Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 46

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 46
Lítil minning -helvítis útgerðin- Þegar árin færast yfir er það oft svo að menn fara að velta fyrir sér ýmsu sem á dagana hefur drifið og minningar velta fram. Hve ótrúlegt sem það má vera þá er eins og merkileg atvik, sem ef til vill skiptu sköpum á lífsveginum, skilji ekki eftir sig jafnsterkar minningar og smáatvik sem breyttu ef til vill engu í lífinu, en festust þó óafmáanlega í safni minninganna. Ég ætla nú að flytja ykk- ur litla minningu sem stendur mér ætíð ofarlega í huga á þessum árstíma „litla minningu um jól.“ Upphaf staðsetningar at- burðanna er nýsköpunar- togari á djúpmiðum út af Vestfjörðum. Dagsetn- ingin Þorláksmessa um miðja 20. öldina. Veiði- ferðin hafði gengið vel framan af og leit út fyrir að tilskilinn árangur næðist í næga tíð til að komast til heimahafnar í Reykjavík fyrir jól, en síð- ustu fimm daga hafði ekkert gengið. Hvert sem leitað var alltaf sami „skaufi í hali" á sjó- mannamáli, endalaust verið að hífa og stíma á næsta svæði, en árangur- inn alltaf sá sami. Þegar komið var fram yfir hádegi skall á rneð hvöss- um norðanvindi og frostið jókst. Fyrr en varði var veðrið orðið sjóðvitlaust. Klaki farinn að safnast á vanta og gálga, einnig á bátadekkið. „Hífa og festa trollið“ var skipunin úr brúnni. Brúnin léttist á mannskapnum, við mynd- um ná heim í það minnsta fyrir jóla- dag. Það var handagangur í öskjunni, allt gekk eins og smurð vél og lagt var í hann, en brátt kom í ljós að ferðinni var ekki heitið til heima- hafnar, en barist á móti vindi og veðri í var inn á næsta fjörð. Ferðin sóttist hægt, en í morgunsárið á aðfangadag jóla var skip- ið komið í var undir háum Vestfjarðafjöllum og virt- ist, eftir það sem á undan var gengið, að komið væri logn. Siglt var fram hjá mörg- um öðrum togurum sem höfðu lagst við festar í skjólinu undir fjöllunum. Brúnin var þung á körlun- um um borð og mörg ljót samantvinnuð blótsyrði féllu, sem á jólaföstu er ekki veijandi að hafa eftir, en samnefnari þeirra var „helvítis útgerðin“! Blóts- yrðin fuku út í buskann, það voru aðrir sem réðu. Þó var athyglisverðast að skipinu var lagt að bryggju. Skýringin var sú að radarinn hefði bilað í ó- veðrinu og þarfnaðist skjótrar lagfæringar. Þetta þótti þeim eldri og reynd- ari merkisatburður, að hægt væri að borga hafnar- gjöld hér í þessu kmmma- skuði en ekki í heimahöfn, en hver skilur hagfræði um borð í togara? Skipið hafði sem sagt lagst við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.