Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 24

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 24
Dvalar- og fræðasetur ad Laugum í Sælingsclal í einhverju söguríkasta héraði landsins, Dalasýslu, þar sem kunnir land- námsmenn námu land og dramatískir atburðir Laxdælu gerðust, eru Laugar í Sælingsdal. Áður bújörð og skólasetur frá 1974 til 1999. Nú er staðurinn tilbúinn til að taka að sér nýtt hlutverk. Á Laugum eru miklar og glæsilegar byggingar sem ekki eru fullnýttar. þarna eru rúmgóðar kennslustof- ur, nýendurgerð gistiher- bergi, íþróttasalur, sund- laug, stórt eldhús og borðsalur. í húsinu er bóka- safn og myndarlegt þjóð- minjasafn. Allt upphitað með jarðvarma. Staðurinn býður því upp á margvís- lega notkun. Um nokkurt skeið hefur verið rekið þar sumarhótel við góðan orðstír, en að vetrinum hef- ur verið lítið um að vera eftir að skólahaldi lauk. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur því verið að huga að meiri nýtingu húsakynna. Meðal þess sem er í at- hugun er stofnun dvalar- og fræða- seturs fyrir eldri borgara í landinu. Með yfirlýsingu frá 23. september 1999 var tekið upp samstarf milli sveitarstjórnar Dalabyggðar, Lands- samtaka eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um könnun á möguleikum að starfrækja dvalar- og fræðasetur á Laugum. Markmið með stofnun setursins er að gefa öldruðum kost á að njóta þar hvfldar og hressingar og eiga kost á því að taka þátt í margs konar fræðslustarfi, tómstundaiðju og heilsu- rækt sér til nægju og heilsubótar. Vafi leikur vait á því að þörf er á svona þjónustu fyrir aldraða hér á landi eins og veitt er í ýmsum grannlöndum okk- ar og nýtur mikilla vinsælda. Gert er ráð fyrir um 40 manns á hverjum tíma. Boðið verði upp á fræðslunámskeið, heilsurækt og ýmiss konar afþreyingu í eina til tvær vikur í senn. Ráðinn verði forstöðumaður sem beri ábyrgð á rekstrinum. Auk hans verði ráðinn einn fastur starfsmaður og tímabundið leið- beinendur og fyrirlesarar, sem vel gætu komið úr hópi eldri borgara. Starfsfólk í mötuneyti yrði ráðið eftir þörfum. Lækna- og hjúkrunarþjónustu er gert ráð fyrir að heilsugæslustöðin í Búðardal annist. Leitað hefur verið eftir stuðningi opinberra aðila til að reka setrið svo að dvalarkostnaður yrði vel viðráðanlegur öllum eldri borgurum. Ánægjulegur áfangi: Það ber að fagna því að unnið er að því að hefja rekstur dvalar- og fræðaseturs á Laug- um, sem gæfi mörgum tækifæri til að njóta fræðslu, hressingar og hvfldar, andlegrar og líkamlegrar uppörvunar. Dvölin gæti komið í stað sólar- landaferðar eða a.in.k. til viðbótar í vali. Ennfremur gæfist kostur á að taka á móti eldri borgurum frá Norðurlöndum sem vildu koma til ís- lands í stutta heim- sókn eins og gerst hefur síðustu árin. Hvað yrði í boði? Sveitarstjórn Dala- byggðar hefur hugsað sér að boðið yrði upp á fjölbreytt efni til fróðleiks og skemmt- unar. Sem dæmi um nokkur efni sem nefnd hafa verið að taka mætti fyrir á námskeiðum til umræðu og athugunar: Staða aldraðra í samfélaginu, heilbrigðisþjónusta, tryggingamál, fjármál aldraðra, bók- menntir, listir, mataræði, klæðnaður og snyrting eldra fólks, hannyrðir, föndur, skemmtanir, ættfræði, þjóð- færði, landkynning og líkamsrækt, svo eitthvað sé nefnt. Á hvaða árstíma? Til að byrja með er geit ráð fyrir að reksturinn verði frá hausti til vors með hléi í svartasta skammdeginu. þó kemur til greina sér- stök dagskrá um jól og áramót fyrir þá sem vilja njóta hvfldar og friðar um hátíðirnar. Sveitarstjórn hefur hugsað sér þetta í byrjun sem þriggja ára verkefni, en vonandi verður grundvöll- ur fyrir framtíðarrekstri. Ástæða er til að áma sveitarstjóm Dalabyggðar far- sældar með fmmkvæði að því að koma af stað rekstri dvalar- og fræðaseturs fyrir aldraða. Steján' ^ánssatv, stjómarmaður FEB í Reykjavík 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.