Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 18
miðvikudagur 25. júní 200818 FERÐIR DV Asninn í myndunum um græna risann Shrek er ekki sá eini sem á ferðalögum hrópar í sífellu: „Erum við kom- in?“ Börnum finnst oft sem ferðalög taki heila eilífð, og oft komast þau reyndar ansi nærri því. En þá er mikil- vægt að hafa í handraðanum skemmtilega leiki til að stytta ungviðinu stundir. DV tók saman nokkra fjöruga leiki sem henta vel á ferðalögum. Bannað að Brosa dags daglega er ekki mikið mál að sleppa því að brosa. En um leið og þér er skipað að sleppa því vandast málið. Þátttakendur þurfa að sitja þannig að þeir sjái hver framan í annan. markmiðið er að fá hina þátttak- endurna til að brosa en sá sem er lengst alvarlegur stendur uppi sem sigurvegari. Skemmtilegast er auðvitað að gretta sig ógurlega til að reyna að fá hina til að springa úr hlátri og tapa leiknum. Hver er persónan? Sá sem byrjar finnur sér þekkta persónu til að hugsa um. Best er að haga valinu í samræmi við samsetn- ingu þátttakenda þannig að allir viti hver viðkom- andi er. Síðan skiptast hinir þátttakendurnir á að spyrja spurninga sem hægt er að svara með já eða nei. Dæmi: „Er þessi persóna til í alvörunni?“ Ef svarið er já fær sá sem spurði að reyna aftur. Ef svarið er nei á næsti að gera. Sá vinnur sem giskar á rétta persónu og hann velur síðan þá næstu sem hinir giska á. Gulur Bíll! Sívinsæll og gamalkunnugur leikur er að fylgjast vel með þeim bílum sem mætt er eða keyrt framhjá og sá sem fyrstur sér gulan bíl potar létt í öxlina á öðrum þátttakanda og hrópar: gulur bíll! Þar sem gulir bílar eru heldur fáir á götunum er þessi leikur yfirleitt leikinn meðfram öðru og má því búast við að heyra hrópin skyndilega á jafnvel meira en klukkutíma fresti. Þeir sem vilja virkari leik geta breytt þemanu í til dæmis „svartur bíll!“ eða jafnvel „jeppi!“ eða „rúta!“ Ekki þarf endilega að halda utan um hver fylgist best með enda oft nægileg verðlaun að fá að pota í sessunautinn. Frúin í HamBorG Tveir geta leikið þennan leik í einu. Sá sem byrjar spyr: „Hvað keyptir þú fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?“ og bætir síðan við reglunum: „Þú mátt ekki segja svart og ekki hvítt, ekki já og ekki nei.“ Hinn hugsar þá upp eitthvað sem hann keypti fyrir peningana, til dæmis: „Ég keypti bolta.“ Sá sem spyr heldur þá áfram að forvitnast um boltann og reynir að fá hinn til að segja bannorðin. Þegar það tekst er lotan búin og þátttakendur skipta um hlutverk. síðasti BókstaFurinn Þegar eldri börn og unglingar eru á ferðalagi er oft sniðugt að fara í leik þar sem valið er þema, til dæmis frægir leikarar. Sá sem byrjar segir nafn á leikara og sá sem á að gera á eftir honum verður að nefna annan leikara sem heitir nafni sem byrjar á síðasta stafnum í nafni fyrri leikarans. Ef sá fyrsti sagði adam Sandler, gæti sá næsti sagt reese Witherspoon. Þátttakendur detta úr leik ef þeir finna ekkert nafn og á endanum situr einn eftir sem sigurvegari. Tveir geta einnig vel farið í þennan leik. Steiktar veislupyslur Pylsur með heitu kartöflusalati uppskrift úr gestgjafanum á bls. 29. í 8. tbl. 2007 Höf.: Sigríður Björk Bragadóttir mynd: kristinn magnússon fyrir fjóra n 800 g kartöflur n 2-3 laukar n 25 g smjör n 1 dl vatn n 3/4 dl hvítvínsedik n 1 tsk. sykur n 1 tsk. salt n nýmalaður pipar n 6-8 þýskar grillpylsur eða aðrar sem ykkur þykja góðar Skrælið kartöflurnar, skerið þær í 1 cm þykkar sneiðar og sjóðið í saltvatni í um það bil 5 mín. Hellið í sigti og látið bíða. Afhýðið laukinn og skerið í þunnar sneiðar. Steikið hann í smjörinu stutta stund, bætið vatni og ediki saman við og sjóðið í 5 mín. Setjið þá sykur, salt og pipar út í ásamt kartöfluskífunum. Hitið vel í gegn. Steikið pylsurnar á pönnu samkvæmt leiðbeiningum á umbúð- um. Gömlu Góðu pylsurn- ar Geta orðið veislu- matur í útileGunni með smá fyrirhöfn. eini útbúnaðurinn sem þarf til að búa til pylsur með heitu kartöflusalati er panna oG Grill. FERÐalEIkIR fyrir börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.