Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 23

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 23
Eyðibýlið Strýta í Hamarsfirði. Rétt við bæinn er Strýtukambur, álfakirkja, að sögn gamla fólksins. Á Strýtu ólust upp listamennirnir Ríkarður og Finnur Jónssynir. Sauðakambur í Hamarsfirði, sést á miðri mynd, er þunnur blágrýtiskambur af þeirri gerð sem nefndust tröllahlöð, en það er hlaðinn veggur gerður af tröllum. Að baki þessara kamba gnæfir Búlandstindur með klettastallinum Goðaborg. Norðan undir Goðaborg eru ókannaðar bæjarrústir, Selið á Búlandsdal, og þar skammt frá, handan Búlandsár eru þrír merkilegir steinar, Goðsteinar. gœta þess að spilla engu, heldur hina ágjörnu kaupmenn á nœstu höfnum, meðal annarra einn, Kylm að nafni, sem hefur getið sér mestan orðstír núlifandi manna með heimskulegri grœðgi í steina. Á síðustu árum hafa líka einstakir menn í Kaupmannahöfn sent hingað skemmdarvarga. Einn slíkur, Chrístian að nafiii, frá postu- línsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn, dvaldist hér í sex vikur og réðst með púðursprengingum, járnkörlum og fleira á þessar vesalings klappir hérna í nágrenninu. Hafði hann á brott með sér hinar dýrmætustu kon- ungsgersemar, svo sem hársteina, kristalla og annað slíkt. “ Þannig mælti sá mæti maður Sveinn Pálsson læknir fyrir rúmum 200 árum. Frá því á 19. öld hefur búið gott fólk á Teigarhorni sem vel hefur ann- ast hársteina og kristalla í sjávarbökk- um. Vonandi að svo verði um ókomin ár. Það er vel þess virði fyrir eldri borgara á ferð, og annað ferðafólk, að líta inn á steinasafnið á Teigarhorni og kynnast því í leiðinni hve merkilegt ævistarf fyrsti kvenljósmyndari á Is- landi, Nikólína Weywadt, skildi eftir sig. ýjhiqimcw Sveinssoiv, Djúpavogi Hugleiðingu Ingimars um náttúru- vernd fylgja myndir af þremur nátt- úruvættum sem ýmist tengjast tröllum eða álfum. Ingimar var áður kennari og skólastjóri á Djúpavogi, en er nú að skrá sögu landslagsins á Suður- fjörðum. Margt foiyitnilegt kemur í Ijós þegar kafað er ofan í fróðleiks- brunn eldra fólksins. Klettaborgirnar eru margar á Austfjörðum og gaman að heyra sögurnar sem tengjast þeim. Við kunnum Ingimar bestu þakkirfyr- ir. Gaman væri að fá fleiri slíkar frá- sagnir. Víða leynast klettaborgir sem þjóðsagnir hafa spunnist um. Viðbót í Þjónustubók Lóuhreiður á Laugaveginum (Kjörgarður 2. hæð) býður nú fé- lögum í Félagi eldri borgara 15% afslátt. Einnig er félagsmönnum boðið frítt kaffi gegn framvísun félagsskírteinis (I skipti). Lóuhreiður býður upp á heimilis- mat í hádegi. Einnig eru kökur, bökur og ýmsir réttir á boðstól- um. Opið erí Lóuhreiðri kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 á laugar- dögum, til kl. 17 á löngum laugar- dögum. Við viljum benda félags- mönnum á að nýta sér þetta góða tilboð og kynna sér staðinn í leið- inni. Semja má um betri afslátt fyrir hópa. Sími: 562-2165. Borgarbílastöðin, sími 552-2440, veitir eldri borgurum 15% afslátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.