Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 32

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 32
Konungsheimsókn á Reykjum árið 1907. Þarna tekur Þorsteinn Þorsteinsson bóndi, afi Hjalta, á móti Friðriki 8. Danakonungi á bæjarhlaðinu. Þorsteinn stendur við eldskemmuna sína þar sem hann smíðaði gæruhnífa, skónálar, vasahnífa og fleira. Vörpu- legi maðurinn lengst til hægri, andspænis konungi, er Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann. arnir voru lagðir niður og tankarnir komu, þá var betra að kæla mjólkina. Við smíðuðum 270 tanka á árunum 1960—’70, en breytingin varð að ganga svo hratt yfir að við höfðum ekki und- an, og þeir fóru að flytja inn tanka. Já, vélvæðingin fór hratt yfir sveit- imar. Áður gátu bændur ekki búið nema að hafa vinnufólk. Nú er fámennt á bæjunum, vélamar hafa tekið við. Selfoss er búinn að taka geysilegum stökkbreytingum frá 1940. Áður var kaupfélagið miðja atvinnulífsins. Nú er það ekki nema nafnið eitt. Nú veit enginn hver á hvað, allir í hlutabréf- um, allir að reyna að græða. Selfoss er nú geysimikill þjónustu- og skólabær, yfir 700 nemendur í gagnfræðaskólan- um og mikið starfslið fylgir skólunum. Hér eru líka stór fyrirtæki, eins og t.d. Mjólkurbú Flóamanna og Ræktunar- samband Flóa og Skeiða.“ Að ráða sér sjálfur Hjalti er hættur að vinna hjá öðrum, en með járnsmíðaverkstæði í bílskúrn- um heima. „Gott að þurfa ekki að gera það sem manni finnst leiðinlegt - að- eins það sem maður vill sjálfur. Nú sef ég þegar ég vil, borða þegar ég er svangur. Ég held að enginn þurfi að kvíða starfslokum, ef menn hugsa fyr- ir því hvað þeir ætla að gera, ég veit um menn sem hafa staðið uppi eins og glópar. Allir geta fundið sér eitthvað að sýsla við sitt hæfi. Hér er geysi- mikil starfsemi í eldri borgara félaginu og mörg námskeið í boði. Ég er mikill vinnufíkill í eðli mínu og þarf að hafa mikið að gera. Við erum með stóran garð, þar á ég mörg handtök. Við ræktum kartöflur, rófur og grænmeti. Og leggjum mikið upp úr góðu fæði. Maður er það sem mað- ur borðar. Ég hef alltaf verið gallheil- brigður." Hjalti og Ingibjörg ferðast mikið. Áður fóru þau mikið í innanlandsferð- ir með tjald og nesti. Nú safna þau framandi löndum, eins og sjá má á fögru heimili þeirra sem prýtt er list- munum víða að. Veiðigleðin hjá þeim er samt söm við sig. „Við förum mikið í Veiðivötn, oft þrjár ferðir á sumri. Fyrr á árum var veiðin svo mikil að ég seldi silunginn. Þá voru gefin út 25 leyfi. Nú eru þau 80, og oft örtröð af fólki. Þeir eru farnir að klaka í vötnin, þetta er ekki lengur náttúruleg veiði. Reyndar fórum við fjórir karlar í Þór- isvatn í sumar og drógum 140 silunga á sjö tímum. Gaman að lenda í slíkri veiði!“ Hjalti spilar undir fjöldasöng á kvöldin og dundar sér á daginn við að smíða aðventukransa, kertastjaka, kirkjukrossa og fleira. Skóhornin hans eru vinsæl. „Eldri menn eru hrifnir af að þurfa ekki að beygja sig. Ég gaf kennara í Garðabæ eitt skóhorn. í kjölfarið kom pöntun upp á 70 stykki.“ Hjalti er kvikur á fæti og létt- ur í lund, enda sífellt að vinna list- muni og vekja gleði. - Skyldi leynd- ardómur æskubrunnsins liggja í sköp- un og starfsgleði? 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.