéttnihlutfallið um 0,035±0,028 í æðum æðahimnunnar (p=0,029) og 0,022±0,017 í æðum sjónhimnunnar (p=0,022). Ályktun: Hægt er að mæla ljósþéttnihlutfallið (ODR) í æðum æða- himnunnar og sjónhimnunnar. Þar sem ODR er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun gefa niðurstöðurnar til kynna að súrehiismettun æða í æðahimnu augans sé hærri heldur en í slagæðlingum sjónhimnunnar. Súrefnismælirinn er næmur fyrir breytingum sem verða við innöndun á 100% hreinu súrefni, bæði í æðahimnu- og sjónhimnuæðum. 42 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.