Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 46
Lítil minning
-helvítis útgerðin-
Þegar árin færast yfir er það oft svo að menn fara að velta fyrir sér ýmsu sem
á dagana hefur drifið og minningar velta fram. Hve ótrúlegt sem það má vera
þá er eins og merkileg atvik, sem ef til vill skiptu sköpum á lífsveginum, skilji
ekki eftir sig jafnsterkar minningar og smáatvik sem breyttu ef til vill engu í
lífinu, en festust þó óafmáanlega í safni minninganna. Ég ætla nú að flytja ykk-
ur litla minningu sem stendur mér ætíð ofarlega í huga á þessum árstíma
„litla minningu um jól.“
Upphaf staðsetningar at-
burðanna er nýsköpunar-
togari á djúpmiðum út af
Vestfjörðum. Dagsetn-
ingin Þorláksmessa um
miðja 20. öldina. Veiði-
ferðin hafði gengið vel
framan af og leit út fyrir
að tilskilinn árangur
næðist í næga tíð til að
komast til heimahafnar í
Reykjavík fyrir jól, en síð-
ustu fimm daga hafði
ekkert gengið. Hvert sem
leitað var alltaf sami
„skaufi í hali" á sjó-
mannamáli, endalaust
verið að hífa og stíma á
næsta svæði, en árangur-
inn alltaf sá sami.
Þegar komið var fram yfir
hádegi skall á rneð hvöss-
um norðanvindi og frostið
jókst. Fyrr en varði var
veðrið orðið sjóðvitlaust.
Klaki farinn að safnast á
vanta og gálga, einnig á
bátadekkið. „Hífa og festa
trollið“ var skipunin úr
brúnni. Brúnin léttist á
mannskapnum, við mynd-
um ná heim í það minnsta fyrir jóla-
dag. Það var handagangur í öskjunni,
allt gekk eins og smurð vél og lagt var
í hann, en brátt kom í ljós að ferðinni
var ekki heitið til heima-
hafnar, en barist á móti
vindi og veðri í var inn á
næsta fjörð. Ferðin sóttist
hægt, en í morgunsárið á
aðfangadag jóla var skip-
ið komið í var undir háum
Vestfjarðafjöllum og virt-
ist, eftir það sem á undan
var gengið, að komið væri
logn.
Siglt var fram hjá mörg-
um öðrum togurum sem
höfðu lagst við festar í
skjólinu undir fjöllunum.
Brúnin var þung á körlun-
um um borð og mörg ljót
samantvinnuð blótsyrði
féllu, sem á jólaföstu er
ekki veijandi að hafa eftir,
en samnefnari þeirra var
„helvítis útgerðin“! Blóts-
yrðin fuku út í buskann,
það voru aðrir sem réðu.
Þó var athyglisverðast að
skipinu var lagt að
bryggju. Skýringin var sú
að radarinn hefði bilað í ó-
veðrinu og þarfnaðist
skjótrar lagfæringar. Þetta
þótti þeim eldri og reynd-
ari merkisatburður, að
hægt væri að borga hafnar-
gjöld hér í þessu kmmma-
skuði en ekki í heimahöfn,
en hver skilur hagfræði
um borð í togara?
Skipið hafði sem sagt lagst við