Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 28
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 ára gömlum ramisóknum þar sem ristilpokabólga var oftast greind klín- ískt. Við ætlum að rannsaka niðurstöður ristilspeglana eftir fylgikvilla- lausa ristilpokabólgu til að sjá algengi ristilkrabbameins í þessum hópi. Aðferðir og efniviður: Rannsóknin er aftursæ hóprannsókn (cohort studý). Hópurinn samanstendur af öllum sjúklingum sem fengu grein- inguna ristilpokabólgu og fóru í framhaldi í ristilspeglun á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH) á 5 ára tímabili, frá og með 2006 til og með 2010. Ristilpokabólga var greind út frá klínískum einkennum og niðurstöðum Tölvusneiðmyndar af kvið. Göngin voru fenginn úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Þegar að ristilpokabólga var greinda var meðal gildi hemóglóbíns 134 (IQR 125-144), hvít blóðkom 11 (9-13) og CRP 60 (39-90). Allir sjúklingarnir náðu fullum klínískum bata og voru ein- kennalausir þegar þeir fóru í ristilspeglun. Alls fóm 118 sjúklingar í ristil- speglun eftir ristilpokabólgu, 63 karlmenn og 55 konur, meðal aldur var 57 (IQR 50-67) ára. 108/118 (92%) fóm í fulla ristilspeglun og 10/118 (8%) fóru í stutta ristilspeglun. Af þeim sem fóm í fulla ristilspeglun þá voru 101/108 (93.5%) með fullkomna speglun alveg niður í Cecum. Ekkert tilfelli af ristilkrabbameini greindist. 19/118 (16%) voru með sepa í ristli. 9/19 (47%) vorum með hyperplastic sepa samkvæmt vefjagreiningu, 9/19 (47%) adenoma með vægri dysplasiu og einn var með eðlilega veljarannsókn. Einn sepi (6%) var stærri enn 1 cm. Tveir sjúklingar voru með merki um ristilbólgu í speglun, annar var með eðlilegt vefjasýni en vefjasýni hjá hinum syndic væga virka bólgu sem var talin tengjast ristilpokabólgu en ekki ristilbólgu sjúkdómi. Ályktun: Hjá sjúklingum með ristilpokabólgu þar sem greininginn var staðfest með TS-rannsókn tíðni ristilkrabba lægri en meðal áhætta. Því er ristilspeglun í þessum sjúklingahóp varla nauðsynleg ef ekki eru önnur merki um ristilkrabbamein. 58 Faraldsfræði briskrabbameins á íslandi: samanburðarrannsókn á nýgengi, greiningaraðferðum og lifun sjúklinga greindra með briskrabbamein á tímabilunum 1986-1991 og 2006-2009 'Sara B. Jónsdóttir, 2Henrik G. Garzia, -’Jón Ö. Kristinsson, 3Einar S. Björnsson ‘Lyflækningasviöi Landspítala, flæknadeild HÍ, 3meltingardeild, 'lyflækningasviði Landspítala eimrsb@landspitali.is Tilgangur: Briskrabbamein er um 2% allra krabbameina sem greinast á íslandi. Samkvæmt krabbameinsskrá íslands greindust á árinu 2002- 2006 að meðaltali 23 sjúklingar á ári með briskirtilskrabbamein. Árið 1991 birtist grein í Scandinavian Journal of Gastroenterology sem fjallaði um faraldsfræði briskrabbameins á íslandi á árunum 1974-1985. Engin sambærileg rannsókn hefur verið birt um þessa tegund illkynja æxla síðustu 25 árin sem rannsakendum er kunnugt. Við höfum nú þegar farið yfir sjúkrasögur sjúklinga með briskrabbamein á árunum 1986-1991 og 2006-2009. Til að byrja með einbeittum við okkur að því að bera saman nýgengi briskrabbameins, mismun á greiningartækni og iifun á milli þessara tímabila. Aðferðir: Um er að ræða aftursæja rannsókn á sjúklingum sem hafa greinst með briskrabbamein á íslandi umrædd tímabil. Notast var við Krabbameinsskrá íslands til að fá nöfn sjúklingana sem greindust á þessum tímabilum og farið í gegnum sjúkraskrár stærstu sjúkrahúsanna. Niðurstöður: Þetta voru 241 sjúklingur með briskrabbamein, 129 á fyrra tímabilinu (Tl) og 112 á því seinna (T2). Miðgildi aldurs sjúklinga við greiningu var 72 á báðum tímabilum. Nýgengið fyrir T1 var 12,7/100.000 karlar og 10.0/100.000 konur en fyrir T2 var það 9,5/100.000 karlar og 10.6/100.000 konur. Helstu greiningaraðferðir á T1 var ómun(88%), laparotomia(58%), CT(42%) og krufning(41%). En á T2 var notast við CT(97%), ómun(56%), MR(35%), ERCP(23%) og laparoskopiu(21%). 16% af sjúklingum á T1 fóru í aðgerð en einungis 4% í T2. Miðgildi lifunar fyrir T1 var 79 dagar en miðgildið fyrir T2 var 88 dagar. Á T1 lifðu 3/129 í meira en 5 ár og þeir fóru allir í aðgerð. Aðeins einn sjúklingur á T2 er lifandi, og hann fékk lyfjameðferð. Ályktun: Nýgengi og aldur við greiningu hefur ekki breyst sl. 20 ár hjá sjúklingum með briskrabbamein. Hinsvegar hafa greiningaraðferðir og meðferðarmöguleikar breyst mikið. Þrátt fyrir það hefur lifun ekki batnað. 59 Áhættuþættir fyrir Clostridium difficile toxín jákvæðum niðurgangi Iris Ösp Vésteinsdóttir', Sunna Guðlaugsdóttir2, Rannveig Einarsdóttir3, Evangelos Kalaitzakis4, Ólöf Sigurðardóttir5, Kristín Magnúsdóttir', Alda Hrönn Jónasdóttir3, Einar Stefán Bjömsson'-2 'Læknadeild HÍ,2 meltingardeild Landspítala, 'lyfjafræöideild HÍ, 'meltingardeild Skáne Háskólasjúkrahússins, Lundi, Svíþjóð, 'klínískri lífefnafræöideild Sjúkrahússins á Akureyri vesteinsdottir@gmail.com Inngangur: Aukin tíðni og alvarleiki Clostridium difficile sýkinga (CDI) síðustu misseri er áhyggjuefni. Fækka má sýkingum með því að auka þekkingu á áhættuþáttum samhliða því að reyna sneiða hjá þeim. Markmið: Kanna áhættuþætti, tíðni sýkinga og skilvirkni meðferðar á íslandi. Aðferðir: Framsýn tilfellaviðmiðarannsókn á landsvísu. Tímabil: 1.7.2010-30.6.2011.Tilfelli pöruð við tvö aldursstöðluð viðmið (±5 ár) af sama kyni sem áttu neikvætt sýni á sama tímabili. Viðtöl við tilfelli og viðmið greind á sýklafræðideild LSH og auk yfirferðar sjúkraskráa þegar við átti. Niðurstöður: Alls greindust 128 tilfelli CDI >18 ára, þar af 111 á sýkla- fræðideild LSH. Nýgengi: 54 sýkingar per 100.000 >18 ára, jókst með hækkandi aldri (319 tilfelli per 100.000 >86 ára). 27% sýkinga voru taldar samfélagssýkingar. Sjálfstæðir áhættuþættir: dicloxacillin (OR 7,55, 95% CI 1,89-30,1), clindamycin (OR 6,09, 95% CI 2,23-16,61), ceftriaxone (OR 4,28, 95% CI 1,59-11,49), búseta á dvalarheimili (OR 3,9, 95% CI 1,69- 9,16) og sjúkrahúslega (<6v) (OR 2,3,95% CI 1,37-3,87). Alls tóku 60/111 (54%) tilfellum gegn 91/222 (41%) viðmiðum próton pumpu hemla (PPIs), (p=0,019) og 19/111 (17%) tilfellum móti 19/222 (9%) viðmiðum ciprofloxacin, (p=0,027). Af 103 tilfellum með fyrstu CDI fengu 93/103 (90%) meðferð, þar af 92 metronidazole og 1 vancomycin. Einn kúr af metronidazole dugði 69/92 (75%) en 14% þurftu annan kúr og 11% var skipt í vancomycin. Bakslag varð hjá 23/103, þar af hjá 17 innan 28 daga en hinum 6 innan 90 daga. CDI var talið eiga þátt í 4/11 tilfellum sem létust innan 30 daga frá greiningu, þó ekki aðalorsök. Ályktun: Eldri sjúklingar með nýleg tengsl við sjúkrastofnanir og notkun breiðvirkra sýklalyfja eru í mestri áhættu. Fleiri í hópi tilfella notuðu PPI. Bata fengu 75% eftir eina meðferð af metronidazole. 60 Meirihluti sjúklinga með ristil- eða endaþarmskrabbamein sem finnst við ristilspeglun er með blæðingartengd einkenni Jóharrn Páll Hreinsson', Einar S. Björnsson1,2 'Læknadeild HÍ2, meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala eimrsb@tandspitali.is Bakgrunnur: Lítið er til af vísindalegum rannsóknum um fyrstu ein- kenni ristil- og endaþarmskrabbameins. Enn fremur eru upplýsingar um fylgni einkenna sjúklinga og niðurstöðu ristilspeglunar dræmar. Okkar markmið var að meta hlutfall sjúklinga greinda með ristil- eða 28 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.