Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 38
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 87 Sjúkdómseinkenni í fjölskyldu með lófaþelssjúkdóm Kristján G. Guðmundsson', Þorbjöm Jónsson2, Reynir Arngrímsson3 ’Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins í Glæsibæ, 2Blóðbankanum, 3lífefna- og sameindalíffræðisviði læknadeildar og erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala reynirar@landspitali.is Inngangur: Orsakir lófaþelssjúkdóms eru óþekktar, en fjölskyldulægni hefur verið lýst. Hann einkennist af ofvexti á bandvef í lófaþeli og ummyndun frumna úr bandvefsfrumum í afbrigði af vöðva- og band- vefsfrumum. Tíðni sjúkdómsins á íslandi er um 20% meðal karla eykst með aldri. Sjúkdóminn er hægt að stiga eftir alvarleika og einnig eftir dreifingu annara meðfylgjandi einkenna. Markmið: Að lýsa sjúkdómeinkennum í stórri fjölskyldu með lófaþels- sjúkdóm og kanna svip - og arfgerðarmynstur. Efniviður og aðferðir: Eftir greiningu á fjölskyldu með háatíðni af lófa- þelsjúkdómi voru fjölskyldumeðlimir skoðaðir með skipulegum hætti og einkenni bandvefssjúkdóma skráð. Bæði einkenna frá lófa utan hans. Lagt var mat á erfða- og svipgerðarmynstur. Sjúkdómurinn var stigaður eftir alvarleika. Engin merki um sjúkdóm = 1 stig. Hnútur (> 5 mm) eða strengur í lófa = 2 stig. Krepptir fingur (einn eða fleiri) = 3 stig. Meðferð með skurðaðgerð = 4 stig. Einnig var alvarleiki skráður skv. Dupuytren diathesis (DD) kerfi. Lýsandi tölfræði var notuð við samantekt tölulegra upplýsinga. Niðurstöður: Fjölskyldan reyndist vera stór og voru sjúkdómseinkenni metin hjá 26 einstaklingum í þremur kynslóðum. Þar af voru 17 með lófaþelssjúkdóm. Kynjahlutfall veikra var 4.6 (14 : 3). Meðalaldur við upphaf einkenna var 38.8 ár (Sd±15.3). Þeir yngstu (n=2) voru 20 ára þegar einkenni komu fram og sá elsti var 65 ára við upphaf einkenna. Meðalaldur við skoðun var 59.0 ár (Sd±14.9). Fjórtan voru með einkenni frá báðum lófum. Sex sjúklingar höfðu verið meðhöndlaðir með skurðað- gerð og átta voru með kreppta fingur. Hnútar Garrods greindust hjá tveimur einstaklingum og Ledderhose iljaþelshnútar fundust hjá fjórum einstaklingum. Meðal alvarleikastigafjöldi í fjölskyldunni var 2.7 stig (±1.1). Skv. DD kerfi var stigafjöldi 3.0±0.9. Ályktun: Fjölskyldulægum lófaþelssjúkdóm er lýst og sjúkdómsein- kenni er að finna bæði í lófaþeli, en einnig í bandvef utan lófans á fingrum og iljum. Erfðamynstur hallast helst að A- lihiings ríkjandi erfðum. Niðurstöðurnar skerpa á erfða- og svipgerðarmynstri í þessu algenga heilbrigðisvandamáli. 88 Gorlin-heilkenni með karlhormóna framleiðandi æxli í meðgöngu Reynir Amgrímsson1, Hildur Harðardóttir2 Tífefna- og sameindalíffræði læknadeildar HÍ ogerfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala,:fæðinga- og kvensjúkdómafræði læknadeildar HÍ og kvennadeild Landspítaia rcynirar@lilndspiUrii.is Inngangur: Gorlin-heilkenni er sjaldgæfur erfðasjúkdómur, einnig þekktur sem nevoid basal cell carcinoma syndrome (NBCCS). Tíðni hans er talin 1/57.000 til 1/256.000. Helstu einkenni sem lýst hefur verið eru mergð basalfrumu krabbameins í húð, blöðrumyndun í kjálkabeinum, húðþykknun í lófum og iljum, beinabreytingar, innankúpukalkannir og stundum sköpulagsgallar á augum. Oft mælast þessir einstaklingar höfuðstórir og stundum með skarð í vör eða góm. Um 5%-10% ein- staklinga greinast með illkynja heilaæxli. Góðkynja æxli (fibroma) á eggjastokkum eru vel þekkt. Markmið: Að lýsa fyrsta sérstæðri birtingarmynd sjaldgæfs erfðaheil- kennis. Lýsing á tilfelli: Við 16 ára aldur greindist stúlka með blöðrumyndanir í neðri kjálka og aftur síðar endurtekið í neðri og efri kjálka. í 25 viku fyrstu meðgöngu við 24 ára aldur fór rödd dýpkandi og hárvöxtur í and- liti og á búk varð áberandi. Við ómskoðun sást stórt æxli á eggjastokk. I kjölfar brottnáms æxlisins lést bamið. Vefjagreining var Luteoma í með- göngu. Tveimur árum síðar eignaðist hún heilbrigt barn. í aðdraganda þriðju meðgöngu leiddu rannsóknir til greiningar á Gorlin-heilkenni. Þá sáust greinileg merki um ördældir í lófum og myndgreining af höfði leiddi í ljós kalkanir í falx cerebri og litla blöðru við heilaköngul. Ekkert basal frumu húðæxli fannst við skoðun. Meinvaldandi stökkbreyting fannst í PTCH geni (c.623_624dupAG). Frekari rannsóknir leiddu í ljós að hér var um de-novo breytingu að ræða. Ályktun: Lífshorfur einstaklinga með þetta heilkenni er almennt ekki taldar skertar en sjúkdómurinn hefur veruleg áhrif á heilbrigði og lífs- gæði. Genið PTCH er gegnir hlutverki í þroskun og einnig sem æxlis- bæligen. Þó svo að góðkynja trefjaæxli í eggjastokkum séu vel þekkt í Gorlin-heilkenni, finnum við engin dæmi um að karlhormónaframleið- andi eggjastokkaæxlum hafi verið lýst. Við endurmat á vefjagreiningu æxlisins ber meinafræðingum ekki saman um hvort kalla skuli æxlið luteoma eða fibroma með luteniserandi breytingum. Hvort heldur sem er þá sjúkrasaga þessara konu einstök og á sér ekki hliðstæðu. Okkar mat er að karlkynshormónamyndandi eggjastokkaæxli sé mjög sjaldgæft einkenni en geti verið hluti af Gorlin-heilkenni. 89 Leit að áhrifastökkbreytingum í genum á völdum svæðum á litningum 2p, 6q og 14q í fjölskyldu með háa tíðni brjóstakrabbameins Óskar Örn Hálfdánarson1, Aðalgeir Arason1-2, Guðrún Jóhannesdóttir1, Ólafur Friðjónsson3, Elísabet Guðmundsdóttir4, Bjarni A. Agnarsson5, Óskar Þór Jóhannsson6, Inga Reynisdóttir1 Rósa Björk Barkardóttir1-2 'Sameindameinafræði- og frumulíffræðieiningu, rannsóknastofu HÍ í meinafræði Landspítala, 2BMC heilbrigðisvísindasviði HÍ, 3Matís ohf., 4Roche NimbleGen, 5rannsóknarstofa í HÍ meinafræði, ‘ krabbameinslækningadeild Landspítaia oskaroh@Landspitali. is Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameins meðal kvenna. Með tilliti til fjölskyldusögu koma 5-10% greindra einstaklinga úr fjölskyldum með háa tíðni meinsins. Stærstur hluti þeirra fjölskylda er án tengsla við þekktar stökkbreytingar í genum á borð við BRCAl og BRCA2, og kallast BRCAx-fjölskyldur. í undanfara þeirrar rannsóknar sem er kynnt hér var sýnt fram á tengsl svæða á litningum 2p, 6q og 14q við brjóstakrabbamein í íslenskri BRCAx-fjölskyldu (70234). Markmið: Markmið raimsóknarinnar er að finna stökkbreytingar á litningasvæðum 2p, 6q og 14q í fjölskyldu 70234 sem eru líklegar til þess að valda aukinni hættu á myndun brjóstakrabbameins. Aðferðir: Valin svæði á litningum 2p, 6q og 14q í fjórum sýnum úr fjöl- skyldu 70234 voru raðgreind með 454-háhraðaraðgreiningu. Frávik frá viðmiðunarröð voru skoðuð og mat lagt á hvaða breytileikar væru líklegir til þess að hafa áhrif á virkni þeirra gena sem báru þá. SIFT og Polyphen2 voru notuð til að leggja mat á mögulega skaðsemi SNP breyti- leika. Kandidatbreytingar sem voru sannreyndar í fjölskyldu meðlimum voru skimaðar í völdum fjölskylduefnivið, óvöldum sjúklingahóp og viðmiðunarhóp. Kí-kvaðrat próf var notað til að meta hvort marktækur munur væri á samsætutíðni milli hópa. Niðurstöður: Kímlínu breytileikar staðsettir á prótein kóðandi svæðum og sameiginlegir öllum 4 sýnunum reyndust 148, þar af 145 SNP og 3 fasaheldnir (non-frameshift). Af 145 SNPbreytileikum reyndust 75 þeirra fá breytta amínósýru (voru non-synonymous). SNP (rs9282858) í SRD5A2 38 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.