Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 50
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 Ályktun: Óráð er algengur og alvarlegur fylgikvilli skurðaðgerða. DOS er góður kostur til að nota við reglubundna skimun fyrir einkennum þess hjá sjúklingum eftir skurðaðgerð. Þekking á áhættuþáttum og einkennum er mikilvæg til að greina þá sem eru í aukinni hættu, forð- ast áhættuþætti og greina snemmkomin einkenni. Hægt er að draga verulega úr óráði með fyrirbyggjandi meðferð. 124 Heilahimnubólga af völdum baktería hjá fullorðnum á íslandi 1995-2010 Ásgerður Þórðardóttir1, Sigurður Guðmundsson1-2, Bryndís Sigurðardóttir12, Helga Erlendsdóttir1'3, Hjördís Harðardóttir3, Magnús Gottfreðsson1-3 'Læknadeild HÍ, :smitsjúkdómadeild, 'sýklafræöideild Landspítala asath48@gnmiiconi Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er alvarlegur sjúk- dómur með dánartíðni allt að 20%. Rannsóknin er gerð sem framhald rannsóknar á heilahimnubólgu fullorðinna (16+) á íslandi 1975-1994, sem framkvæmd var 1994. Núverandi rannsókn nær til áranna 1995- 2010. Markmið rannsóknarinnar er að skoða faraldsfræði sjúkdómsins á íslandi. Efni og aðferðir: Notast varviðsjúkraskrárLandspítala ogSjúkrahússins á Akureyri og gögn sýklafræðideildar Landspítalans. Einnig fengust gögn um meningókokka og pneumókokka sem áður hafði verið safnað. Rannsóknartímabilinu var skipt upp í tvo jafna hluta m.t.t. upphafs á bólusetningu gegn meningókokkum af grúppu C í október 2002. Niðurstöður: Hundrað og sautján sjúklingar voru greindir í 118 til- fellum. Helstu sýkingarvaldar sjúkdómsins voru meningókokkar (39%) og pneumókokkar (28%) eins og búist var við. Alls voru 119 bakteríur greindar þar sem einn sjúklingur var með tvær bakteríur sem sjúkdóms- vald. Einungis 21% sjúklinga höfðu þrenningu einkenna heilahimnu- bólgu - hita, hnakkastífleiki og minnkuð meðvitund. Nýgengi N. men- ingitidis féll í kjölfar bólusetningar og voru 75% tilfella meningókokka á fyrri hluta rannsóknartímabilsins á meðan fjöldi pneumókokkasýkinga hélst jafn á báðum tímabilunum. Nýgengi sveiflaðist mjög á milli ára, en var að meðaltali 3,2 sjúklingar á hverja 100.000 íbúa á ári og lækkaði marktækt á milli fyrri og síðari hluta tímabilsins. Dánartíðni lækkaði um 6% á milli fyrra og síðara tímabilsins, úr 18,8% í 12,2%. Umræða: Færri sjúklingar greindust á síðari hluta rannsóknartímabils- ins en á því fyrra og má rekja það beint til meningókokka bólusetn- ingarinnar sem hófst í október 2002. Dánartíðnin lækkaði einnig á milli tímabila sem er jákvæð þróun. 125 Viðbrögð við jákvæðum blóðræktunum á Landspítala - janúar til ágúst 2010 Katrín Hjaltadóttir1, Helga Erlendsdóttir1-2, Hjördís Harðardóttir3, Már Kristjánssonu, Sigurður Guðmundssonu'* ‘I.æknadeild HÍ, -sýklafræöideild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala, 'heilbrigöisvísindasvið HÍ kalrinhjalta@gniail.com Inngangur: Árlega greinast um 1000 einstaklingar með jákvæðar blóð- ræktanir á sýklafræðideild Landspítala. Rannsóknir segja að því fyrr sem sýklalyf eru gefin þessum einstaklingum, þeim mun betri eru horfumar. Markmið: Að kanna hversu langur tími líður frá því fyrstu upplýsingar um jákvæða blóðræktun liggja fyrir, þar til sýklalyfjameðferð hefst. Einnig, hversu margir voru þegar komnir á sýklalyfjameðferð, hvaða meðferð, hversu oft upplýsingar Sýklafræðideildar leiddu til breytinga á meðferð og hver afdrif sjúklinganna urðu. Aðferðir: Allar jákvæðar blóðræktanir frá janúar til og með ágúst 2010 voru teknar með. Gögnin fengust úr Glims (tölvukerfi sýklafræðideild- ar), Therapy (lyfjakerfi Landspítala), lyfjablöðum frá Barnaspítala og Sögu (sjúkraskráningakerfi Landspítala). Niðurstöður: Alls greindust 627 einstaklingar með jákvæðar blóð- ræktanir á tímabilinu, þar af vom 36,8% álitin mengun. Nær allir (97%) vom settir á sýklalyf og var ceftríaxón oftast fyrsta val, þar á eftir kom amoxicillín/klavúlansýra. Tími frá sýnatöku að fyrstu sýklalyfjagjöf var að meðaltali 7,5 klst. Breyting á meðferð var gerð í 66% tilvika, að meðal- tali tæpum sólarhring eftir tilkynningu um jákvæða ræktun. Hjá um 30% sjúklinga var haft samráð við smitsjúkdómalækni um meðferð. Alls létust 40 einstaklingar (6%) innan 30 daga frá sýnatöku. Umræða: Flestir sjúklingarnir fengu sýklalyf og fyrsta meðferð var í meirihluta tilvika breiðvirk sýklalyf samkvæmt klínískum leiðbein- ingum. Stytta mætti tímann sem líður frá sýnatöku til sýklalyfjagjafar og þar með bæta horfur sjúklinga. Tekið skal fram að hluti sjúklinganna fær sýklalyf á bráðamóttökunni en gögn þaðan lágu ekki fyrir við vinnslu rannsóknarinnar. Ályktun: Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið framkvæmd áður og því ekki hægt að bera þessar niðurstöður saman við neinar aðrar. Þá skal hafa í huga að rannsókninni er ekki lokið og t.a.m. vantar upplýsingar frá bráðamóttöku um sýklalyfjagjafir. Óskandi er að niðurstöðurnar hjálpi til við að koma auga á hvar í ferlinu má gera betur og auka eftirlit með þessum sjúklingahópi. 126 Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu vellíðunarkvarða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO-5) Helga Berglind Guðmundsdóttir1, Daníel Þór Ólason1, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir2, Jón Friðrik Sigurdsson3 ’Háskóla fslands, 'landlæknisembættinu, 'geösviöi Landspítala helgbgud(at)landspitalUs Inngangur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt til að fimm atriða vellíðunarkvarði (World Health Organization Five Well-being Index (WHO-5)) verði notaður sem skimun fyrir geðlægð í heilsugæslu, telur hún að þar sem kvarðinn sé stuttur og jákvætt orðaður, henti hann til fyrirlagnar á mannmörgum biðstofum. Markmið: Eitt af markmiðum rannsóknarinnar Áhrif fjárhagserfiðleika á þunglyndistíðni hjá fslendingum, var að meta próffræðilega eigin- leika íslenskrar útgáfu WHO-5 kvarðans (WHO-5-Í). Þáttabygging hans var metin með staðfestandi þáttagreiningu. Samleitniréttmæti hans var kannað með fylgni við aðra þunglyndiskvarða. Aðgreiniréttmæti WHO- 5-í var athugað með ROC greiningu, þar sem miðað var við greininguna alvarleg geðlægð yfirstandandi samkvæmt geðgreiningarviðtali. Aðferð: Rannsóknin er hluti af stórri langtímarannsókn á heilsu og líðan íslendinga. Árið 2007 var spumingalisti lagður fyrir stórt til- viljunarúrtak fslendinga. Árið 2009 var nánast sami listi lagður aftur fyrir þá sem árið 2007 höfðu samþykkt að taka þátt í annarri fyrirlögn. Áætlað er að fá þriðju fyrirlögnina í byrjun árs 2013. Árið 2009 var ásamt WHO-5-Í, the Depression Anxiety Stress Scales (DASS) einnig lagður fyrir. Notast var við MINI Intemational Neuropsychiatric Interview (M.I.N.I.) geðgreiningarviðtalið sem lagt hafði verið fyrir í öðm úrtaki ásamt WHO-5-Í. Niðurstöður: Niðurstöður bentu til þess að baki atriðum WHO-5 væri einn þáttur, einnig bentu niðurstöður til þess að þáttabygging hans væri sú sama milli kynja. WHO-5 hafði marktækt hærri fylgni við 50 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.