Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 54
miðvikudagur 25. júní 200854 FERÐIR DV
DagsvERk aÐ kLÍFa DROTTNINgUNa
Fjölskylduganga á Vífilfell
Þeir sem ekki hafa tíma í langt ferða-
lag í sumar geta þrátt fyrir það leyft sér
að fara í stutta fjallgöngu skammt frá
bænum. Vífilfell er fjall skammt frá
Reykjavík og tekur aðeins um 15 mín-
útur að komast þangað. Gengið hef-
ur verið á Vífilfell í fjölda ára og er það
góð tilbreyting frá Esjunni. Gangan tek-
ur ekki langan tíma og hentar því ung-
um sem öldnum. Gæti verið frábært
og stutt ferðalag að fara með fjölskyld-
una. Bæði er hægt að fara eftir kvöld-
mat eða helgardag og þá er tilvalið að
keyra áfram til Hveragerðis, skella sér
í sund og fá sér ís í Eden. Stutt en gott
ferðalag.
Vífilfell er 655 metra hátt fjall. Ferðin
upp er smá áreynsla en þykir ekki erfið
fyirr vana fjallgöngumenn. Börn ættu
ekki að eiga í neinum vandræðum með
það. Dálítið klifur er í lokin upp á topp-
inn svo maður þarf að leggja það á sig
til að klára. Þegar upp er komið er út-
sýnið ægifagurt og er hægt að sjá langt í
allar áttir. Það er að segja ef heiðskírt er.
Allt frá Snæfellsjökli að Eyjafjallajökli.
Flestir eru vanir að fara á Bláfjallasvæð-
ið á vetrartíma með skíðin og því góð
ástæða að skoða það að sumri til.
Farðu með Fjölskylduna
í stutta Fjallgöngu.
„Líkast til var Herðubreið Stef-
áni ómeðvitað tákn fyrir líðan hans
hverju sinni, uppruna hans og liðna
æsku, þegar náttúran var mikilfeng-
legri, sauðir vænni og hestar betri
en nokkurn tímann fyrr eða síðar í
Íslandssögunni,“ segir Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur í grein
sem hann ritaði um listmálarann
og afreksmanninn Stefán Jónsson
frá Möðrudal. Einatt málaði Stefán
myndir af Herðubreið, sem blasir
við frá Möðrudal. Stefán kallaði sig
Stórval.
Munnmælasögur hafa þegar gert
Stórval nánast goðsagnakennd-
an. Stefán var þrekmaður mikill og
varð frægur af því að hafa grafið sig
í fönn í mörg dægur til að sitja af sér
illviðri. Hann bjargaði sér frá því að
sofna og vakna aldrei aftur með því
að syngja „Ó, blessuð vertu sumar-
sól“ með hárri raust á meðan bylur-
inn geisaði.
Fjallið Herðubreið var valið þjóð-
arfjall Íslendinga í kosningu sem
fram fór árið 2003. Hún hefur geng-
ið undir gælunafninu „drottning ís-
lenskra fjalla“ og ófáir hafa spreytt
sig í því að klífa fjallið. Herðubreið
er 1.682 metra hátt móbergsfjall í
Ódáðahrauni, norðan Vatnajökuls.
Fjallið myndaðist við eldgos undir
jökli. Gosið hefur að lokum náð upp
úr jöklinum, því að á toppnum má
sjá hraunlög.
Að klífa Herðubreið er heiðarlegt
dagsverk. Fjallið er nokkuð bratt og
skriðurnar eru lausar. Gönguleið-
in er greinileg og vegslóði liggur
fast upp að fjallsrótunum þar sem
lagt er á brattann. Í góðu skyggni
er útsýnið frá toppi Herðubreiðar
mikilfenglegt. Til suðurs gefur að
líta Vatnajökul með Kverkfjöllum,
Dyngjujökli og flæðunum þar sem
Jökulsá á Fjöllum streymir undan
jöklinum yfir hraun og sanda. Til
austurs gefur að líta Snæfell, sem er
ívið hærra móbergs- og líparítfjall.
Snæfell er hæsta fjall landsins utan
jökla.
sigtyggur@dv.is
Þjóðarfjallið Herðubreið hefur orðið mörgum að yrkisefni: Herðubreið Þjóðarfjall íslendinga hefur orðið bæði málurum og
skáldum að yrkisefni.
Hin hliðin Þegar gengið
er á Herðubreið sést fjallið
frá öðru sjónarhorni.
Á toppnum göngugarpar tjölduðu við
fjallsræturnar að kvöldi, gengu á fjallið í
bítið daginn eftir og gengu svo til náða í
kverkfjöllum.
Á Vesturöræfum í grennd við
Snæfell er kjörlendi hreindýra.
Snæfell er í baksýn.
Óbeisluð orka kringilsáin æðir í
áttina að jökulsá, þar sem nú er
Hálslón.
dv-mYndir SigTrYggur