Listin að lifa - 15.10.2001, Side 32

Listin að lifa - 15.10.2001, Side 32
Konungsheimsókn á Reykjum árið 1907. Þarna tekur Þorsteinn Þorsteinsson bóndi, afi Hjalta, á móti Friðriki 8. Danakonungi á bæjarhlaðinu. Þorsteinn stendur við eldskemmuna sína þar sem hann smíðaði gæruhnífa, skónálar, vasahnífa og fleira. Vörpu- legi maðurinn lengst til hægri, andspænis konungi, er Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann. arnir voru lagðir niður og tankarnir komu, þá var betra að kæla mjólkina. Við smíðuðum 270 tanka á árunum 1960—’70, en breytingin varð að ganga svo hratt yfir að við höfðum ekki und- an, og þeir fóru að flytja inn tanka. Já, vélvæðingin fór hratt yfir sveit- imar. Áður gátu bændur ekki búið nema að hafa vinnufólk. Nú er fámennt á bæjunum, vélamar hafa tekið við. Selfoss er búinn að taka geysilegum stökkbreytingum frá 1940. Áður var kaupfélagið miðja atvinnulífsins. Nú er það ekki nema nafnið eitt. Nú veit enginn hver á hvað, allir í hlutabréf- um, allir að reyna að græða. Selfoss er nú geysimikill þjónustu- og skólabær, yfir 700 nemendur í gagnfræðaskólan- um og mikið starfslið fylgir skólunum. Hér eru líka stór fyrirtæki, eins og t.d. Mjólkurbú Flóamanna og Ræktunar- samband Flóa og Skeiða.“ Að ráða sér sjálfur Hjalti er hættur að vinna hjá öðrum, en með járnsmíðaverkstæði í bílskúrn- um heima. „Gott að þurfa ekki að gera það sem manni finnst leiðinlegt - að- eins það sem maður vill sjálfur. Nú sef ég þegar ég vil, borða þegar ég er svangur. Ég held að enginn þurfi að kvíða starfslokum, ef menn hugsa fyr- ir því hvað þeir ætla að gera, ég veit um menn sem hafa staðið uppi eins og glópar. Allir geta fundið sér eitthvað að sýsla við sitt hæfi. Hér er geysi- mikil starfsemi í eldri borgara félaginu og mörg námskeið í boði. Ég er mikill vinnufíkill í eðli mínu og þarf að hafa mikið að gera. Við erum með stóran garð, þar á ég mörg handtök. Við ræktum kartöflur, rófur og grænmeti. Og leggjum mikið upp úr góðu fæði. Maður er það sem mað- ur borðar. Ég hef alltaf verið gallheil- brigður." Hjalti og Ingibjörg ferðast mikið. Áður fóru þau mikið í innanlandsferð- ir með tjald og nesti. Nú safna þau framandi löndum, eins og sjá má á fögru heimili þeirra sem prýtt er list- munum víða að. Veiðigleðin hjá þeim er samt söm við sig. „Við förum mikið í Veiðivötn, oft þrjár ferðir á sumri. Fyrr á árum var veiðin svo mikil að ég seldi silunginn. Þá voru gefin út 25 leyfi. Nú eru þau 80, og oft örtröð af fólki. Þeir eru farnir að klaka í vötnin, þetta er ekki lengur náttúruleg veiði. Reyndar fórum við fjórir karlar í Þór- isvatn í sumar og drógum 140 silunga á sjö tímum. Gaman að lenda í slíkri veiði!“ Hjalti spilar undir fjöldasöng á kvöldin og dundar sér á daginn við að smíða aðventukransa, kertastjaka, kirkjukrossa og fleira. Skóhornin hans eru vinsæl. „Eldri menn eru hrifnir af að þurfa ekki að beygja sig. Ég gaf kennara í Garðabæ eitt skóhorn. í kjölfarið kom pöntun upp á 70 stykki.“ Hjalti er kvikur á fæti og létt- ur í lund, enda sífellt að vinna list- muni og vekja gleði. - Skyldi leynd- ardómur æskubrunnsins liggja í sköp- un og starfsgleði? 32

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.