Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 62
miðvikudagur 25. júní 200862 FERÐIR DV að ferðbúast sé ég að Bandaríkja- maðurinn Reif er niðursokkinn í þykka kilju. Ég spyr hvað hann sé að lesa og hann leggur bókina á borði – hann er að lesa Grónar götur eftir Knut Hamsun á ensku! Tilviljanir eða teikn? Á Djúpuvík er maður ekki alltaf viss. Ferðalok Það er þungt yfir. Þoka í firðinum. Við sitjum í matsalnum, drekkum te og hlustum á best off-plötu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Ég þýði textana jafn- óðum fyrir Þjóðverjana. „Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjart- an daginn kemur nótt.“ Og ég sé að angurværðin kemur þeim lítillega á óvart. Það er undarleg þjóð sem lík- ir sér við eilífðar smáblóm með titr- andi tár í sjálfum þjóðsöngnum. Ferðamannatímabilið er að hefj- ast og snjórinn ekki enn horfinn úr fjallshlíðunum. Eva og Ási horfa björtum augum á sumarið. Trúlega mun óspillt náttúran og hin goð- sagnakennda Sigur Rós halda áfram að trekkja að erlenda ferðamenn. En það er annað sem Djúpavík hef- ur upp á að bjóða. Hvíld frá borginni. Fossnið í staðinn fyrir drunur bíl- anna. Fuglasöng í staðinn fyrir hróp og köll miðbæjarins. Ég kveð þau hjónin endurnærður á sál og líkama og eins og Vilhjálmur harmar það að sumarið líði allt of fljótt gæti ég vel hugsað mér að vera lengur. Erfitt að horfa upp á fólksflóttann „Við keyptum hótelið árið 1984 og opnuðum ári síðar,“ segir Eva Sigur- björnsdóttir hótelstýra. Eva og eig- inmaður hennar Ásbjörn Þorgilsson bjuggu bæði í borginni þegar þau ákváðu að flytja út á land og hella sér í ferðaþjónustuna. „Við kom- um hingað eitt sumarið og sáum að það var straumur af ferðamönnum á svæðinu en engin aðstaða. Þurftum líka að finna okkur eigið húsnæði og ákváðum því að slá til. Börnin tóku þessu bara vel. Ég held þeim hafi fundist þetta spennandi.“ Eva starfaði sem leikskólastjóri í borginni og Ásbjörn við rafsuðu. Hann rak viðgerðarbíl á hjólum, fór um og gerði við fyrir verktaka. Í dag eyðir hann löngum stundum í gömlu síldarverksmiðjunni að gera við gamla bíla og önnur tæki. Reksturinn á Djúpuvík hefur samt ekki gengið þrautalaust. „Maður þurfti að læra allt erf- iðu leiðina. Maður kunni ekkert í þessu og litlir peningar til skipt- anna,“ segir Eva en frá árinu 1984 hefur margt breyst í Árneshreppn- um. Á dögunum voru skólaslit í Trékyllisvík þar sem aðeins tveir nemendur eru við nám. Byggð- arþróunin er eins hér og annars staðar á landsbyggðinni. Fólki fækkar. „Ætli ég hafi ekki horft upp á eitt, tvö...“ hún telur í huganum, „...ein sex heimili hverfa. Svo hefur líka fækk- að á þeim bæjum sem eftir eru. Við finnum fyrir þessu og höfum áhyggj- ur. Manni finnst að þessi sveit hafi upp á það mikið að bjóða. Ef fleiri hverfa verður á endanum vonlaust að búa hérna.“ En hvað heillar ferðamenn við Djúpuvík? „Ég held það sé náttúran. Íslend- ingar leita ekki eftir sömu hlutum og erlendu ferðamennirnir sem koma fyrst og fremst út af náttúrunni.“ Ási kemur inn og grípur inn í. „Náttúran, kyrrðin og sagan,“ segir hann. Eva bætir við. „Íslendingar leita meira að menningunni og fá náttúruna í bón- us.“ Það verður mikið um að vera í Djúpuvík í sumar. Í lok júní brest- ur á með stórmóti í skák sem Hrafn Jökulsson skipuleggur. Hátt í sex- tíu skákmenn hafa skráð sig til leiks og verður teflt í gömlu síldaverk- smiðjunni. Það stefnir í metfjölda á hótelinu. Auk skákmótsins verð- ur ljósmyndasýning sett upp í verk- smiðjunni og málverkasýning á hót- elinu. „Svo hef ég skipulagt hérna svo- kallaða Djúpuvíkurdaga í ágúst. Þá brestur á með menningardagskrá og afþreyingu fyrir fjölskyldufólk. Við höfum fengið frábæra söngv- ara og skemmtikrafta til að vera með atriði,“ segir Eva og minnist á Ólafíu Hrönn sem hélt eftirminni- lega tónleika. „Hingað kemur fólk sem annaðhvort vann í verksmiðj- unni í gamla daga eða börn vinnu- manna og svo brottflutt fólk af svæðinu. Á kvöldin er svo varðeld- ur og sungið og dansað.“ „...og ég sé að angurværðin kEmur þEim lít- illEga á óvart. það Er undarlEg þjóð sEm líkir sér við EilíFðar smáblóm mEð titrandi tár í sjálFum þjóðsöngnum.“ Eva og ásbjörn Tóku þá afdrifaríku ákvörðun að flytja úr borginni til djúpuvíkur á Ströndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.