Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 51

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 51
Hér má sjá fjórar kynslóðir út frá tveimur langömmum skírnarbarnsins. Vilborg er föðurlangamman, en Arna er tengdadóttir hennar. Pálína er móðurlangamman og móðir Örnu. Talið frá vinstri: Vilborg í rauðum kjól, Auður Valdimarsdóttir, Arna Guðmundsdóttir, Pálína M. Bjarnadóttir. Yngsti ættliðurinn, Katrín Sunna Brynjars- dóttir, situr í fangi móður sinnar. Vilborg tók á móti Örnu, sem varð síðar tengda- dóttir hennar, einnig Auði dóttur hennar, en var við fæðingu Katrínar litlu. Veður fór versnandi, sá ekki út úr aug- um, samt var ekki um neitt annað að velja en fara. Ég bað til guðs að allt myndi blessast. Svo var lagt frá bryggju. Okkur lækninum var ráðlagt að leggjast í kojur frammi í lúkar sem við gerðum. Við vorum ekki búin að liggja lengi, þegar högg svo mikið kemur upp undir bátinn að við hrökkvum út á gólf. Hvað var nú að gerast? Fljótlega kom Ásgeir fram í lúkar og sagði okk- ur að bátinn hefði tekið niðri á svo- nefndu Kyrrskeri. Vélin hafði drepið á sér við áreksturinn. Niðamyrkur var allt í kring. Skyldi skaparinn ætla okk- ur að verða til þarna á skerinu? En lánið var yfir okkur, vélin tók við sér. Það eru jól, hugsaði ég. Það gat varla verið ætlun guðs, að hér yrðu endalok í lífi mínu og hinna. Ég sem var rétt að byrja að taka þátt í lífsbar- áttunni. Jú, hann ætlar mér að komast á leiðarenda og taka á móti litlu jóla- bami. Báturinn erfiðaði inn fjörðinn í myrkrinu og rokinu. Við vorum lokuð inni í lúkarnum og ónotahrollur í okk- ur. Skellirnir, sem komu á bátinn ann- að slagið, gerðu okkur ómögulegt að liggja út af, svo að ég sat allan tímann og hélt mér fast. „Ertu sjóveik?“ spurði Einar læknir. „Nei,“ sagði ég. „Þá ertu hrædd,“ sagði hann, og lái mér það enginn. Loks heyrðum við að vélarhljóðið hækkaði. Þá vissum við að báturinn var að nálgast land en eftir var að komast frá borði. Þeir voru með lítinn árabát í togi, og nú áttum við að reyna að stökkva niður í hann. En hann hoppaði og skoppaði á öldunum, ým- ist lengst niðri eða uppi. Við sættum lagi að stökkva um borð þegar hann var miðja vegu. Síðan var róið í land nokkur áratog og báturinn stakkst á kaf í snjóskafl. Ég var dregin upp á skaflinn og sökk upp að klofi í sjóblautan snjóinn. Heim að bænum var ég dregin, rennandi blaut og köld. Gott var að vera komin með fast land undir fót (gott hefði ver- ið að eiga kraftgalla þá) og inn í hús komumst við, mikið fegin. Lítil jólastúlka Strax í dyrunum hlustaði ég eftir barnsgráti, en allt var hljótt. Guð hafði bænheyrt mig, ég var ekki of sein. Ég fór nú að undirbúa konuna og gera það sem þurfti fyrir hana. Um nóttina eignaðist hún litla, fallega stúlku og allt gekk að óskum. Ég reyndi að sofna, en lítið varð úr svefni svo margt viðburðaríkt hafði átt sér stað á stuttum tíma. Litla jólastúlkan lá við hliðina á mér og ég hlustaði lengi vel Skjólríkt er á Bíldudal í faðmi hárra fjalla. á andardrátt ungbarnsins. Já, svona var mín fyrsta ljósmóðurferð. Ég dvaldi á bænum fram á gamlárs- dag, en þá var komið gott veður. Við fórum til baka á litlum vélbáti. Ég kom heim og hélt mín áramót, glöð og hamingjusöm. Þessi ferð er mér að sjálfsögðu minnisstæð, því að við vorum í lífs- háska. Sá sem mest og allt hvfldi á var hann Ásgeir Jónasson sem var alinn upp í Reykjafirði og þekkti öll kenni- leiti manna best. Hann áttaði sig betur á staðháttum í myrkri og lét því slökkva öll ljós á bátnum og rýndi út í sortann. Fólkið í Reykjafirði sagðist hafa séð ljós, en svo hafði ekkert sést lengi og allir voru orðnir smeykir og órólegir. Enda gat allt gerst í slíku ofsaveðri. En með guðshjálp og hinna frábæru sjó- manna komumst við á leiðarenda. Skipstjóri var Guðbjartur Olason, en Ásgeir og Rafn Sveinbjömsson með honum. Einar Th. Guðmundsson lækn- ir minntist oft á þessa ferð við mig og bað mig um að koma henni einhvern tíma á blað. Ég er fegin að vera nú búin að efna það 50 ára gamla loforð. Skrífað á Bíldndal í september 2001 ‘Xxislúv c)áiiíidátUi, Ijósmóðir, formaður Félags aldraðra í V-Barðastrandarsýslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.