Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 14

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 14
Gengið inn í gaml - í kaffi hjá Kristínu í gamla bænum á Akureyri stendur hvítt hús með rauðu þaki, umvafið trjám og svo lágreist að vegfarandi sér það varla, þótt tveggja hæða sé. Notalegt hús, minnisvarði þess tíma þegar fólk var ekki að byggja stórt utan um sig og sína. Aðalstræti 32 er komið á annað hundrað ár, eins og Lítið, hvítt hús sem andar af kærleika... konurnar tvær sem þar búa. Kristín Eiríksína Ólafsdóttir og Jóhanna |óns- dóttir búa einar og sjá um sig sjálfar. Kristín varð 100 ára 6. júlí í sumar, en lóhanna er 101 árs síðan í febrúar. Á einstaka stað er líkt og tíminn hafi numið staðar. Slík tilfinning gagntek- ur þann sem gengur inn í Aðalstræti 32 - lifandi hús frá seinni hluta 19. aldar, að hluta til, með konum sem lifa ennþá í gömlum lífsgildum. „Velkomin!“ Húsmóðirin býður til stofu. Kristín er höfðingleg kona, skýr í hugsun og látbragði, sumir verða aldrei gamlir. Ógleymanlegt að sitja í stofu hjá þessari konu. Hlusta á orða- notkun sem er að hverfa úr nútíma- máli. Beygja sig undir dyrakarm - menn voru lágvaxnari í byrjun síðustu aldar. Horfa á myndir og muni sem húsmóðurhendur hafa strokið með augljósri natni í áratugi. Kristín er búin að búa hér í 72 ár. „Ég kom unglingur til Akureyrar 1922. Breyting? Jú, bærinn hefur vax- ið mikið og mannlífið fjölgað sér. Nýj- ar kynslóðir koma, aðrar fara. Bara að unga kynslóðin standi sig eins vel og sú gamla, en mörg okkar fengu að vita af lífinu. Nógur vilji var til að vinna, en atvinnuleysi var mikið og fátækt. Þá þótti gott að hafa nóg að borða.“ Kreppa, fátækt og mannkær- leikur Lífshlaup Kristínar endurspeglar erfið- leika í byrjun aldar. Hálfsmánaðar gömul var hún tekin úr faðmi veikrar móður og komið fyrir hjá bláókunnugu fólki sem orðspor fór af að væri sér- staklega gott við börn. „Fósturforeldrar mínir voru bláskínandi fátæk, en gæsk- an svo mikil, hjartahlýjan svo stór. A Steinholti í Fljótum ólst ég upp fram til tólf ára aldurs. Þá fór ég til Siglufjarðar til foreldra minna.“ Kristínu fannst erfitt að yfirgefa fósturforeldrana. „Ég þekkti ekki aðra foreldra.“ Kristín festi rætur á Akureyri, giftist Jóni Pálssyni byggingameistara sem dó frá henni 1972. Ungu hjónin voru stórhuga. „Við ætluðum að byggja, en svo kom kreppan og ekki vit í að byggja. Þetta hús var í niðumíðslu þegar við keyptum það, en maðurinn minn gerði það svo aðlaðandi.“ Óskapleg vandræði voru með hús- „Ég hef alltaf miklu meira að sýsla en ég kemst yfir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.