Listin að lifa - 15.10.2001, Page 24
Dvalar- og fræðasetur
ad Laugum í Sælingsclal
í einhverju söguríkasta héraði landsins, Dalasýslu, þar sem kunnir land-
námsmenn námu land og dramatískir atburðir Laxdælu gerðust, eru
Laugar í Sælingsdal. Áður bújörð og skólasetur frá 1974 til 1999. Nú er
staðurinn tilbúinn til að taka að sér nýtt hlutverk.
Á Laugum eru miklar og
glæsilegar byggingar sem
ekki eru fullnýttar. þarna
eru rúmgóðar kennslustof-
ur, nýendurgerð gistiher-
bergi, íþróttasalur, sund-
laug, stórt eldhús og
borðsalur. í húsinu er bóka-
safn og myndarlegt þjóð-
minjasafn. Allt upphitað
með jarðvarma. Staðurinn
býður því upp á margvís-
lega notkun. Um nokkurt
skeið hefur verið rekið þar
sumarhótel við góðan
orðstír, en að vetrinum hef-
ur verið lítið um að vera
eftir að skólahaldi lauk.
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur
því verið að huga að meiri nýtingu
húsakynna. Meðal þess sem er í at-
hugun er stofnun dvalar- og fræða-
seturs fyrir eldri borgara í landinu.
Með yfirlýsingu frá 23. september
1999 var tekið upp samstarf milli
sveitarstjórnar Dalabyggðar, Lands-
samtaka eldri borgara og Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni um
könnun á möguleikum að starfrækja
dvalar- og fræðasetur á Laugum.
Markmið með stofnun setursins er
að gefa öldruðum kost á að njóta þar
hvfldar og hressingar og eiga kost á
því að taka þátt í margs konar
fræðslustarfi, tómstundaiðju og heilsu-
rækt sér til nægju og heilsubótar. Vafi
leikur vait á því að þörf er á svona
þjónustu fyrir aldraða hér á landi eins
og veitt er í ýmsum grannlöndum okk-
ar og nýtur mikilla vinsælda.
Gert er ráð fyrir um 40 manns á
hverjum tíma. Boðið verði upp á
fræðslunámskeið, heilsurækt og ýmiss
konar afþreyingu í eina til tvær vikur í
senn. Ráðinn verði forstöðumaður
sem beri ábyrgð á rekstrinum. Auk
hans verði ráðinn einn fastur
starfsmaður og tímabundið leið-
beinendur og fyrirlesarar, sem vel
gætu komið úr hópi eldri borgara.
Starfsfólk í mötuneyti yrði ráðið eftir
þörfum. Lækna- og hjúkrunarþjónustu
er gert ráð fyrir að heilsugæslustöðin í
Búðardal annist. Leitað hefur verið
eftir stuðningi opinberra aðila til að
reka setrið svo að dvalarkostnaður
yrði vel viðráðanlegur öllum eldri
borgurum.
Ánægjulegur áfangi: Það ber að
fagna því að unnið er að því að hefja
rekstur dvalar- og fræðaseturs á Laug-
um, sem gæfi mörgum tækifæri til að
njóta fræðslu, hressingar og hvfldar,
andlegrar og líkamlegrar uppörvunar.
Dvölin gæti komið í stað sólar-
landaferðar eða a.in.k. til viðbótar í
vali. Ennfremur gæfist kostur á að taka
á móti eldri borgurum
frá Norðurlöndum
sem vildu koma til ís-
lands í stutta heim-
sókn eins og gerst
hefur síðustu árin.
Hvað yrði í boði?
Sveitarstjórn Dala-
byggðar hefur hugsað
sér að boðið yrði upp
á fjölbreytt efni til
fróðleiks og skemmt-
unar. Sem dæmi um
nokkur efni sem
nefnd hafa verið að
taka mætti fyrir á
námskeiðum til
umræðu og athugunar: Staða aldraðra
í samfélaginu, heilbrigðisþjónusta,
tryggingamál, fjármál aldraðra, bók-
menntir, listir, mataræði, klæðnaður
og snyrting eldra fólks, hannyrðir,
föndur, skemmtanir, ættfræði, þjóð-
færði, landkynning og líkamsrækt, svo
eitthvað sé nefnt.
Á hvaða árstíma? Til að byrja með
er geit ráð fyrir að reksturinn verði frá
hausti til vors með hléi í svartasta
skammdeginu. þó kemur til greina sér-
stök dagskrá um jól og áramót fyrir þá
sem vilja njóta hvfldar og friðar um
hátíðirnar. Sveitarstjórn hefur hugsað
sér þetta í byrjun sem þriggja ára
verkefni, en vonandi verður grundvöll-
ur fyrir framtíðarrekstri. Ástæða er til
að áma sveitarstjóm Dalabyggðar far-
sældar með fmmkvæði að því að koma
af stað rekstri dvalar- og fræðaseturs
fyrir aldraða.
Steján' ^ánssatv,
stjómarmaður FEB í Reykjavík
24