Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Síða 36
miðvikudagur 25. júní 200836 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx „Það eru engir tveir fótboltaleik- ir eins. Þegar leikurinn byrjar veistu svona nokkurn veginn að hverju þú gengur. En hann getur farið á allt ann- an veg en þú bjóst við. Norður-Sigling hefur farið rúmlega sex þúsund og þrjú hundruð ferðir í heildina frá því við byrjuðum og flutt 240 þúsund farþega. Það er engin ein einasta ferð sem hefur verið alveg eins og sú síðasta og hef ég þó farið nokkr- ar,“ segir Heimir Harðarson hjá hvala- skoðunarfyrirtækinu Norður-Siglingu á Húsavík. Norður-Sigling hefur verið í fararbroddi íslenskra hvalaskoðun- arfyrirtækja frá stofnun þess 1995. Það var fyrst fyrirtækja til að bjóða upp á skipulagða hvalaskoðun hér á Íslandi og sjást hvalir í yfir 95% tilfella. Plast, ál og stál í stað eikar Saga Norður-Siglingar nær aft- ur til 1994 þegar bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir keyptu 20 tonna eikarbát, Knörrinn, og komu með til Húsavíkur. Upprunalegi til- gangurinn var að bjarga skipinu frá eyðileggingu. Fram að þeim tíma hafði hvílt sú kvöð á skipum sem tekin voru út úr hefðbundinni útgerð að þeim skyldi fargað. Smíði slíkra báta hafði lagst af og ódýrari efni höfðu tekið við af eik- inni, svo sem plast, ál og stál. „Það þurfti því að finna bátnum eitthvert hlutverk og það lá beinast við að sigla með fólk á hvala- og fuglaslóð- ir. Þetta byrjaði sem náttúruskoðun. Hvalaskoðun var ein af tvenns konar afþreyingu sem við byrjuðum með og síðan sprakk það út. Miklu meira en nokkuð annað,“ segir Heimir. Strax sprenging í farþegafjölda Strax frá upphafi varð ljóst að hvalaskoðun myndi slá í gegn. Fyrsta árið flutti fyrirtækið rúmlega 1.700 manns en í dag hefur sá fjöldi marg- faldast. Heimir segir að það hafi fáir átt von á slíkri sprengingu. „Fyrstu árin þrefölduðum við fjöldann. Fór- um úr 1.700 manns í 5.600 manns. Það var því sprenging og við keypt- um annan bát 1996 sem heitir Hauk- ur. Hann er núna orðinn tveggja mastra skonnorta. Veturinn 2001- 2002 var honum breytt. 1998 keypt- um við stærsta skipið okkar sem er Náttfari og 2002 keyptum við Bjössa Sör. Svo eigum við einn bát í viðbót sem er í breytingum hjá okkur núna. Kallaður Garðar.“ 11 tegundir á Skjálfanda Á Skjálfandaflóa sjást 11 hvala- tegundir. Stórhveli sjást mest í ferð- um dagsins í dag. Áður fyrr sást mest af hrefnu. „Hrefnan var aðalsýning- ardýrið. Hún sást fyrstu árin í 95% ferðanna en í fyrra fór hún í fyrsta sinn niður fyrir 50%. Í dag sjáum við mest af stórhvelum, hnúfubökum og steypireyðum,“ segir Heimir. Samantekt 1995 Hrefnur í 56 af 60 ferðum = 93,3% Hnúfubakar í 38 af 60 ferðum = 63,3% Höfrungar í 28 af 60 ferðum = 46,7% Hnísur í 7 af 60 ferðum = 11,7% Háhyrningar í 1 af 60 ferðum = 1,7% Alls: 59 af 60 = 98,3% Samantekt 1997 Hrefnur í 363 af 384 ferðum = 94,5% Höfrungar í 144 af 384 ferðum = 37,5% Hnísur í 35 af 384 ferðum = 9,1% Hnúfubakar í 26 af 384 ferðum = 6,8% Leifturhnýðar í 7 af 384 ferðum = 1,8% Háhyrningar í 5 af 384 ferðum = 1,3% Sandreyðar í 4 af 384 ferðum = 1,1% Steypireyðar í 15 af 384 ferðum = 15% Alls: 382 af 384 = 99,5% Samantekt 2000 Hrefnur í 460 af 485 ferðum = 94,8% Höfrungar í 278 af 485 ferðum = 57,3% Hnísur í 69 af 485 ferðum = 14,2% Hnúfubakar í 13 af 485 ferðum = 2,7% Háhyrningar í 10 af 485 ferðum = 2,1% Sandreyðar í 1 af 485 ferðum = 0,2% Steypireyðar í 1 af 485 ferðum = 0,2% Alls: 484 af 485 ferðum = 99,8% Samantekt 2004 Hrefnur í 454 af 611 ferðum = 74% Höfrungar í 344 af 611ferðum = 56% Steypireyðar í 101 af 611 ferðum = 17% Hnúfubakar í 95 af 611ferðum = 16% Langreyðar í 15 af 611 ferðum = 3% Háhyrningar í 13 af 611ferðum = 13% Sandreyðar í 2 af 611ferðum = 0,2% Hnísur í 112 af 611ferðum = 18% Alls: 583 af 611ferðum = 95,5% Samantekt 2007 Hnúfubakar í 513 af 689 ferðum= 74,5% Hrefnur í 330 af 689 ferðum= 47,9% Steypireyðar í 81 af 689 ferðum= 11,8% Höfrungar í 243 af 689 ferðum= 35,3% Hnísur í 98 af 689 ferðum= 14,2% Langreyðar í 9 af 689 ferðum= 1,3% Háhyrningar í 8 af 689 ferðum= 1,2% grindhvalur í 7 af 689 ferðum= 1% Alls: 637 af 689 ferðum= 97,7% Norður-Sigling á Húsavík var fyrsta fyrirtækið sem bauð upp á skipulagða hvalaskoðun hér á landi. Fyrsta árið fór fyrirtækið með 1.700 farþega en hefur margfaldað þann fjölda nú í dag. Það hefur flutt rúmlega 240 þúsund farþega samtals frá stofnun 1995. Stórhveli sjást aðallega í Skjálfandaflóa í dag en hrefnum sem eitt sinn voru aðalsýningardýrið hefur fækkað. HvalREkI á FjöRuR ferðamannsins „Afþreyingin Sem við Seljum er tiltölulegA ódýr. við erum því með frekAr breiðAn mArk- hóP. þAð heldur okkur líkA gAngAndi Að við fáum inn fleirA fólk heldur en þAð Sem kem- ur AðeinS til Að fArA í hvAlASkoðun.“ heimir harðarson Heimir hefur farið mörg þúsund ferðir út á Skjálfanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.