Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 47
bryggjii í litlu sjávarþorpi í einum af
Vestfjörðunum og klukkan var þrjú á
aðfangadag jóla. Fljótlega var ákveð-
ið, að þar sem vaktir væru í reynd
uppleystar, skyldu menn taka lífinu
með ró. Jafnframt var tilkynnt að mat-
ur yrði ekki framreiddur fyrr en eftir
útvarpsmessu eða kl. sjö. Sjómennirn-
ir stóðu nú í röðum til að komast í bað
og snyrta sig fyrir hátíðina. Menn sátu
hljóðir við hátalarana á meðan messan
stóð yfir. Nokkrir rauluðu með í hálf-
um hljóðum „Heims um ból“ og „í
Betlehem er barn oss fætt“, að öðru
leyti ríkti friður og ró.
Gengið var til matsalar með vissri
eftirvæntingu. Enginn hafði fengið að
koma þangað inn eftir að lagst hafði
verið að bryggju. Það var lokað hús,
en kaffi sent í lúkarinn á hitakönnum
og kex og brauð með. Það var skiljan-
legt að viss spenna ríkti. Kokkurinn
sem stóð í eldhúsinu hafði verið
um borð í einum túr áður, svo að
hann var núna í öðrum túr. Hann
var „útlærður.“ Það er að segja,
að hann var með próf sem mat-
reiðslumaður, sem hafði ekki
hjálpað honum mikið í fyrri
túmum. Ekki síst hafði gætt
vissrar tortryggni eftir að
hann hafði borið fram djúp-
steikta ýsu með frönskum
kartöflum, sem nánast leiddi
til uppreisnar. Að leyfa sér að
skemma góðan fisk með slíku
framferði! Menn höfðu lýst því
yfir, að það væri makalaust að
skóla þyrfti til að útskrifa „eitur-
brasara", en það var samnefnari
yfir flesta kokka sem störfuðu á
togaraflotanum, jafnvel þó að menn
borðuðu matinn sinn og þrifust vel af.
Þegar inn í salinn kom var ljóst að
það voru komin jól. Fjórar rauðar per-
ur voru komnar í ljósin í loftinu, og
band með litlum, íslenskum pappírs-
fánum hafði verið strengt á milli
horna í salnum. Það rann upp fyrir öll-
um að nú átti að segja „gleðileg jól.“
Menn tókust fast í hendur og horfðu
með aðdáun á kokkinn, sem var í-
klæddur drifhvítum galla og með for-
láta háa, hvíta stromphúfu. Sest var
við borðin sem búið var að leggja
diska og hnífapör á. Athyglisvert var
að horfa yfír salinn. Þessir veðurbitnu
harðjaxlar, alla jafna órakaðir og jafn-
vel skítugir af vinnuumhverfinu voru
nýrakaðir og baðaðir, í hreinum skyrt-
um og vel greiddir. Það lá við að ungi
maðurinn, sem segir þessa sögu,
þekkti suma þeirra ekki, svo mikil var
breytingin.
Menn voru ekki allir með það á
hreinu, af hverju grautardiskurinn var
ofan á matardisknum, en það skýrðist
fljótt. Súpa var borin fram fyrst. Einn
gerði athugasemd við þetta, sagðist
vera vanur að éta grautinn á eftir að-
almatnum, en enginn hreyfði frekari
andmælum þegar þeir brögðuðu á
súpunni, þessari ljúffengu blómkáls-
súpu. Sumir vildu ábót, en kokkurinn
taldi það ekki ráðlegt. í framhaldinu
voru súpudiskarnir teknir af borðinu
og fram var borið ávaxtafyllt lamba-
læri með brúnuðum kartöflum, græn-
um baunum og sultu. Hvílíkt sælgæti!
Og hvernig þessir brynjuðu, harð-
gerðu sjómenn umgengust félaga sína
við matborðið: „Viltu gjöra svo vel að
rétta mér sósuskálina? Vildirðu vera
svo vænn og renna til mín kartöflun-
um?“ Þetta var mikill munur frá deg-
inum áður þegar vart var sitjandi við
matborðið á Þorláksmessu vegna veð-
urs og þeir fengu saltfisk með tilheyr-
andi. Þá var orðalagið þannig: „Réttu
mér hamsaskálina, helvítis viðrinið
þitt, áður en þú ert búinn að éta allt úr
henni.“ Eða: „Ætlið þið að gramsa allt
seidda brauðið, andskotarnir ykkar,
áður en ég fæ nokkuð?“
Nú var endanlega ljóst að það voru
jól og þá sýndu allir sinn innri mann
sem var allt annar maður en sá sem þú
stóðst með á dekkinu í amstri dags
eða nætur. Eftir að allir höfðu fengið
nægju sína af jólasteikinni var borinn
fram grautur í fallega skreyttum skál-
um sem kokkurinn kallaði „fromase“.
Sem betur fer hafði hann lært á ís-
lenska togarasjómenn því að allir
fengu nægju sína. Að máltíð lokinni
gerðist mikill merkisatburður. Hver af
öðrum gengu þessir harðgerðu menn
til matreiðslumannsins, tóku í hönd
hans, hneigðu sig og sögðu: „Takk
fyrir matinn og gleðileg jól.“ Já,
hvílík sjón.
Menn fóru nú fram í, sumir í
lúkarinn, aðrir sátu í salnum
yfir lúkarnum og hlustuðu á
útvarpið. Að öðru leyti var
hljótt. Enginn metingur. Ekk-
ert pólitískt þras. Menn sátu
bara hver með sínar hugsanir
og áreittu engan. Þeir voru
tveir yngstir í áhöfninni sem
áttu það sameiginlegt að
þetta voru fyrstu jólin þeirra á
sjó. Báðir áttu konu og barn
heima. Þetta var erfiður tími,
hugurinn var hjá þeim sem þeir
unnu mest. Sama hefur eflaust
verið með þá eldri, en þeir
vildu ekkert ræða málin, núna
átti að rikja ró og friður.
Ungu mennirnir ákváðu að brjóta
aðeins upp vandræðaganginn sem á
þeim var og klæddust útiklæðum.
Annar átti fallega, nýlega lopapeysu.
Hinn snjáða en hreina úlpu. Þessu
klæddust þeir, fóru síðan í sjóstígvélin
sín og gengu frá borði. Lítil brekka lá
upp að byggðinni. Nokkur snjór lá
yfir öllu. Vindur var ekki mikill, en
frostið beit í kinnarnar og stígvélin
voru hál. Þeim lá heldur ekkert á, ætl-
uðu að skoða plássið aðeins og snúa
svo til skips. í öllum húsum, sem
gengið var framhjá, loguðu ljós. Inn
um gluggana mátti sjá fólk á ferli og
víða glitti í jólatré. Sú sjón bætti ekki
hugsanagang ungu mannanna, sökn-