Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 34

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 34
- til umhugsunar fyrir alla okkar félaga í þetta sinn ætla ég að bregða út af venjunni, og alls ekki ræða biðlista sjúkra eða fjármál aldraðra. Að vel athuguðu máli, þá held ég að við sem erum sæmilega heilbrigð get- um látið margt gott af okkur leiða gagnvart meðborgurum á sama aldri, sem ekki eru jafn lánsöm og við. Það er átakanlegt að lesa grein Þórdísar Lilju Gunnarsdótt- ur í tímaritinu Ský, sem Flugfélag íslands gefur út, um kjör og aðbúnað aldraðra á elliheimilum undir fyrirsögninni: „Erum við góð við gamla fólkið?“ Ég hef lengi álitið, og skrif hennar styrkja mig í þeirri hugsun, að við eldri borg- arar sem ennþá njótum góðrar heilsu getum látið miklu meira gott af okkur leiða gagnvart jafnöldrum okkar. Lítum nánar á ummæli eins sem býr á elliheimili: „Auð- vitað vilja allir eyða síðustu árunum með sínum nánustu og í sínu dóti, en það er bara ekki hægt í dag. Það er svo mikið að gera hjá öllum og vont að íþyngja fólki með áhyggjum“, segir 82 ára heimilismaður á Grund. „Það varð úr að senda mig hingað fyrir sjö árum. Tíminn hefur liðið heldur hægt og auðvitað kysi ég fleiri og tíðari heimsóknir en það er sama sagan, forgangsröð frídaganna inniheldur ekki heim- sókn á elliheimilið.“ Eigum við ekki að skipuleggja hluta af okkar daglega starfi til hjálpar veikum meðborgurum á elliheimilum, sem fá fáar heimsóknir? Getum við ekki samræmt það daglegu lífi að heimsækja þetta fólk, tala við það, lesa fyrir það, ræða vandamál þess eða hjálpa því á annan hátt? Síðast en ekki síst að láta það finna að ennþá er til fólk, sem lætur sig varða hvernig því líður. Ég held að þetta sé stórt verkefni fyrir félög eldri borg- ara um allt land. Ég trúi því að sveitarfélögin muni kunna að meta slíkt framtak, og muni því síðar styrkja starf eldri borgara meira en þau gera nú. Flest okkar hafa lokið afa- og ömmuhlutverkinu, af hverju ekki að snúa sér að öðru? Þetta eru aðeins hugleiðing um, hvað við getum gert án þess að miklu sé kostað til. Það er mín trú, að slíkt framtak muni gagnast vel mörgum lífeyrisþegum á elliheimilum. A meðan ég er ekki sjálfur orðinn elliheimilismatur, þá skal ég berjast fyrir réttindum okkar, en þegar þar að kemur þá veit ég að aðrir munu gera það. GULLARIN í októberblaði 2001 af „Listin að lifa“ er að finna, á bls. 24 og 25, bréf frá Landsbankanum og Sam- bandi íslenskra sparisjóða. Það er einkennilegt hvað gullið er áberandi í þessum bréfum: „Gullárin“, „Gulldebetkort“ og svo framvegis. Þetta minnir óneitanlega á þá dýrkun, sem fram kemur á Ólymp- íuleikum og víðar, þar sem þeir bestu eru hafnir upp til skýjanna, en öllum hinum gleymt. Þessi ömurlegi hugsunarháttur á sér hliðstæðu í viðhorfi ríkisvaldsins til aldraðra. Gullið hljóta þeir, sem eiga gnægð fjár. Ríkisstjórnin sér um þá, sæ- greifa og fleiri. Silfrið hljóta þeir, sem eiga nóg, en verða þó að gæta varfærni í fjármálum og gæta sín gagnvart ríkisvaldinu. Bronsið hljóta þeir, sem þurfa að velta hverri krónu til að ná endum saman. Þeim er líka refsað mest af hálfu ríkisvaldsins fyrir það eitt að hafa sýnt aðhaldssemi í fjármálum, vafa- laust líka af því að þeir eru hvorki gull- né silfur- drengir þjóðfélagsins. Þar á eftir koma allir hinir fjölmörgu keppendur, sem ekki unnu til verðlauna, og verða að lepja dauðann úr skel. Þeim skammtar ríkisstjórnin að geðþótta, sennilega er það vegna þess að hún veit, samkvæmt skoðanakönnunum, að hún kemst upp með það. Er þetta ekki góð lýsing á því, hvernig „Ólympíuríkisstjórn íslands“ meðhöndlar aldraða keppendur í lífsgæðakapphlaupinu? Það er erfitt fyrir aldraða að byrja að þjálfa sig upp á nýtt, eftir að hafa lokið miklu ævistarfi fyrir land og þjóð. Eigum við aldraðir nokkurn annan kost en að taka upp baráttuna að nýju og láta vita að við erum 13% af öllum kjósendum? c,Pélu>v ^uAnumdssow, verkfrœðingur og gjaldkeri stjórnar FEB í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.