Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 20
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 áhrifum á nýrnastarfsemi meðal eldra fólks. Tilgangur: Markmið rannsóknar var að skoða áhrif styrktaræfinga og próteindrykkja á nýmastarfsemi hjá eldra fólki. Aðferð: Þátttakendur vom fengnir með auglýsingu (N = 237, 73,7±5,7 ára, 58,2% konur) þar sem óskað var eftir þátttakendum í 12 vikna styrktaræfingar (3 sinnum í viku; 3 sett, 6-8 endurtekningar með 75-80% álag m.v. hámarksstyrk). Styrktaræfingamar voru þannig samsettar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum líkamans. Eftir hverja æfingu fengu þátttakendur nær- ingardrykk sem innihélt mysuprótein (20 g), mjólkurprótein (20 g) eða kolvetni (40 g) og var þátttakendum raðað tvíblint í næringardrykkja- hópana. Nýrnastarfsemi sem GFR fyrir og eftir íhlutun var mæld. Niðurstöður: Ekki varð martæk breyting á orkuneyslu þátttakenda á meðan íhlutun stóð yfir. GFR jókst eftir 12 vikna íhlutun (+4,4ml/ mín/l,73m2; P<0,001), þar sem breytingin varð sambærileg hjá báðum kynjum og í mismunandi aldurshópum. Breyting í GFR eftir íhlutun hafði ekki tengsl við líkamssamsetningu þátttakenda, næringardrykk né heildarneyslu próteins. Ályktun: Styrktaræfingar með próteinviðbót hafa ekki neikvæð áhrif á nýrnastarfsemi hjá eldra fólki. 33 Tengsl styrktarþjálfunar og CRP hjá eldra fólki Alfons Ramel', Atli Amarson', Ólöf Guðný Geirsdóttir'1, Kristín Briem/ Pálmi V. Jónsson3A, Inga Þórsdóttir' 'Rannsóknarstofu í næringarfræöi, Landspítala, matvæla- og næringarfræöideild heiibrigöisvísindasviði HI, 3námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ, 3öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ,4rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum alfons@landspitali.is Inngangur: CRP- bólguþáttur hefur verið tengdur auknum líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknir á tengslum CRP og hreyfingar hafa verið misvísandi sérstaklega með tilliti til þyngdartaps og breytinga áCRP Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif 12 vikna styrktarþjálfunar á CRP-blóðgildi hjá eldra fólki. Aðferðarfræði: Þátttakendur voru fengnir með auglýsingu (N=237, 73,7±5,7 ára, 58,2% konur) þar sem óskað var eftir þátttakendum í 12 vikna styrktaræfingar (3 sinnum í viku; 3 sett, 6-8 endurtekningar með 75-80% álag m.v. hámarksstyrk). Styrktaræfingarnar voru þannig sam- settar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum líkamans. Líkamssamsetning, styrkur yfir hné, gripstyrkur, hreyfifærni og CRP voru mæld við upphaf og við lok íhlut- unar. Niðurstöður: Meðalgildir CRP var í upphafi 7,1±4,6 mg/dL og var leið- rétt fyrir BMI (r=0,287, P<0,001), quadriceps styrk (r=-0,182, P=0,007) og 6 mínútna gönguhraða (r=-0,238, P<0,001). Fjölþátta tölfræðigreining sýndi að CRP hefur neikvætt spágildi fyrir 6 mínútna gönguhraða hjá konum (B=-2,9, P=0,029, leiðrétt fyrir aldri og BMI) en þetta sást ekki hjá körlum. Meðalgildi fyrir CRP breyttist ekki marktækt eftir íhlutunar- tímabilið, hinsvegar sást tilhneiging hjá þeim sem voru með hátt CRP að lækka meira CRP eftir íhlutun (r=0,569, P<0,001). Ályktun: Niðurstöður okkar sýna ákveðin tengsl CRP við vöðvastyrk og hreyfifæmi hjá eldri íslendingum, sem er þó að hluta til skýrt af aldri þátttakenda og BMI. Þessi íhlutun sýndi ekki fram á að styrktarþjálfun hefði áhrif á CRP hjá eldri íslendingum, hins vegar eru vísbendingar um að einstaklingar með hátt CRP gætu haft gagn af styrktarþjálfun. 34 Næringarmeðferð of þungra og of feitra 20-40 ára íslendinga: áhrif af 8 vikna upphafsátaki og/eða eftirfylgni og rafrænni leiðsögn í 12 mánuði Óla Kallý Magnúsdóttir, Alfons Ramel, Inga Þórsdóttir Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, Háskóla íslands olakally@landspilali.is Inngangur: Tíðni ofþyngdar og offitu hefur aukist mikið síðustu áratugi en of feitir einstaklingar eru í aukinni hættu á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Þörf er fyrir hagkvæmar aðgerðir til að takast á við offitufaraldurinn. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif 8 vikna upp- hafsátaks, með 30% orkuskertu mataræði, og/eða 12 mánaða eftirfylgni og rafrænni leiðsögn í næringarfræði, á mataræði, líkamsþyngd og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá of þungum 20-40 ára ein- staklingum. Aðferðir: Þátttakendum (20-40 ára, BMI=27,5-32,5 kg/m2) var skipt í þrjá hópa. Hópur 1 var á 8 vikna orkuskertu fæði án frekari eftirfylgni. Hópur 2 var á 8 vikna orkuskertu fæði og fékk auk þess 12 mánaða eftir- fylgni með vikulegri leiðsögn um mataræði í gegnum tölvupóst. Hópur 3 fékk einungis 12 mánaða leiðsögn um mataræði með vikulegum tölvu- póstum. Mataræði, líkamssamsetning og blóðsýni voru metin í upphafi og lok rannsóknar. Niðurstöður: 44 þátttakendur kláruðu íhlutunina. Þyngdartap eftir 12 mánuði var marktækt hjá hópi 1 (3,1 kg, P=0,046) og 2 (3,8 kg, P=0,006), en ekki hópi 3 (1,8 kg, P=0,204). 29% þátttakenda í hópi 1,36% í hópi 2 og 27% í hópi 3 misstu >5% af upphaflegri þyngd. Þeir sem misstu >5% af upphafsþyngd minnkuðu marktækt neyslu á fitu, mettuðum fitusýrum og transfitusýrum og viðbættum sykri. Jákvæðar breytingar sáust á blóðfitugildum hjá öllum hópum. Ályktun: Átta vikna upphafsátak með orkuskertu fæði skilaði sér í lægri líkamsþyngd 12 mánuðum síðar. Næringarfræðileg leiðsögn með tölvu- póstum í 12 mánuði hafði ekki aukin áhrif. Þátttakendur sem misstu meira en 5% af upphafsþyngd sinni eftir árið breyttu mataræði sínu í átt að Norrænu næringarráðleggingunum. 35 Fæðuvenjur og fylgni við blóðþrýsting meðal eldri íslendinga Atli Arnarson', Ólöf Guðný Geirsdóttiru, Alfons Ramel1 * * * * 6 * * * * * *, Pálmi V. Jónsson13, Laufey Steingrímsdóttir, Inga Þórsdóttir1 ’Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, heilbrigðisvísindasviði, matvæla- og næringarfræðideild, HÍ, 2öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ,3rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum atlia@landspitali.is Tilgangur: Tíðni langvinnra kvilla, eins og háþrýstings, eykst með auknum aldri en bættar fæðuvenjur og aðrir lífstílsþættir geta hægt á þessari þróun. Þar sem háþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma meðal aldraðra eru tengsl mataræðis og blóðþrýstings mikilvægt rannsóknarefni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif fæðuþátta á blóðþrýsting meðal eldri íslendinga á höfuðborgar- svæðinu og meta fæðuneyslu þeirra með samanburði við íslenskar og norrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 236 talsins, 65 ára og eldri, en eftir brottfall og útilokun vegna vanskráningar á mataræði varð endan- legur fjöldi 160 (68%). Mataræði var metið með þriggja daga veginni fæðuskráningu og blóðþrýstingur mældur eftir 12 tíma föstu. Niðurstöður: Flestir þátttakendur voru yfir lágmarksneyslu. Hinsvegar voru 19% undir lágmarksneyslu fyrir D-vítamín, 13% fyrir joð, 17% karla fyrir B6-vítamín, og 26% karla og 12% kvenna fyrir járn. Fáir voru undir 20 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.