Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 20
miðvikudagur 25. júní 200820 FERÐIR DV SungIÐ í sveitinni Það er fátt skemmtilegra en vel heppnuð útilega í góðra vina hópi. Þegar líður á kvöldin vill oft færast fjör í leikinn og gítar og söngur taka völdin. Gott er að huga að því áður en lagt er af stað í útileguna að finna skemmtilega söngtexta á netinu og prenta þá út svo að allir geti tekið þátt í fjörinu. DV rifjar upp nokkur góð lög sem henta vel í útileguna. STÁL OG HNÍFUR Þegar ég vaknaði um morguninn er þú komst til mín. Hörund þitt eins og silki andlitið eins og postulín. Við bryggjuna bátur vaggar hljótt Í nótt mun ég deyja. Mig dreymdi dauðinn segði komdu fljótt það er svo margt sem ég ætla þér að segja. Ef ég drukkna, drukkna í nótt ef þeir mig finna. Þú getur komið og mig sótt þá vil ég á það minna. Stál og hnífur er merkið mitt merki farandverkamanna. Þitt var mitt og mitt var þitt meðan ég bjó á meðal manna. LÉTTUR Í LUNDU Léttur í lundu ég lagði af stað Á sömu stundu þér skaut þar að. Ég bauð þér upp í bílinn, ég blístraði á skrílinn. Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins. Léttur í lundu ég lagði af stað. Á sömu stundu þér skaut þar að. Ég bauð þér á ball í Stapa, á því var engu að tapa. Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins Gaman er að koma í Keflavík, kvöldin þar þau eru engin lík. Í sveitinni þeir eiga engin slík. Léttur í lundu ég lagði af stað Á sömu stundu þér skaut þar að. Ég bauð þér á ball í Stapa, á því var ekki að tapa. Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins ÞAÐ BLANDA ALLIR LANDA UPP TIL STRANDA Það blanda allir landa upp til stranda og vanda sig svo við að brugga bjór. Síðan drekkur fólkið þennan fjanda og viðskiptahópurinn er stór. Þeir selja hver öðrum slíkan varning og úrvalið af tegundum er gott. Þó þeir stundi líka ýmsan barning þá lifa þeir víst ótrúlega flott. Já, það blanda allir landa upp til stranda og standa í þessu nótt sem nýtan dag. En unglingarnir valda mörgum vanda þeir kunna ekki foreldranna fag. Úr turnunum súrhey börnin reykja og steikja sér svo smáfugla á tein. Næstum því í hlöðunum þau kveikja svo gamla fólkið rekur bara upp vein. Já, það blanda allir landa upp til stranda og standa í þessu nótt sem nýtan dag. En unglingarnir valda mörgum vanda þeir kunna ekki foreldranna fag. NÍNA OG GEIRI Ef þú vilt bíða eftir mér á ég margt að gefa þér, alla mína kossa ást og trú, enginn fær það nema þú. Nína átti heima á næsta bæ. Ég næstum það ekki skilið fæ, hún var eftir mér alveg óð. Ég fékk bréf og í því stóð: Ef þú vilt bíða eftir mér á ég margt að gefa þér, alla mína kossa ást og trú. Engin fær það nema þú. Ég las það og þaut svo strax af stað. Mér stóð ekki á sama ég segi það. En Nína grét og gekk mér frá, hún gat ei skilið sem ég sagði þá: Nína góða gráttu ei. gleymdu mér, ég segi nei. Þú ert enn of ung góða mín og ég get alls ekki beðið þín. Til Reykjavíkur lá mín leið. Langan tíma þar ég beið. Ég alltaf reyndi en illa gekk að gleyma bréfinu sem ég fékk. Ef þú vilt bíða eftir mér á ég margt að gefa þér alla mína kossa ást og trú. Enginn fær það nema þú. Ég vissi að aldrei fengi ég frið fyrr en Nínu ég sættist við. Hugurinn stöðugt hjá henni er, hún skal víst fá að giftast mér. Ég ók í skyndi upp í sveit, æskustöðvarnar mínar leit. En Nína leit mig ekki á, ég enn ei skil það sem hún sagði þá: Geiri elskan gráttu ei, gleymdu mér ég segi nei. Þú vildir mig ekki veslings flón, því varð ég að eiga hann vin þinn Jón. Barnastundir Í sumar bjóða þjóðgarðarnir að venju upp á dagskrá fyrir yngstu ferðalangana. Í svokölluðum barna- stundum sem standa í klukkustund í senn sýnir landvörður krökkunum undur náttúrunnar og fer með þeim í skemmtilega leiki. Þetta er tilval- in leið til að kynnast öðrum krökk- um á ferðalagi um Ísland og fræðast á sama tíma um blóm, skordýr og kletta. Á Snæfellsnesi verða þessar stundir frá klukkan 11 til 12 á laug- ardagsmorgnum í allt sumar, í Ás- byrgi milli 11 og 12 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og í Skaftafelli eru barnastundir á sama tíma bæði á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum. Á meðan getur full- orðna fólkið brugðið sér í stutta gönguferð því í upplýsingamið- stöðvum þjóðgarðanna fást bæk- lingar um merktar gönguleiðir og hversu langan tíma tekur að ganga hverja leið. Einnig getur verið gam- an að lesa sér til um svæðið því í bæklingunum eru líka upplýsingar um gróðurfar og annað á svæðinu. Barnastundir eru ókeypis og allir eru velkomnir. liljag@dv.is Vatnajökulsþjóðgarður - Jökulsárgljúfur krakkar skoða jurtir með landverði. H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is GISTING Í VOPNAFIRÐI FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA SYÐRI VÍK VOPNAFIRÐI Upplýsingar gefur Kristín í síma: 473 1199 - GSM: 848 0641 - fax: 473 1449 - holmi56@vortex.is Tvö sumarhús, 4 og 8 manna, einnig sér hús með 6 tveggjamanna herbergjum og eldunaraðstöðu. Gott aðgegi fyri fatlaða. Uppbúin rúm og svefnpokapláss. Veiðileyfi seld á silungarsævði í Hofsá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.