Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 26

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 26
FRÁ FÉLAGI ALDRAÐRA í BORGARFJARÐARDÖLUM: Giulkistokkur - örnefnaskrár Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum er með margt skemmtilegt á prjónun- um. Cullastokkurinn þeirra er for- vitnilegur, en hér fá lesendur aðeins að kíkja ofan í hann. Söfnun örnefna á jörðum í sveitinni er átak sem hefur vakið slíka athygli, að félagið fékk viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu árið 1999. Formaður félagsins er Þórunn Eiríksdóttir sem sendir eft- irfarandi pistil. Ritstjóri kann henni bestu þakkir fyrir. Félagið var stofnað 23. mars 1991. Félagar eru um 70. Félagssvæðið nær yfir Hvítársíðuhrepp og Borgarfjarðar- sýslu norðan Skarðsheiðar. Við hitt- umst til skiptis í félagsheimilunum fjórum, sem eru á þessu svæði, njótum veitinga, sem kvenfélögin sjá um, af- greiðum erindi, sem félaginu berast og gerum okkur ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar. A hverju sumri er farið í skemmtiferð. Nú síðsumars ferðuð- umst við um Njáluslóðir. Var það mjög fróðleg og vel heppnuð ferð. Við erum í góðum tengslum við ná- granna okkar, félög eldri borgara á Akranesi og í Borgarnesi, og skipt- umst á heimboðum. Síðast komu þessi félög í heimsókn til okkar að Loga- landi á sumardaginn fyrsta, þegar við héldum upp á tíu ára afmæli okkar. Einnig förum við með þeim á Spari- dagana á Hótel Örk í Hveragerði, og á sameiginlegt þorrablót. Ýmsar nefndir sinna sérverkefnum fyrir félagið. Hér segir Jón Þórisson frá störfum „Örnefnanefndar“ sem hann hefur verið formaður fyrir frá upphafi: Á Degi íslenskrar tungu. Jón Þórisson flytur hér ávarp, eftir að hafa tekið við viðurkenningu, fyrir hönd félagsins, úr hendi menntamálaráðherra. Störf Örnefnanefndar Árið 1995 samþykkti félagið að end- urskoða örnefnaskrár eins margra jarða á félagssvæðinu og frekast væri unnt. Örnefnaskrárnar eru upphaflega ritaðar af Ara Gíslasyni, kennara og fræðimanni, og á hann mikið þakklæti skilið fyrir það starf, sem í raun er ó- metanlegt. Ýmsir töldu þó, að nokkuð af örnefnum vantaði í a.m.k. sumar skrárnar og þær þannig upp settar, að erfitt væri fyrir ókunnuga að rekja sig eftir þeim. Hugmyndin var því að reyna að bæta úr þessum ágöllum. Þetta staif er unnið á þann veg, að tilnefndur var einn fulltrúi úr hverjum hreppi eins og hreppaskiptingin var þá, það er Skorradals-, Andakíls-, Lundar- reykjadals-, Reykholtsdals-, Hálsa- og Hvítársíðuhreppi. Örnefnastofnun sendir okkur ljósrit af nokkrum skrám í einu og er þeim komið í hendur við- komandi fulltrúa, sem sér um að hver skrá sé yfirfarin af þeim, sem hann tel- ur kunnugasta á hverjum stað og þær umritaðar, ef talin er ástæða til. Þetta starf hefur því miður gengið misvel. Of margir hafa látið nægja að gera nokkrar athugasemdir við skrár, sem þurft hefði að laga mun meira. Einnig eru til þær jarðir sem enginn treystir sér til að eiga við, einkum þar sem tíð ábúendaskipti hafa orðið eða jarðir farið í eyði. Stundum hefur þurft að fara ýmsar krókaleiðir, leita allt norður í Skagafjörð og Öxarfjörð að afla gagna. Eitt sveitarfélag sker sig þó úr hvað árangur snertir, en það er Hvítársíðuhreppur. Þar er þessi vinna alllangt komin og örnefnaskrár flestra jarða umritaðar. Þetta framtak virðist hafa vakið nokkra athygli og á „Degi íslenskrar tungu" árið 1999 hlaut félagið viður- kenningu fyrir starfið. En því er ekki lokið og verður haldið áfram. Við vilj- um leggja okkar af mörkum til að varðveita örnefni, því að mörg þeirra segja okkur sögu um líf og lífsbaráttu löngu genginna kynslóða. Annað viðfangsefni, nokkuð skylt, var skráning á lista yfir þjóðsögur og sagnir í prentuðum ritum, sem tengjast borgfirskum örnefnum. Það verk var unnið að tilhlutan formanns ung- mennasambandsins. Afrakstrinum var 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.