Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 41
VÍSINDI Á VORDÖGUM
FYLGIRIT 70
bandvefsumbreytingu. Stýrilsvæði miR200c-141 og miR205 voru
methyleruð í D492M sem gæti útskýrt minnkaða tjáningu. miR200c yfir-
tjáning í D492M frumum með lentiviral vektor olli minnkaðri tjáningu
einkennispróteina EMT og aukinni tjáningu þekjuvefspróteina. Þrívíð
ræktun og mótefnalitanir gáfu til kynna að frumur hafi tapað stofn-
frumueiginleikum.
Ályktun: Niðurstöður okkar sýna minnkaða tjáningu miR200 fjölskyld-
unnar í EMT-brjóstastofnfrumum, hugsanlega vegna methyleringar á
stýrilsvæðum hennar. Sýking D492M með miR200c yfirtjáandi vektor
sneri við EMT svipgerð og gaf frumum þekjuvefssvipgerð, án stofn-
frumueiginleika.
96 Vefjauppruni lungnatrefjunar og tengsl hennar við
bandvefsumbreytingu þekjufrumna
Hulda Rún Jónsdóttir1-2, Ragnar PálssonU4, Ari Jón Arason1-2, Sigríður Rut
Franzdóttir1-2, Helgi ísaksson3, Óiafur Baldursson4, Tómas Guðbjartsson521, Gunnar
Guðmundsson6, Þórarinn Guðjónsson1-2-8, Magnús Karl MagnússonU7'9.
Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri HÍ, 3rannsóknastofu í blóðmeinafræði,
3rannsóknastofu í meinafræði, Myfiækningasviði/hjarta- og lungnaskurðdeild 'iungnadeild
Landspttala, 7rannsóknastofu t lyfja- og eiturefnafræði, Mæknadeiid HÍ
hrjH@hi.is
Inngangur: Bandvefsumbreyting þekjufrumna (epithelial-to-mesenchy-
mal transition, EMT) er mikilvægt ferli í fósturþroska þar sem þekjuvefs-
frumur tapa þekjuvefstengslum, öðlast skriðhæfileika og taka á sig band-
vefslíka svipgerð. Nýlega hefur EMT verið tengt við ýmsa sjúkdóma, t.d.
krabbamein og bandvefsmyndun (fibrosis). Lungnatrefjun af óþekktri
orsök (Idiopathic Pulmonary Fibrosis, IPF) er alvarlegur lungnasjúk-
dómur og talið er að EMT kunni að spila hlutverk í tilurð sjúkdómsins.
Markmið: Að skoða IPF með ónæmisvefjalitunum með sérstaka áherslu
á kenniprótein tengd EMT og rannsaka EMT í lungnaþekjufrumum í
rækt.
Aðferðir: Vefjasýni úr sjúklingum með lungnatrefjun af óþekktri orsök
voru skilgreind með mótefnalitun gegn þekjuvefs- og bandvefskenni-
próteinum. EMT eiginleikar VA10 lungnafrumulínunnar voru einnig
rannsakaðir.
Niðurstöður:Ónæmisvefjalitanir sýna að keratin-14 og p63 eru sterkt tjáð
í þekjufrumum nálægt svæðum með virkni (fibroblastic foci) í lungna-
trefjun. Vimentin, kenniprótein fyrir bandvefsfrumur,virðist eiimig vera
tjáð í þekjufrumum í þessum sýnum. Þegar VA10 frumur voru ræktaðar
á sérhæfingaræti uxu upp tvær ólíkar svipgerðir, bandvefslíkar frumur
með þekjuvefsklösum inni á milli. Einangrun bandvefslíku frumnanna
og nánari skilgreining leiddi í ljós stöðuga bandvefsfrumusvipgerð.
Bandvefslíku frumurnar sýna aukna skriðeiginleika og aukið viðnám
gegn stýrðum frumudauða.
Ályktanir: Við höfum sýnt fram á tjáningu EMT kennipróteina íþekjuvef
IPF lungna ásamt því að sýna fram á EMT í basal-lungnafrumulínunni
VA10. Margt bendir til að basalfrumur lungnaþekjunnar gegni þýðingar-
miklu hlutverki við meinmyndun IPF. Áframhaldandi vinna miðar að
því að að skýra þátt EMT í tilurð IPF og hvaða sameindaþættir koma þar
við sögu.
97 Súrefnismettun í sjónhimnuæðum fyrir og eftir innsprautun
bevacizumab í glerhlaup
Sveinn Hákon Harðarson1-2, Ásbjörg Geirsdóttir1-2, Einar Stefánsson1-2
‘Augndeild Landspítala, Mæknadeitd HÍ
sveinnha@hi.is
Inngangur: Bevacizumab hemur myndun nýrra æða í sjónhimnu (retina)
eða æðahimnu (choroid.) og dregur úr bjúgmyndun, til dæmis í votri
hrörnun í augnbotnum. Möguleg aukaverkun er minnkað blóðflæði um
sjónhimnuæðar.
Markmið: Að kanna hvort innsprautun bevacizumab í glerhlaup hafi
áhrif á súrefnismettun í sjónhimnuæðum.
Aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) er byggður á augnbotna-
myndavél. Hann notar ljósgleypni við tvær bylgjulengdir til að reikna
súrefnismettun í megin sjónhimnuæðum. Mælingar voru gerðar á 15
einstaklingum með vota hrörnun í augnbotnum. Fyrri mælingin var gerð
fyrir innsprautun. Innsprautun í glerhlaup með 0,05mL af bevacizumab
(Avastin®, Genentech / Roche) var síðan framkvæmd þrisvar sinnum,
með eins mánaðar millibili. Súrefnismæling var endurtekin mánuði eftir
þriðju sprautu. Mælingar voru einnig gerðar einni viku eftir fyrstu inn-
sprautun í fimm einstaklingum með ýmist vota hrörnun í augnbotnum,
sjónhimnusjúkdóm í sykursýki eða bláæðalokun í sjónhimnu.
Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum var 92,2±5,6% fyrir inn-
sprautun og 92,7±5,8% mánuði eftir þriðju sprautu. Samsvarandi gildi
fyrir bláæðlinga voru 56,7±7,0% (fyrir) og 57,7±8,3% (eftir). Munurinn
var ekki marktækur (tvíþátta ANOVA og Bonferroni próf, p<0,05).
Súrefnismettun í bláæðlingum minnkaði úr 48,9±11,0% í 45,4±10,7%
(p=0,036, parað t-próf) í þeim fimm einstaklingum, sem mældir voru
einni viku eftir eina bevacizumab innsprautun.
Ályktun: Engar breytingar fundust í súrefnismettun í sjónhimnuæðum
einum mánuði eftir þriðju bevacizumab innsprautun í glerhlaup. Gera
má ráð fyrir að lítið eða ekkert sé eftir af lyfinu í glerhlaupi á þessum
tíma. Súrefnismettun lækkaði í bláæðlingum viku eftir fyrstu sprautu en
gera þarf stærri rannsókn til að skera úr um áhrifin.
98 Súrefnisbúskapur sjónhimnu í aldursbundinni hrörnun
í augnbotnum
Ásbjörg Geirsdóttiru, Sveirin Hákon Harðarson1-22, Ólafur Pálsson2, Ólöf Birna
Ólafsdóttir2, Jóna Valgerður Kristjánsdóttiru, Einar Stefánsson123
’Augndeild LSH, 2Læknadeild HÍ, 3Oxymap ehf.
asbjorgg@landspitali.is
Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (e. age-related
macular degeneration; AMD) er algengasta orsök óafturkræfrar blindu
í vestrænum ríkjum. Orsakir sjúkdómsins eru ekki að fullu kunnar en
hugmyndir eru uppi um að truflun á súrefnisbúskap gæti legið þar að
baki.
Markmið: Að meta hvort súrefnismettun í sjónhimnu sjúklinga með
byrjunarstig og vota lokastig AMD sé frábrugðin súrefnismettun heil-
brigðra einstaklinga.
Aðferðir: Súrefnismettun helstu slagæðlinga og bláæðlinga sjón-
himnunnar er metin með súrefnismæli (Oxymap ehf.) sem er byggður á
venjulegri augnbotnamyndavél. Augnbotnamyndir eru teknar samtímis
á tveimur mismunandi bylgjulengdum og hugbúnaður reiknar út súr-
efnismettun í æðum sjónhimnunnar. Súrefnismettun sjónhimnuæða var
mæld í 24 sjúklingum með byrjunarstig AMD, 26 sjúklingum með vota
lokastig AMD og 14 heilbrigðum sjálfboðaliðum. AMD sjúklingarnir
með byrjunarstig voru 76±9 ára (meðaltal±staðalfrávik) og þeir með vota
lokastigið voru 80±7 ára en heilbrigðu einstaklingarnir 72±5 ára.
Niðurstöður: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnunnar var
50,6±8,5% í heilbrigða viðmiðunarhópnum en 56,3±7,8% hjá sjúklingum
með byrjunarstig AMD (p=0,04) og 57,5±8,3% í vota lokastigi AMD
(p=0,02). Súrefnismettun í slagæðlingum var svipuð í öllum hópum
LÆKNAblaðið 2012/98 41