Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 20
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 áhrifum á nýrnastarfsemi meðal eldra fólks. Tilgangur: Markmið rannsóknar var að skoða áhrif styrktaræfinga og próteindrykkja á nýmastarfsemi hjá eldra fólki. Aðferð: Þátttakendur vom fengnir með auglýsingu (N = 237, 73,7±5,7 ára, 58,2% konur) þar sem óskað var eftir þátttakendum í 12 vikna styrktaræfingar (3 sinnum í viku; 3 sett, 6-8 endurtekningar með 75-80% álag m.v. hámarksstyrk). Styrktaræfingamar voru þannig samsettar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum líkamans. Eftir hverja æfingu fengu þátttakendur nær- ingardrykk sem innihélt mysuprótein (20 g), mjólkurprótein (20 g) eða kolvetni (40 g) og var þátttakendum raðað tvíblint í næringardrykkja- hópana. Nýrnastarfsemi sem GFR fyrir og eftir íhlutun var mæld. Niðurstöður: Ekki varð martæk breyting á orkuneyslu þátttakenda á meðan íhlutun stóð yfir. GFR jókst eftir 12 vikna íhlutun (+4,4ml/ mín/l,73m2; P<0,001), þar sem breytingin varð sambærileg hjá báðum kynjum og í mismunandi aldurshópum. Breyting í GFR eftir íhlutun hafði ekki tengsl við líkamssamsetningu þátttakenda, næringardrykk né heildarneyslu próteins. Ályktun: Styrktaræfingar með próteinviðbót hafa ekki neikvæð áhrif á nýrnastarfsemi hjá eldra fólki. 33 Tengsl styrktarþjálfunar og CRP hjá eldra fólki Alfons Ramel', Atli Amarson', Ólöf Guðný Geirsdóttir'1, Kristín Briem/ Pálmi V. Jónsson3A, Inga Þórsdóttir' 'Rannsóknarstofu í næringarfræöi, Landspítala, matvæla- og næringarfræöideild heiibrigöisvísindasviði HI, 3námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ, 3öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ,4rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum alfons@landspitali.is Inngangur: CRP- bólguþáttur hefur verið tengdur auknum líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknir á tengslum CRP og hreyfingar hafa verið misvísandi sérstaklega með tilliti til þyngdartaps og breytinga áCRP Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif 12 vikna styrktarþjálfunar á CRP-blóðgildi hjá eldra fólki. Aðferðarfræði: Þátttakendur voru fengnir með auglýsingu (N=237, 73,7±5,7 ára, 58,2% konur) þar sem óskað var eftir þátttakendum í 12 vikna styrktaræfingar (3 sinnum í viku; 3 sett, 6-8 endurtekningar með 75-80% álag m.v. hámarksstyrk). Styrktaræfingarnar voru þannig sam- settar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum líkamans. Líkamssamsetning, styrkur yfir hné, gripstyrkur, hreyfifærni og CRP voru mæld við upphaf og við lok íhlut- unar. Niðurstöður: Meðalgildir CRP var í upphafi 7,1±4,6 mg/dL og var leið- rétt fyrir BMI (r=0,287, P<0,001), quadriceps styrk (r=-0,182, P=0,007) og 6 mínútna gönguhraða (r=-0,238, P<0,001). Fjölþátta tölfræðigreining sýndi að CRP hefur neikvætt spágildi fyrir 6 mínútna gönguhraða hjá konum (B=-2,9, P=0,029, leiðrétt fyrir aldri og BMI) en þetta sást ekki hjá körlum. Meðalgildi fyrir CRP breyttist ekki marktækt eftir íhlutunar- tímabilið, hinsvegar sást tilhneiging hjá þeim sem voru með hátt CRP að lækka meira CRP eftir íhlutun (r=0,569, P<0,001). Ályktun: Niðurstöður okkar sýna ákveðin tengsl CRP við vöðvastyrk og hreyfifæmi hjá eldri íslendingum, sem er þó að hluta til skýrt af aldri þátttakenda og BMI. Þessi íhlutun sýndi ekki fram á að styrktarþjálfun hefði áhrif á CRP hjá eldri íslendingum, hins vegar eru vísbendingar um að einstaklingar með hátt CRP gætu haft gagn af styrktarþjálfun. 34 Næringarmeðferð of þungra og of feitra 20-40 ára íslendinga: áhrif af 8 vikna upphafsátaki og/eða eftirfylgni og rafrænni leiðsögn í 12 mánuði Óla Kallý Magnúsdóttir, Alfons Ramel, Inga Þórsdóttir Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, Háskóla íslands olakally@landspilali.is Inngangur: Tíðni ofþyngdar og offitu hefur aukist mikið síðustu áratugi en of feitir einstaklingar eru í aukinni hættu á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Þörf er fyrir hagkvæmar aðgerðir til að takast á við offitufaraldurinn. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif 8 vikna upp- hafsátaks, með 30% orkuskertu mataræði, og/eða 12 mánaða eftirfylgni og rafrænni leiðsögn í næringarfræði, á mataræði, líkamsþyngd og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá of þungum 20-40 ára ein- staklingum. Aðferðir: Þátttakendum (20-40 ára, BMI=27,5-32,5 kg/m2) var skipt í þrjá hópa. Hópur 1 var á 8 vikna orkuskertu fæði án frekari eftirfylgni. Hópur 2 var á 8 vikna orkuskertu fæði og fékk auk þess 12 mánaða eftir- fylgni með vikulegri leiðsögn um mataræði í gegnum tölvupóst. Hópur 3 fékk einungis 12 mánaða leiðsögn um mataræði með vikulegum tölvu- póstum. Mataræði, líkamssamsetning og blóðsýni voru metin í upphafi og lok rannsóknar. Niðurstöður: 44 þátttakendur kláruðu íhlutunina. Þyngdartap eftir 12 mánuði var marktækt hjá hópi 1 (3,1 kg, P=0,046) og 2 (3,8 kg, P=0,006), en ekki hópi 3 (1,8 kg, P=0,204). 29% þátttakenda í hópi 1,36% í hópi 2 og 27% í hópi 3 misstu >5% af upphaflegri þyngd. Þeir sem misstu >5% af upphafsþyngd minnkuðu marktækt neyslu á fitu, mettuðum fitusýrum og transfitusýrum og viðbættum sykri. Jákvæðar breytingar sáust á blóðfitugildum hjá öllum hópum. Ályktun: Átta vikna upphafsátak með orkuskertu fæði skilaði sér í lægri líkamsþyngd 12 mánuðum síðar. Næringarfræðileg leiðsögn með tölvu- póstum í 12 mánuði hafði ekki aukin áhrif. Þátttakendur sem misstu meira en 5% af upphafsþyngd sinni eftir árið breyttu mataræði sínu í átt að Norrænu næringarráðleggingunum. 35 Fæðuvenjur og fylgni við blóðþrýsting meðal eldri íslendinga Atli Arnarson', Ólöf Guðný Geirsdóttiru, Alfons Ramel1 * * * * 6 * * * * * *, Pálmi V. Jónsson13, Laufey Steingrímsdóttir, Inga Þórsdóttir1 ’Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, heilbrigðisvísindasviði, matvæla- og næringarfræðideild, HÍ, 2öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ,3rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum atlia@landspitali.is Tilgangur: Tíðni langvinnra kvilla, eins og háþrýstings, eykst með auknum aldri en bættar fæðuvenjur og aðrir lífstílsþættir geta hægt á þessari þróun. Þar sem háþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma meðal aldraðra eru tengsl mataræðis og blóðþrýstings mikilvægt rannsóknarefni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif fæðuþátta á blóðþrýsting meðal eldri íslendinga á höfuðborgar- svæðinu og meta fæðuneyslu þeirra með samanburði við íslenskar og norrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 236 talsins, 65 ára og eldri, en eftir brottfall og útilokun vegna vanskráningar á mataræði varð endan- legur fjöldi 160 (68%). Mataræði var metið með þriggja daga veginni fæðuskráningu og blóðþrýstingur mældur eftir 12 tíma föstu. Niðurstöður: Flestir þátttakendur voru yfir lágmarksneyslu. Hinsvegar voru 19% undir lágmarksneyslu fyrir D-vítamín, 13% fyrir joð, 17% karla fyrir B6-vítamín, og 26% karla og 12% kvenna fyrir járn. Fáir voru undir 20 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.