Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 26
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 viðkomandi ár, yfirleitt fjölónæmir stofnar með sama næmismunstur. Dreifing hjúpgerða milli ára var breytileg. Ályktun: Pneumókokkar með minnkað penicillínnæmi eru mun algeng- ari í sýnum bama með öndunarfærasýkingar en í sýnum frá heilbrigðum leikskólabömum. Þá er vitað að sýklalyfjanotkun eykur hættuna á að bera ónæma stofna. Færri hjúpgerðir sem em í bóluefnunum ræktuðust árið 2011 en árin tvö á undan, þrátt fyrir að ungbarnabólusetning gegn pneumókokkum væri ekki hafin. Allar hjúpgerðir pneumókokka sem höfðu minnkað penicillínnæmi er að finna í bóluefnunum. Mikilvægt er að fylgjast með dreifingu og algengi mismunandi hjúpgerða pneumókokka til að betur megi segja fyrir um sýklalyfjanæmi og áhrif bólusetningarinnar. 52 Neysla lýsis tengist lægri tíðni á fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum til tveggja ára aldurs Michael Clausen* 1, Hildur S. Ragnarsdóttir3 *, Ingibjörg H Halldórsdóttir2, Kristrún E. Sigurðardóttir3, Kristján Jónasson,< Doreen McBride3, Thomas Keil5, Kirsten Beyer6, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir-3 'Barnaspítala Hringsins, 3ónæmisfræðideild Landspítala, Tæknadeild HÍ, 'verkfræði- og náttúruvísindasviði - iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ, 5Institute of Social Medicine, Epidemiology and Health Economics, Charité University Medical Center, Berlin, '’Department of Paediatric Pneumology and Immunology, Charité University Medical Center, Bertin inc@landspitali.is Inngangur: Fæðuofnæmi var rannsakað hjá hópi íslenskra barna frá fæðingu til 2,5 árs aldurs. Þessi rannsókn er hluti af EuroPrevall, alþjóð- legri framskyggnri hóprannsókn á fæðuofnæmi. Aðferðir: íslenskum börnum var fylgt með spurningalistum handa for- eldrum fyrir fæðingu, við 12 og 24 mánaða aldur. Á þriggja mánaða fresti voru foreldrar minntir á að láta vita af einkennum um fæðuofnæmi. Þegar grunur var um fæðuofnæmi var barnið metið af hjúkrunarfræðingi og í framhaldi skoðað af sérfræðingi í ofnæmissjúkdómum barna, gerð ofnæmishúðpróf og blóð tekið til mælingar á sértæku IgE (ImmunoCAP). Þegar rannsóknin benti til fæðuofnæmis var bamið sett í tvíblint fæðu- þolpróf (DBPCFC) með lyfleysu. Hugsanlegir áhrifaþættir voru metnir. Niðurstöður: Af 1346 börnum sem tóku þátt, svömðu foreldrar 1259 barna (94%) spurningalista við 24 mánaða aldur, 515 tilkynntu (41%) um einkenni og 249 (20%) voru skoðuð af barnaofnæmislækni. Skoðun og rannsóknir bentu til að 85 böm (6,8%) væm með fæðuonæmi. Af þeim fóru 73 börn í DBPCFC sem staðfesti fæðuofnæmi hjá 40 (3,2%). Staðfest fæðuofnæmi var fyrir eggjum (N=28; 2.2%), mjólk (N=12; 1%), fiski (N=8; 0.6%), jarðhnetum (N=6; 0.5%), hveiti (N=2; 0.2%), og trjáhnetum (N=l; 0.1%). Við 2 ára aldur var fæðuofnæmið horfið hjá 14 bömum (35%) skv. DBPCFC eða neyslu af slysni. Börn sem fengu ekki lýsi og vom með ofnæmissjúkdóma í fjölskyldunni voru líklegri til að hafa næmingu gegn fæðu en önnur(OR 3,207 (95% CI: 1,563-6,581)) Ályktun: 3,2% íslenskra bama undir 2 ára aldri fá sannanlegt fæðuof- næmi. Flest börn sem greindust með ofnæmi fyrir mjólk, eggjum, fiski og hveiti greindust á fyrsta aldursári. Við tveggja ára aldur hafði þriðjungur af fæðuofnæminu elst af. Hlutverk lýsis í vernd gegn fæðuofnæmi þyrfti að rannsaka í handahófskenndri, framskyggnri rannsókn. 53 Æsavöxtur á íslandi Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir', Sigríður Bára Fjalldal2, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir2 ’Öldrunarlækningadeild, 'innkirtladeild, iyfiækningasviöi Landspítala gudruthti@landspitali.is Inngangur: Æsavöxtur (ÆV) er sjaldgæfur sjúkdómur sem verður vegna offramleiðslu vaxtarhormóns (VH), oftast vegna æxlis í heiladingli. ÆV er fjölkerfasjúkdómur þar sem VH hefur vaxtaraukandi áhrif á fjölda líffæra. Einnig getur æxlið sjálft valdið skaða vegna fyrirferðar sinnar. Alvarlegir fylgikvillar sjúkdómsins valda hærri dánartíðni í þessum sjúklingahópi en almexmu þýði. Útlitsbreytingar, lyndisraskanir og stoðkerfiseinkenni skerða lífsgæði þessara einstaklinga. Markmið: Að safna klínískum upplýsingum um einstaklinga sem greinst hafa með ÆV á íslandi frá árinu 1955, skoða algengi sjúkdómsins, grein- ingaraðferðir, meðferð og horfur. Aðferðir: Leitað var í rafrænni sjúkraskrá Landspítala eftir upplýsingum um einstaklinga sem greindust með ÆV á árunum 1955-2011 auk þess sem leitað var til starfandi sérfræðinga í innkirtla- og efnaskiptalækn- ingum á íslandi sem stunda fullorðna sjúklinga. Eingöngu var stuðst við skriflegar upplýsingar úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Fjörutíu og sex manns (19 kvk, 27 kk) greindust með æsavöxt á árunum 1955 til 2011, þar af 16 á síðustu 6 árunum. Meðalaldur við greiningu var 43,1 ár. Einkenni höfðu verið lengi til staðar fyrir grein- ingu í langflestum tilfellum, í þremur tilfellum í a.m.k. 15 ár. Algengustu einkenni við greiningu voru stækkun á höndum og/eða fótum og breyt- ing á andlitsfalli. 21 einstaklingur (45,7%) var með háþrýsting. Ályktun: Nýgengi ÆV á íslandi reyndist hærra en lýst hefur verið aimars staðar. Á síðustu 6 árum tímabilsins greindust 8.6 einstaklingar / milljón / ár sem er meira en tvöfalt hærra en birtar tölur hafa gefið til kynna. Áhugavert þykir að næstum 46% einstaklinganna höfðu háþrýsting sem undirstrikar mikilvægi hormónaraskanna sem orsök háþrýstings. 54 Arfgerð og svipgerð ofvaxtarhjartavöðvakvilla á íslandi Berglind Aðalsteinsdóttir1-2, Polarkit Teekakirikul3, Christine Seidman3, Barry Maron1, Ragnar Danielsen1, Jonathan Seidman3, Gunnar Þór Gunnarsson15 1. Landspítala, 2. læknadeild HÍ, 3. Harvard Medical School, Boston, 4. Minneapolis Heart Institute, 5. Sjúkrahúsinu á Akureyri bergla@landspitali.is Inngangur: Ofvaxtarhjartavöðvakvilli (skammstafað HCM) er algengasti arfgengi hjartasjúkdómurinn. Orsök er rakin til stökkbreytinga í genum sem kóða fyrir samdráttarpróteinum hjartavöðvafrumna, en sjúkdóms- mynd getur verið mjög breytileg. Markmið: Markmið rarmsóknarirmar er að kanna algengi, svipgerð og arfgerð HCM á íslandi og auka skilning á svipgerð og sýnd þeirra stökk- breytinga sem valda HCM á íslandi. Aðferðir: í rannsóknarþýðinu eru allir sem greinst hafa með HCM á íslandi á tímabilinu 1997 til 2010 samkvæmt sjúkraskrárkerfi og ómunar- gagnabanka LSH, Læknasetursins og FSA. Upplýsinga um svipgerð er að hluta til aflað úr sjúkraskrám. Sjúklingum er boðið að koma í viðtal og blóðprufu í tengslum við erfðarannsókn. Erfðafræðilegi hluti rann- sóknarinnar er unninn á rannsóknarstofu Harvard Medical School, Boston. Skimað er fyrir c.927-2A>G stökkbreytingu í MYBPC3 geni sem hefur áður verið lýst á íslandi. í þeim tilfellum sem þessi stökkbreyting finnst ekki verða 8 þekkt HCM gen raðgreind og 3 gen (GLA, LAMP2, PRKAG2) sem tengjast öðrum arfgengum sjúkdómum sem geta valdið hjartavöðvaþykknun. Nánustu ættingjum þeirra sem greinast með HCM stökkbreytingu verður boðin þátttaka í rannsókninni. Fyrirhugað er að bjóða þátttakendum að koma í hjartaómskoðun og mæla lífefnavísa í blóði (MMP-1, TIMP-1, PICP) sem geta endurspeglað bandvefsmyndun. Niðurstöður: Alls hafa fundist 177 sjúklingar með HCM greiningu. Niðurstaða erfðarannsókna liggur fyrir hjá 131, þar af eru 71 (54%) með c.927-2A>G stökkbreytingu í MYBPC3, 4 (3%) eru með áður óþekktar stökkbreytingar í MYBPC3 og 1 er með stökkbreytingu í MYH7. Fimm hafa greinst með erfðabreytileika í alpha-galactosidasa geni (GLA), Fabry 26 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.