Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 24
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 70
Markmið: Markmið þessarar rannsóknarinnar er að greina (descriptive
analysis) þá meðferð sem veitt er foreldrum sem leita til göngudeildar
barna með svefnvandamál á Kvenna- og barnasvið Landspítala. Vitað
var í upphafi að fjölskyldur sem þangað leita fá ekki allar sömu leiðbein-
ingarnar.
Aðferð: Gögnum var safnað haustið 2011, bæði frá foreldrum og sérfræð-
ingi í hjúkrun sem veitti meðferðina. Þátttakendur voru 12 fjölskyldur,
með börn á aldrinum 6 mánaða til 2 ára, en þá hafði mettun nást. Gögnin
voru hljóðupptökur bæði af viðtölum og hugleiðingar sérfræðingsins
eftir viðtölin. Þau voru síðan innihaldsgreind í leit að merkingu sam-
kvæmt aðferðum eigindlegrar aðferðarfræði Sandelowski (2000).
Niðurstöður: Innihaldsgreiningin sýndi sjö þemu: 1) Koma á sambandi,
2) Góð upplýsingasöfnun, 3) Hvatning, 4) Aukin skilningur/kennsla,
5) Umhverfisþættir, 6) Atferlismeðferð, 7) Upprifjun/endurskoðun.
Misjafnt var hvað hvert þema var notað í langan tíma í hverju viðtali,
sum þeirra komu fram í öllum viðtölum önnur ekki. Þau koma ekki fyrir
í fast ákveðinni röð heldur fléttast þau saman. Atferlismeðferð hafði
minna vægi í meðferðinni í heild en búist var við í upphafi. Á sama tíma
höfðu hvatning og umhverfisþættir meira vægi.
Ályktun: Vísindalegur ávinningur þessarar rannsóknar er nákvæm
greining á meðferð sem foreldrar barna með svefnvandamál fá og er
grunnur. að meðferðarrannsóknum þessa hóps, þar sem möguleiki
verður á að bera saman ólíkar áherslur í meðferð. Sú þekking sem verður
til er einnig hægt að nota til að byggja upp kennsluefni varðandi efnið.
Þessi greining mun skerpa á því hvað meðferðin byggir á og þannig mun
þjónustan til þessa skjólstæðingahóps verða markvissari.
46 Lyfjaeitranir og aðrar eitranir í börnum
Dagmar Dögg Ágústsdóttir1, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir1'2, Sigurður
Þorgrímsson1'3, Theódór Friðriksson1'1, Ásgeir Haraldsson1'3
'Læknadeild HÍ, 2barna- og unglingageðdeild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4bráðasviði
Landspítala í Fossvogi
asgeir@landspitali. is
Inngangur: Eitranir eru alvarlegt vandamál. Þeim má skipta í fjóra flokka
eftir ástæðu inntöku: óviljandi slys, misnotkun, sjálfsvígstilraunir og
annað eða óvíst. Óviljandi slys eru algengasta orsök eitrunar hjá yngstu
börnunum en sjálfsvígstilraunir hjá þeim eldri.
Markmið: Að finna helstu ástæður eitrana hjá börnum á íslandi og meta
faraldsfræðilega þætti.
Aðferðir: Fundnir voru einstaklingar (0-18 ára) sem komu vegna lyfja-
eitrana eða annarra eitrana á Barnaspítala Hringsins eða bráðamót-
tökuna í Fossvogi á tímabilinu 2005 til ársloka 2010. Úr sjúkraskrám var
safnað upplýsingum um faraldsfræðilega og klíníska þætti. Notuð voru
kí-kvaðrat og binominal próf við tölfræðiútreikninga.
Niðurstöður: 472 eitranir í 397 börnum féllu undir skilyrði rannsóknar-
innar, 190 drengir (40,3%) og 282 stúlkur (59,7%) (p<0,001). Meðalaldur
var 12,2 ár ± 6,2 ár (stúlkur 13,5 ár og strákar 10,3 ár, miðgildi: 15 ár,
tíðasta gildið: 17 ár). 59,5 % einstaklinganna voru 15-18 ára og 25,0 %
barnanna voru 4ra ára eða yngri. Enginn lést á tímabilinu af völdum
eitrunar. Á aldursbilinu 0-9 ára voru eitranir algengari hjá drengjum
(p<0,009) en 10-18 ára hjá stúlkum (p<0,001). Algengustu efni til inntöku
voru verkjalyf (önnur en ópíöt) og voru stúlkur (N=91; 76,5%) fleiri en
drengir (N=28; 23,5%) (p<0,001), 44,5% (N=53) þessara einstaklinga voru
lagðir inn, 7 á gjörgæslu. Af þeim 328 sem tóku inn lyf eða efni vegna
andlegrar vanlíðunar eða neyslu fengu 318 (97,0%) frekari meðferð eða
ráðleggingar.
Ályktanir: Niðurstöðurnar samræmast erlendum rannsóknum. Flestar
eitranir voru í yngstu börnunum og meðal unglinga. Athygli vekur að
drengir eru fleiri í yngsta hópnum en stúlkur í þeim eldri. Nánast öll böm
sem tóku lyf sem sjálfskaðandi hegðun fengu áframhaldandi meðferð.
Eitranir eru algengt og alvarlegt vandamál sem vert er að fyrirbyggja
með öllum tiltækum ráðum.
47 Heyrnarskaði og jafnvægistruflanir hjá börnum með
heilahimnubólgu
Einar Freyr Ingason1, Einar Jón Einarsson1, Hannes Petersen1-2, Ásgeir Haraldsson1-3
Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítala, 3Barnaspítala Hríngsins
asgeii®landspitali.is
Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er hættulegur sjúk-
dómur. Margir fylgikvillar eru þekktir, þar á meðal jafnvægistruflanir
og heyrnarskerðing. Mikilvægt er að þekkja slíka fylgikvilla og bregðast
við þeim.
Markmið: Að meta heyrnar- og jafnvægisskerðingu eftir heilahimnu-
bólgu barna.
Efniviður og aðferðir: Fundin vom böm (0,5-18 ára), greind með
heilahimnubólgu af völdum baktería á ámnum 1990-2010. Þátttakendur
svöruðu spurningalistum um svima, jafnvægi og heyrn. Gert var jafn-
vægispróf þar sem kraftplata mældi aðlögunarhæfni stöðustjórnunar-
kerfis, stöðugleika og líkamssveiflu. Tvenns konar heyrnarpróf vom
framkvæmd, hreintónspróf og mat „otoacustiskra emissiona".
Niðurstöður: Alls fékk 81 barn boð um þátttöku, 37 komu til rann-
sóknar, fædd á árunum 1996-1982. Alls voru þrjú (8,1%) úr hópi
heilahimnubólgubarna með heymarskerðingu, þar af vom tvö sem voru
með áður greint heyrnarleysi á öðm eyra (>90 dB). Ein stúlka greindist
með miðlungs til mikillar heyrnarskerðingar (45-80 dB) á vinstra eyra.
Af þeim sem ekki vom heyrnarskertir höfðu 48,65% þátttakenda hrein-
tónsþröskuld a20 dB í einni eða fleiri tíðnum. Jafnvægismæling sýndi
að heilahimnubólgubörnin voru að meðaltali með stærri sveiflu í fram
aftur stefnu en viðmiðunarhópurinn bæði með opin og lokuð augun,
munurinn var marktækur þegar hóparnir eru með opin augun (p=0,027).
Ályktun: Niðurstöðumar sýna að heymarskerðing í kjölfar heilahimnu-
bólgu er um 8,1% hérlendis sem er sambærilegt við erlendar rannsóknir.
Einnig sést að líkamssveifla er meiri hjá heilahimnubólgubörnum sem
bendir til fráviks f stöðustjórnun. Mikilvægt er að fylgja börnunum eftir
og veita þeim aðstoð sem þurfa. Þörf er á frekari rannsóknum hvort hægt
sé að hindra bólguskemmdir samhliða heilahimnubólgu.
48 Heilablæðingar hjá fyrirburum - tíðni, áhættuþættir og
afleiðingar
Jóhanna Gunnlaugsdóttir1, Laufey Ýr Sigurðardóttir1-2, Þórður Þórkelsson1,2
‘Læknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítala Hringsins.
thordth@landspitali. is
Inngangur: Lífslíkur fyrirbura hafa aukist mikið á undanförnum ára-
tugum. Flestir þeirra verða heilbrigðir einstaklingar, en fötlun er þó
algengari meðal fyrirbura en fullburða barna. Ein helsta orsök fötlunar
hjá þeim er heilablæðing. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni
heilablæðinga hjá fyrirbumm hér á landi, helstu áhættuþætti og afleið-
ingar þeirra.
Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn tilfellaviðmiða rannsókn. Aflað
var upplýsinga um tíðni, áhættuþætti og afleiðingar heilablæðingar
meðal fyrirbura fædda eftir 24-30 vikna meðgöngu hér á landi á 20 ára
tímabili (1988 til 2007). Til samanburðar vom fundin börn sem ekki
24 LÆKNAblaðið 2012/98