Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 33
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 72 Kverkeitlar sórasjúklinga eru frábrugðnir kverkeitlum einstaklinga með endurteknar sýkingar Sigrún Laufey Sigurðardóttir* 1-2, Ragna Hlín Þorleifsdóttir2, Andrew Johnston3, Helgi Valdimarsson1 Ónæmisfræðideild Landspítala1, læknadeild HÍ:, Háskólanum í Michigan USA, húðlækningadeild3 sigrunls@landspitali.is Inngangun Sóri (psoriasis) er algengur T frumumiðlaður sjálfsofnæmis- sjúkdómur í húð er lýsir sér sem rauðar, upphleyptar skellur þaktar hvítu hreistri. Meingerð sóra virðist sterkt tengd við ónæmisvirkni kverkeitla þar sem hálsbólgur af völdum streptókokka orsaka eða valda versnun í sóraútbrotum auk þess sem sórasjúklingar fá oftar slíkar sýkingar. Markmið: Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort meðfædd ónæmis- svör sórasjúklinga væru afbrigðileg og leiði þar með til aukinnar tján- ingar á sameindum sem mikilvægar eru fyrir meingerð sóra. Aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur voru einangraðar úr 26 kverkeitlum úr sórasjúklingum (PST) og 20 kverkeitlum úr einstaklingum með endur- teknar sýkingar (RT). Frumumar voru litaðar fyrir ýmsum yfirborðsvið- tökum og svipgerð þeirra greind í flæðifrumusjá. Hálsstrok var greint með tilliti til bakteríusýkinga. Tölfræði var metin með Student's t-próf eða Mann-Whitney u-prófi, með marktækni p<0,05. Niðurstöður: T fmmur úr kverkeitlum sórasjúklinga tjáðu marktækt meira af húðrötunarsameindinni CLA heldur en T fmmur úr RT kverk- eitlum. f ljós kom að samband var á milli CLAjákvæðra frumna í kverk- eitlum og blóði sórasjúklinga fyrir kverkeitlatöku. Þá var ennfremur aukning á CCR6 jákvæðum og IL23R+ T fmmum í PST kverkeitlum. PST kverkeitlar voru marktækt oftar sýktir (p=0,0375) af bakteríum og þá sér- staklega streptókokkum af flokki C (p=0,04). Ályktun: Niðurstöðumar samræmast þeirri tilgátu að meðfædd ónæm- issvör í PST kverkeitlum séu afbrigðileg. Hin aukna tjáning á húðröt- unarsameindinni CLA og CCR6 er sérlega áhugaverð þar sem CLA er mikilvægt fyrir rötun til húðar og CCR6 og IL23R er sértækt fyrir TH17 frumur sem eru aðal meinvaldandi frumugerðin í sóra. 73 Áhrif IL1 p og TNFa á sérhæfingu og virkni manna CD4+ T stýrifrumna Snæfríður Halldórsdóttir,1-2, Una Bjarnadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1'2 1 Ónæmisfræðideild Landspítala, 'læknadeild HÍ snaefrid@landspitali. is Inngangur: CD4+ T stýrifrumur (Tst) gegna mikilvægu hlutverki í því að viðhalda eðlilegu ónæmissvari og koma í veg fyrir virkjun ofnæmiskerf- isins gegn eigin vef. Tst er skipt í náttúrulegar (nTst) og afleiddar (aTst). nTst myndast í hóstakirtli en aTst þrostkast í útvefjum út frá óreyndum T fmmum í nærvem TGF-fíl og IL-2. Ljóst er að hlutur ósértæka ónæmis- kerfisins í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma er meiri en menn töldu, en þáttur þess í sérhæfingu og virkni CD4+ Tst er ekki ljós. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif bólguboðefna ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni CD4+ aTst. Aðferðir: (CD4+CD25-) óreyndar T-fmmur voru einangraðar frá heil- kjarna blóðfmmum og ræstar með anti-CD3 í nærveru IL-2 og TGF-pl og/eða bólgumiðlandi boðefna (IL-ip og TNFa). Eftir 5 daga rækt var fjöldi aTst metin (CD25hi/CD127-/FoxP3+) með flæðifrumusjá. Virkni þeirra var metin út frá frumufjölgun CFSE lituðaðra heilkjarna blóð- frumna sem vom ræstar með Epstein-Barr sýktum B frumum hlöðnum með súperantigenum. Niðurstöður: ILip og TNFa hafa afgerandi bælandi áhrif á sérhæfingu CD4+ aTst ex vivo. Bæliprófið sýndi fram á greinilega bælivirkni CD4+ aTst þar sem hækkandi hlutfall þeirra í samrækt hamlaði virkjun og fjölg- un T-fmmna. Jafnframt kom í ljós að CD4+ aTst höfðu jafna bælivirkni á bæði CD4+ og CD8+ manna T frumur. Virknirannsóknirnar staðfestu að IL-ip og TNFa hindra bæði sérhæfingu og virkni CD4+ aTst. Samantekt: Á ónæmisfræðideild hafa verið þróaðar aðferðir sem stuðla að sérhæfingu manna CD4+ aTst auk þess að hægt er að meta bælivirkni þeirra við mismunandi aðstæður. Niðurstöður okkar sýna fram á að bólgumiðlar ósértæka ónæmiskerfisins hafa neikvæð áhrif á sérhæfingu og virkni aTst. 74 Hlutur ósértæka ónæmiskerfisins í sérhæfingu CD8+ stýrifrumna Una Bjarnadóttir1, Snæfríður Halldórsdóttir,1-, Björn Rúnar Lúðvíksson1'2 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, dæknadeild HÍ unab@landspitali.is Inngangur: CD4+ og CD8+ T stýrifrumur (CD4+/CD8+ TSt) gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun ónæmisviðbragða líkamans með því að bæla bólguviðbrögð (anti-inflammatory function) og hindra fmmuvöxt (anti-proliferation function). Þar hefur þáttur CD4+ TSt verið rann- sakaður mun meira en hlutverk CD8+ TSt. Ýmislegt bendir til þess að CD8+ TSt hafi mikilvægu hlutverki að gegna í sjálfsofnæmisjúkdómum, ígræðslum, líffæraflutningum og vörnum líkamans gegn bæði smit- sjúkdómum og krabbameini. Nýlegar rannsóknir okkar hafa sýnt að bólgumiðlar ósértæka ónæmiskerfisins hafa veruleg áhrif á sérhæfingu CD4+ TSt. Hins vegar em áhrif ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu CD8+ TSt ekki eins vel þekkt. Markmið: Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna áhrif anga- frumna og bólgumiðla (IL-ip, TNF-a) ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu CD8+ TSt og skoða bælivirkni þeirra. Aðferðir: CD8+CD25-CD45RA+ vom einangraðar með seguleinangrun úr einkjarna blóðfrumum. Eftir einangrun var frumum sáð á anti-CD3 húðaðar plötur með og án CD28, IL-2, TGFp-1, IL-ip, eða TNFa. Eftir 5 daga rækt vom fmmur litaðar með flúrljómandi mótehium og svip- greindar með frumuflæðisjá. í framhaldi var bælivirkni könnuð þar sem þroskaðar frumur em settar í samrækt með CFSE (carboxyfluorescein succinimidyl ester) merktum einkjarna blóðfrumum og Epstein-Barr sýktum B frumum sem höfðu verið hlaðnar með súperantigengum (EBsBfr). Niðurstöður: Við ákveðnar aðstæður sérhæfast CD8+CD25-CD45RA+ T frumur í CD8+CD25+FoxP3+ TSt. Slík sérhæfing er háð tilvist TGFþ-1 samhliða IL-2, þar sem fjöldi CD8+ TSt hafði jákvæða fylgni við magn IL-2. Athyglisvert er að hjálparræsing gegnum CD28 viðtakann hafði engin teljandi áhrif á sérhæfingar hæfni CD8+ TSt. Bælivirkni þessara CD8+ TSt var staðfest þar sem þær hindruðu T-frumu fjölgun í kjölfar ræsingar þeirra með EBsBfr. Ályktun: Rannsóknin sýnir fram á tilvist CD8+TSt í mönnum. Þar sem hægt er að stuðla að þroska þeirra ex vivo eykur það vonir okkar að hægt sé að beita slíkum aðferðum við meðferð á T-frumu miðluðum sjálfsohiæmissjúkdómum. LÆKNAblaðið 2012/98 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.