Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 41
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 bandvefsumbreytingu. Stýrilsvæði miR200c-141 og miR205 voru methyleruð í D492M sem gæti útskýrt minnkaða tjáningu. miR200c yfir- tjáning í D492M frumum með lentiviral vektor olli minnkaðri tjáningu einkennispróteina EMT og aukinni tjáningu þekjuvefspróteina. Þrívíð ræktun og mótefnalitanir gáfu til kynna að frumur hafi tapað stofn- frumueiginleikum. Ályktun: Niðurstöður okkar sýna minnkaða tjáningu miR200 fjölskyld- unnar í EMT-brjóstastofnfrumum, hugsanlega vegna methyleringar á stýrilsvæðum hennar. Sýking D492M með miR200c yfirtjáandi vektor sneri við EMT svipgerð og gaf frumum þekjuvefssvipgerð, án stofn- frumueiginleika. 96 Vefjauppruni lungnatrefjunar og tengsl hennar við bandvefsumbreytingu þekjufrumna Hulda Rún Jónsdóttir1-2, Ragnar PálssonU4, Ari Jón Arason1-2, Sigríður Rut Franzdóttir1-2, Helgi ísaksson3, Óiafur Baldursson4, Tómas Guðbjartsson521, Gunnar Guðmundsson6, Þórarinn Guðjónsson1-2-8, Magnús Karl MagnússonU7'9. Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri HÍ, 3rannsóknastofu í blóðmeinafræði, 3rannsóknastofu í meinafræði, Myfiækningasviði/hjarta- og lungnaskurðdeild 'iungnadeild Landspttala, 7rannsóknastofu t lyfja- og eiturefnafræði, Mæknadeiid HÍ hrjH@hi.is Inngangur: Bandvefsumbreyting þekjufrumna (epithelial-to-mesenchy- mal transition, EMT) er mikilvægt ferli í fósturþroska þar sem þekjuvefs- frumur tapa þekjuvefstengslum, öðlast skriðhæfileika og taka á sig band- vefslíka svipgerð. Nýlega hefur EMT verið tengt við ýmsa sjúkdóma, t.d. krabbamein og bandvefsmyndun (fibrosis). Lungnatrefjun af óþekktri orsök (Idiopathic Pulmonary Fibrosis, IPF) er alvarlegur lungnasjúk- dómur og talið er að EMT kunni að spila hlutverk í tilurð sjúkdómsins. Markmið: Að skoða IPF með ónæmisvefjalitunum með sérstaka áherslu á kenniprótein tengd EMT og rannsaka EMT í lungnaþekjufrumum í rækt. Aðferðir: Vefjasýni úr sjúklingum með lungnatrefjun af óþekktri orsök voru skilgreind með mótefnalitun gegn þekjuvefs- og bandvefskenni- próteinum. EMT eiginleikar VA10 lungnafrumulínunnar voru einnig rannsakaðir. Niðurstöður:Ónæmisvefjalitanir sýna að keratin-14 og p63 eru sterkt tjáð í þekjufrumum nálægt svæðum með virkni (fibroblastic foci) í lungna- trefjun. Vimentin, kenniprótein fyrir bandvefsfrumur,virðist eiimig vera tjáð í þekjufrumum í þessum sýnum. Þegar VA10 frumur voru ræktaðar á sérhæfingaræti uxu upp tvær ólíkar svipgerðir, bandvefslíkar frumur með þekjuvefsklösum inni á milli. Einangrun bandvefslíku frumnanna og nánari skilgreining leiddi í ljós stöðuga bandvefsfrumusvipgerð. Bandvefslíku frumurnar sýna aukna skriðeiginleika og aukið viðnám gegn stýrðum frumudauða. Ályktanir: Við höfum sýnt fram á tjáningu EMT kennipróteina íþekjuvef IPF lungna ásamt því að sýna fram á EMT í basal-lungnafrumulínunni VA10. Margt bendir til að basalfrumur lungnaþekjunnar gegni þýðingar- miklu hlutverki við meinmyndun IPF. Áframhaldandi vinna miðar að því að að skýra þátt EMT í tilurð IPF og hvaða sameindaþættir koma þar við sögu. 97 Súrefnismettun í sjónhimnuæðum fyrir og eftir innsprautun bevacizumab í glerhlaup Sveinn Hákon Harðarson1-2, Ásbjörg Geirsdóttir1-2, Einar Stefánsson1-2 ‘Augndeild Landspítala, Mæknadeitd HÍ sveinnha@hi.is Inngangur: Bevacizumab hemur myndun nýrra æða í sjónhimnu (retina) eða æðahimnu (choroid.) og dregur úr bjúgmyndun, til dæmis í votri hrörnun í augnbotnum. Möguleg aukaverkun er minnkað blóðflæði um sjónhimnuæðar. Markmið: Að kanna hvort innsprautun bevacizumab í glerhlaup hafi áhrif á súrefnismettun í sjónhimnuæðum. Aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) er byggður á augnbotna- myndavél. Hann notar ljósgleypni við tvær bylgjulengdir til að reikna súrefnismettun í megin sjónhimnuæðum. Mælingar voru gerðar á 15 einstaklingum með vota hrörnun í augnbotnum. Fyrri mælingin var gerð fyrir innsprautun. Innsprautun í glerhlaup með 0,05mL af bevacizumab (Avastin®, Genentech / Roche) var síðan framkvæmd þrisvar sinnum, með eins mánaðar millibili. Súrefnismæling var endurtekin mánuði eftir þriðju sprautu. Mælingar voru einnig gerðar einni viku eftir fyrstu inn- sprautun í fimm einstaklingum með ýmist vota hrörnun í augnbotnum, sjónhimnusjúkdóm í sykursýki eða bláæðalokun í sjónhimnu. Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum var 92,2±5,6% fyrir inn- sprautun og 92,7±5,8% mánuði eftir þriðju sprautu. Samsvarandi gildi fyrir bláæðlinga voru 56,7±7,0% (fyrir) og 57,7±8,3% (eftir). Munurinn var ekki marktækur (tvíþátta ANOVA og Bonferroni próf, p<0,05). Súrefnismettun í bláæðlingum minnkaði úr 48,9±11,0% í 45,4±10,7% (p=0,036, parað t-próf) í þeim fimm einstaklingum, sem mældir voru einni viku eftir eina bevacizumab innsprautun. Ályktun: Engar breytingar fundust í súrefnismettun í sjónhimnuæðum einum mánuði eftir þriðju bevacizumab innsprautun í glerhlaup. Gera má ráð fyrir að lítið eða ekkert sé eftir af lyfinu í glerhlaupi á þessum tíma. Súrefnismettun lækkaði í bláæðlingum viku eftir fyrstu sprautu en gera þarf stærri rannsókn til að skera úr um áhrifin. 98 Súrefnisbúskapur sjónhimnu í aldursbundinni hrörnun í augnbotnum Ásbjörg Geirsdóttiru, Sveirin Hákon Harðarson1-22, Ólafur Pálsson2, Ólöf Birna Ólafsdóttir2, Jóna Valgerður Kristjánsdóttiru, Einar Stefánsson123 ’Augndeild LSH, 2Læknadeild HÍ, 3Oxymap ehf. asbjorgg@landspitali.is Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (e. age-related macular degeneration; AMD) er algengasta orsök óafturkræfrar blindu í vestrænum ríkjum. Orsakir sjúkdómsins eru ekki að fullu kunnar en hugmyndir eru uppi um að truflun á súrefnisbúskap gæti legið þar að baki. Markmið: Að meta hvort súrefnismettun í sjónhimnu sjúklinga með byrjunarstig og vota lokastig AMD sé frábrugðin súrefnismettun heil- brigðra einstaklinga. Aðferðir: Súrefnismettun helstu slagæðlinga og bláæðlinga sjón- himnunnar er metin með súrefnismæli (Oxymap ehf.) sem er byggður á venjulegri augnbotnamyndavél. Augnbotnamyndir eru teknar samtímis á tveimur mismunandi bylgjulengdum og hugbúnaður reiknar út súr- efnismettun í æðum sjónhimnunnar. Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld í 24 sjúklingum með byrjunarstig AMD, 26 sjúklingum með vota lokastig AMD og 14 heilbrigðum sjálfboðaliðum. AMD sjúklingarnir með byrjunarstig voru 76±9 ára (meðaltal±staðalfrávik) og þeir með vota lokastigið voru 80±7 ára en heilbrigðu einstaklingarnir 72±5 ára. Niðurstöður: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnunnar var 50,6±8,5% í heilbrigða viðmiðunarhópnum en 56,3±7,8% hjá sjúklingum með byrjunarstig AMD (p=0,04) og 57,5±8,3% í vota lokastigi AMD (p=0,02). Súrefnismettun í slagæðlingum var svipuð í öllum hópum LÆKNAblaðið 2012/98 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.