Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 26
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 viðkomandi ár, yfirleitt fjölónæmir stofnar með sama næmismunstur. Dreifing hjúpgerða milli ára var breytileg. Ályktun: Pneumókokkar með minnkað penicillínnæmi eru mun algeng- ari í sýnum bama með öndunarfærasýkingar en í sýnum frá heilbrigðum leikskólabömum. Þá er vitað að sýklalyfjanotkun eykur hættuna á að bera ónæma stofna. Færri hjúpgerðir sem em í bóluefnunum ræktuðust árið 2011 en árin tvö á undan, þrátt fyrir að ungbarnabólusetning gegn pneumókokkum væri ekki hafin. Allar hjúpgerðir pneumókokka sem höfðu minnkað penicillínnæmi er að finna í bóluefnunum. Mikilvægt er að fylgjast með dreifingu og algengi mismunandi hjúpgerða pneumókokka til að betur megi segja fyrir um sýklalyfjanæmi og áhrif bólusetningarinnar. 52 Neysla lýsis tengist lægri tíðni á fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum til tveggja ára aldurs Michael Clausen* 1, Hildur S. Ragnarsdóttir3 *, Ingibjörg H Halldórsdóttir2, Kristrún E. Sigurðardóttir3, Kristján Jónasson,< Doreen McBride3, Thomas Keil5, Kirsten Beyer6, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir-3 'Barnaspítala Hringsins, 3ónæmisfræðideild Landspítala, Tæknadeild HÍ, 'verkfræði- og náttúruvísindasviði - iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ, 5Institute of Social Medicine, Epidemiology and Health Economics, Charité University Medical Center, Berlin, '’Department of Paediatric Pneumology and Immunology, Charité University Medical Center, Bertin inc@landspitali.is Inngangur: Fæðuofnæmi var rannsakað hjá hópi íslenskra barna frá fæðingu til 2,5 árs aldurs. Þessi rannsókn er hluti af EuroPrevall, alþjóð- legri framskyggnri hóprannsókn á fæðuofnæmi. Aðferðir: íslenskum börnum var fylgt með spurningalistum handa for- eldrum fyrir fæðingu, við 12 og 24 mánaða aldur. Á þriggja mánaða fresti voru foreldrar minntir á að láta vita af einkennum um fæðuofnæmi. Þegar grunur var um fæðuofnæmi var barnið metið af hjúkrunarfræðingi og í framhaldi skoðað af sérfræðingi í ofnæmissjúkdómum barna, gerð ofnæmishúðpróf og blóð tekið til mælingar á sértæku IgE (ImmunoCAP). Þegar rannsóknin benti til fæðuofnæmis var bamið sett í tvíblint fæðu- þolpróf (DBPCFC) með lyfleysu. Hugsanlegir áhrifaþættir voru metnir. Niðurstöður: Af 1346 börnum sem tóku þátt, svömðu foreldrar 1259 barna (94%) spurningalista við 24 mánaða aldur, 515 tilkynntu (41%) um einkenni og 249 (20%) voru skoðuð af barnaofnæmislækni. Skoðun og rannsóknir bentu til að 85 böm (6,8%) væm með fæðuonæmi. Af þeim fóru 73 börn í DBPCFC sem staðfesti fæðuofnæmi hjá 40 (3,2%). Staðfest fæðuofnæmi var fyrir eggjum (N=28; 2.2%), mjólk (N=12; 1%), fiski (N=8; 0.6%), jarðhnetum (N=6; 0.5%), hveiti (N=2; 0.2%), og trjáhnetum (N=l; 0.1%). Við 2 ára aldur var fæðuofnæmið horfið hjá 14 bömum (35%) skv. DBPCFC eða neyslu af slysni. Börn sem fengu ekki lýsi og vom með ofnæmissjúkdóma í fjölskyldunni voru líklegri til að hafa næmingu gegn fæðu en önnur(OR 3,207 (95% CI: 1,563-6,581)) Ályktun: 3,2% íslenskra bama undir 2 ára aldri fá sannanlegt fæðuof- næmi. Flest börn sem greindust með ofnæmi fyrir mjólk, eggjum, fiski og hveiti greindust á fyrsta aldursári. Við tveggja ára aldur hafði þriðjungur af fæðuofnæminu elst af. Hlutverk lýsis í vernd gegn fæðuofnæmi þyrfti að rannsaka í handahófskenndri, framskyggnri rannsókn. 53 Æsavöxtur á íslandi Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir', Sigríður Bára Fjalldal2, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir2 ’Öldrunarlækningadeild, 'innkirtladeild, iyfiækningasviöi Landspítala gudruthti@landspitali.is Inngangur: Æsavöxtur (ÆV) er sjaldgæfur sjúkdómur sem verður vegna offramleiðslu vaxtarhormóns (VH), oftast vegna æxlis í heiladingli. ÆV er fjölkerfasjúkdómur þar sem VH hefur vaxtaraukandi áhrif á fjölda líffæra. Einnig getur æxlið sjálft valdið skaða vegna fyrirferðar sinnar. Alvarlegir fylgikvillar sjúkdómsins valda hærri dánartíðni í þessum sjúklingahópi en almexmu þýði. Útlitsbreytingar, lyndisraskanir og stoðkerfiseinkenni skerða lífsgæði þessara einstaklinga. Markmið: Að safna klínískum upplýsingum um einstaklinga sem greinst hafa með ÆV á íslandi frá árinu 1955, skoða algengi sjúkdómsins, grein- ingaraðferðir, meðferð og horfur. Aðferðir: Leitað var í rafrænni sjúkraskrá Landspítala eftir upplýsingum um einstaklinga sem greindust með ÆV á árunum 1955-2011 auk þess sem leitað var til starfandi sérfræðinga í innkirtla- og efnaskiptalækn- ingum á íslandi sem stunda fullorðna sjúklinga. Eingöngu var stuðst við skriflegar upplýsingar úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Fjörutíu og sex manns (19 kvk, 27 kk) greindust með æsavöxt á árunum 1955 til 2011, þar af 16 á síðustu 6 árunum. Meðalaldur við greiningu var 43,1 ár. Einkenni höfðu verið lengi til staðar fyrir grein- ingu í langflestum tilfellum, í þremur tilfellum í a.m.k. 15 ár. Algengustu einkenni við greiningu voru stækkun á höndum og/eða fótum og breyt- ing á andlitsfalli. 21 einstaklingur (45,7%) var með háþrýsting. Ályktun: Nýgengi ÆV á íslandi reyndist hærra en lýst hefur verið aimars staðar. Á síðustu 6 árum tímabilsins greindust 8.6 einstaklingar / milljón / ár sem er meira en tvöfalt hærra en birtar tölur hafa gefið til kynna. Áhugavert þykir að næstum 46% einstaklinganna höfðu háþrýsting sem undirstrikar mikilvægi hormónaraskanna sem orsök háþrýstings. 54 Arfgerð og svipgerð ofvaxtarhjartavöðvakvilla á íslandi Berglind Aðalsteinsdóttir1-2, Polarkit Teekakirikul3, Christine Seidman3, Barry Maron1, Ragnar Danielsen1, Jonathan Seidman3, Gunnar Þór Gunnarsson15 1. Landspítala, 2. læknadeild HÍ, 3. Harvard Medical School, Boston, 4. Minneapolis Heart Institute, 5. Sjúkrahúsinu á Akureyri bergla@landspitali.is Inngangur: Ofvaxtarhjartavöðvakvilli (skammstafað HCM) er algengasti arfgengi hjartasjúkdómurinn. Orsök er rakin til stökkbreytinga í genum sem kóða fyrir samdráttarpróteinum hjartavöðvafrumna, en sjúkdóms- mynd getur verið mjög breytileg. Markmið: Markmið rarmsóknarirmar er að kanna algengi, svipgerð og arfgerð HCM á íslandi og auka skilning á svipgerð og sýnd þeirra stökk- breytinga sem valda HCM á íslandi. Aðferðir: í rannsóknarþýðinu eru allir sem greinst hafa með HCM á íslandi á tímabilinu 1997 til 2010 samkvæmt sjúkraskrárkerfi og ómunar- gagnabanka LSH, Læknasetursins og FSA. Upplýsinga um svipgerð er að hluta til aflað úr sjúkraskrám. Sjúklingum er boðið að koma í viðtal og blóðprufu í tengslum við erfðarannsókn. Erfðafræðilegi hluti rann- sóknarinnar er unninn á rannsóknarstofu Harvard Medical School, Boston. Skimað er fyrir c.927-2A>G stökkbreytingu í MYBPC3 geni sem hefur áður verið lýst á íslandi. í þeim tilfellum sem þessi stökkbreyting finnst ekki verða 8 þekkt HCM gen raðgreind og 3 gen (GLA, LAMP2, PRKAG2) sem tengjast öðrum arfgengum sjúkdómum sem geta valdið hjartavöðvaþykknun. Nánustu ættingjum þeirra sem greinast með HCM stökkbreytingu verður boðin þátttaka í rannsókninni. Fyrirhugað er að bjóða þátttakendum að koma í hjartaómskoðun og mæla lífefnavísa í blóði (MMP-1, TIMP-1, PICP) sem geta endurspeglað bandvefsmyndun. Niðurstöður: Alls hafa fundist 177 sjúklingar með HCM greiningu. Niðurstaða erfðarannsókna liggur fyrir hjá 131, þar af eru 71 (54%) með c.927-2A>G stökkbreytingu í MYBPC3, 4 (3%) eru með áður óþekktar stökkbreytingar í MYBPC3 og 1 er með stökkbreytingu í MYH7. Fimm hafa greinst með erfðabreytileika í alpha-galactosidasa geni (GLA), Fabry 26 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.