Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 45
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 um. Ábendingar aðgerða voru góðkynja (n=28) og illkynja, eða grunur um illkynja (n=5) æxli. Miðgildi aldurs var 70 ár [37-90], jöfn kynja- skipting. Neðribrún æxlis var að meðaltali 8cm [0-18] frá endaþarmsopi og voru á bilinu 0,2-5,5cm í þvermál. Engir meiriháttar fylgikvillar komu fram í eða eftir aðgerð. I sex (18%) aðgerðum urðu minniháttar fylgikvillar, blæðing (n=2) og rof á lífhimnu (n=4) sem auðveldlega tókst að meðhöndla. í einu tilfelli var HGE-aðgerð breytt strax í opna aðgerð vegna stærðar og legu æxlis. Flest æxlanna voru góðkynja (n=25): Píplu- og títukirtilæxli með lággráðu (n=15) eða hágráðu (n=8) misvexti, og örvefur (n=2). Önnur voru illkynja (n=8), kirtilkrabbamein (n=7) og krabbalíki (n=l). Fimm (16%) sjúklingar fengu fylgikvilla eftir aðgerð. Fjórir fengu hita en af þeim fengu þrír einnig þvagtregðu. Einn fékk tímabundna garnalömun. Tveir sjúklingar fóru í brottnám á endaþarmi í kjölfar HGE vegna djúpvaxtar æxlis. Ályktun: HGE-aðgerðir hafa reynst góður valkostur við opna aðgerð, þegar fjarlægja á útvöld æxli. Árangur aðgerða og tíðni minniháttar fylgikvilla er mjög sambærileg niðurstöðum erlendra rannsókna. Engir meiriháttar fylgikvillar hafa komið upp í eða eftir HGE-aðgerðir á íslandi. 109 Bráð briskirtilsbólga á Landspítala - framsýn rannsókn á nýgengi, orsökum og fylgikvillum Hanna Viðarsdóttir', Páll Helgi Möller14, Hildur Þórarinsdóttir3, Hanna Torp2, Halla Viðarsdóttir2, Einar Stefán Bjömsson3-4 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2skurðlækningadeild, 3meltingarfæradeild Landspítala, Mæknadeild Háskóla íslands hanmvidars@gmail.com Inngangur: Bráð briskirtilsbólga leiðir oft til innlagnar og getur valdið alvarlegum fylgikvillum. Nýgengi af fyrsta kasti bráðrar briskirtilsbólgu á Suðvesturlandi var 32 á 100.000 íbúa í íslenskri rannsókn frá 1999. Á síðasta áratug hefur áfengisneysla aukist á íslandi frá 6 L árið 1999 í 8 L á mann árið 2010. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort nýgengi og orsakir hafi breyst á fslandi miðað við fyrri rannsókn. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn á sjúklingum eldri en 18 ára sem greindust með bráða briskirtilsbólgu á Landspítala frá 01.10 2010 til 30.9.2011. Skráðar voru upplýsingar um kyn, aldur, einkenni, orsakir og fylgikvilla. Niðurstöður: Alls greindust 134 sjúklingar með bráða briskirtilsbólgu, miðgildi aldurs 57 ár (IQR, 42-71), 78 karlar (58%). Af þessum voru 119 sjúklingar með fyrsta kast bráðrar briskirtilsbólgu. Nýgengi á Suðvesturlandi var 53/100.000. Orsakir voru gallsteinar í 52 tilfellum (42%), áfengi í 29 (23%), ERCP í 12 (9,5%), lyf í 10 (8%), óþekkt orsök í 15 (12%) og aðrar orsakir sjö (5,5%). Alls höfðu 63 sjúklingar (50%) CRP >210 mg/L á fyrstu fjórum dögunum eða >120 mg/L fyrstu vikuna eftir komu. Alls fengu sjö sjúklingar alvarlega fylgikvilla, þrír sjúklingar fengu drep í kirtilinn, tveir fengu sýndarblöðru, einn fékk nýmabilun og einn fékk ARDS en einungis einn þeirra lagðist á gjörgæslu. Enginn sjúklingur lést af bráðri briskirtilsbólgu. Ályktanir: Nýgengi bráðrar briskirtilsbólgu á Islandi hefur aukist en aðallega af síður alvarlegri briskirtilsbólgu. Tilfellum bráðrar bris- kirtilsbólgu af völdum gallsteina og áfengis hefur fjölgað en hlutfallslega hefur ekki orðið aukning á áfengistengdri briskirtilsbólgu þrátt fyrir aukna áfengisnotkun á fslandi. 110 Botnlangabólga á meðgöngu 1994-2009 Hrund Þórhallsdóttir', Elsa Björk Valsdóttir2'3, Ragnheiður I. Bjamadóttir'-3, Auður Smith1'3 ’Kvenna- og barnasviði, :skurðlækningadeild Landspítala, ’læknadeiid Háskóla íslands hrundtlio@gmail.com Bakgrunnur: Botnlangabólga er algengasti sjúkdómurinn sem krefst skurðaðgerðar hjá þunguðum konum án þess að tengjast sjálfri með- göngunni. Töf á greiningu getur haft alvarlega fylgikvilla í för með sér. Tilgangur rannsóknarinnar var að skrá nýgengi og meta árangur með- ferðar við bohilangabólgu á meðgöngu og sængurlegutíma (fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu) á Landspítala (LSH). Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkra- og mæðra- skrám kvenna sem greindust með botnlangabólgu á meðgöngu og sængurlegutíma á LSH1994-2009. Helstu breytur vom: meðgöngulengd við greiningu og fæðingu bams, sjúkdómseinkenni, greiningaraðferð, meðferð/tegund aðgerðar, fylgikvillar og niðurstöður meinafræðiskoð- unar. Niðurstöður: 63 konur uppfylltu skilyrði. Meðgöngulengd var 4 til 37 vikur og 4-42 dagar eftir fæðingu bams. Nýgengi sjúkdómsins á með- göngu er 0.07%. Algengasta kvörtunin var kviðverkur í hægri neðri fjórðungi. Greining var byggð á sjúkdómsmynd hjá 60 konum (97%) og jafnmargar gengust undir aðgerð. 51 (83%) fóm í kviðsjáraðgerð, 8 (13%) í opna aðgerð og ein gekkst undir keisaraskurð við greiningu. Þrjár voru eingöngu meðhöndlaðar með sýklalyfjum. f 78% tilfella var um staðfestan sjúkdóm að ræða, þar af vom 25% með rof á botnlanga. Tíðni fylgikvilla var 9,5%. Eitt tilfelli burðarmálsdauða kom upp í kjölfar fæðingar löngu fyrir tímann og var það eini alvarlegi fylgikvillinn á tímabilinu. Meðallegutími var 2,7 dagar. Tæplega 90% af þunguðu kon- unum náðu fullri meðgöngu. Ályktun: Nýgengi botnlangabólgu á meðgöngu á LSH er svipað og í ná- grannalöndum. Greining útfrá einkennum og skoðun er ásættanleg en segulómun er vannýtt til greiningar. Kviðsjáraðgerð við botnlangabólgu er örugg fyrir þungaðar konur og tíðni fylgikvilla er sæmbærileg niður- stöðum erlendra rannsókna. 111 Nýtt TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein - niðurstöður úr íslensku þýði skurðsjúklinga Húnbogi Þorsteinsson’, Ásgeir Alexandersson’, Hetgi J. ísaksson3, Hrönn Harðardóttir4, Steinn Jónsson1'4, Tómas Guðbjartsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði, 4lungnadeild Landspítala hunbogil@gmail.com Inngangur: Árið 2009 var gefið út nýtt og ítarlegra TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein önnur en smáfmmukrabbamein sem átti að spá betur um horfur sjúklinga en eldra stigunarkerfi frá 1997. Við bárum saman stigunarkerfin í vel skilgreindu þýði sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð við lungnakrabbameini á Islandi 1994-2008 og var miðað við stigun eftir aðgerð (pTMN) og reiknaðar heildarlífshorfur með aðferð Kaplan- Meier. Niðurstöður: Alls gengust 397 sjúklingar undir 404 aðgerðir, þar af voru 73% blaðnám, 15% lungnabrothiám og 12% fleyg-/geiraskurðir. Sjúklingum á stigi I fækkaði um 30 og sjúklingum á stigi II fjölgaði um 34 við endurstigun (tafla). Samtals fluttust 22 sjúklingar af stigi IB (T2N0) yfir á stig IIA (T2bN0) og 14 sjúklingar af stigi IB (T2N0) á stig ÍIB (T3N0). Innan stigs II færðust 42 af stigi IIB (T2N1) yfir á stig IIA (T2aNl). Þá færðust 7 sjúklingar af stigi IIIB (T4N0) á stig IIB (T3N0) LÆKNAblaðið 2012/98 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.