Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 69
DV Sport miðvikudagur 25. júní 2008 69 Sport Enginn úr Boston á ÓLEnginn úr nBa-meistaraliði Boston Celtics var valinn í landslið Banda-ríkjanna til þátttöku á Ólympíuleikunum sem fram fara í Peking 8.-24. ágúst. Boston var með besta árangurinn í deildarkeppninni og vann titilinn eftir 4–2 sigur í úrslitaeinvíginu gegn Los angeles Lak- ers. Boston tefldi fram gríðarsterku þríeyki í ár sem fór hvað lengst með að tryggja liðinu titilinn. Bakvörðurinn ray allen ásamt fram-herjunum Paul Pierce og kevin garnett fóru á kostum fyrir Boston-liðið í vetur en enginn þeirra þriggja var valinn í ólympíuliðið. Þjálfari liðsins er mike krzyzewski sem stjórnar duke-háskólaliðinu. ÚRSLIT landsbankadeildin Valur - FH 0–1 0-1 Arnar Gunnlaugsson (90.) staðan Lið L U J t M st 1. FH 8 6 1 1 19:8 19 2. keflavík 8 6 0 2 20:13 18 3. Fram 8 5 0 3 9:5 15 4. Fjölnir 9 5 0 4 11:9 15 5. kr 8 4 0 4 15:11 12 6. Þróttur r. 8 3 3 2 13:14 12 7. Breiðabl. 8 3 2 3 13:13 11 8. valur 7 3 1 3 11:12 10 9. Fylkir 8 3 0 5 10:15 9 10. ía 8 1 4 3 7:11 7 11. grindav. 7 2 0 5 8:14 6 12. Hk 8 1 1 6 8:18 4 MOLAR aftUr UMræða UM 4. dÓMara dómarinn Magnús Þórisson þurfti að fara af leikvelli eftir um fimmtán mínútna leik þegar Fram sigraði Breiðablik, 2–1, á mánu- dagskvöldið en hann tognaði aft- an í læri. Til allrar lukku var leikur- inn í beinni sjón- varpsútsendingu á Stöð 2 Sport og því eins og vaninn er í þeim tilvikum fjórði dómari til staðar. valgeir valgeirsson, sem hefur ný- lega verið hækkaður upp í flokk a-dóm- ara, tók við flautunni og stóð sig mjög vel. magnús sagði sjálfur í viðtali við Stöð 2 Sport í hálfleik að hann væri ánægð- ur með að fjórði dómari hefði verið til staðar svo þetta hefði ekki litið verr út. Þetta hefur kveikt aftur í þeirri umræðu að leikir í Landsbankadeild eigi alltaf að innihalda dómarakvartett en ekki tríó því alltaf geti svona vandamál komið upp. Fyrir aðeins tveimur árum varð þó nokkur seinkun á tveimur leikjum þegar þurfti að skipta um dómara í miðjum leik vegna meiðsla og mega sjónvarpsstöðv- ar og blöð illa við svona seinkunum. KristJán KEnnir sér MEins Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Kristj- án Örn sigurðsson, er tæpur fyrir fyrsta leik noregs- meistara Brann gegn Hamkam á laugardaginn þegar norska deildin hefst aftur eftir frí. í samtali við morg- unblaðið segist kristján finna fyr- ir torkennilegum verkjum í brjóstkassanum sem gengur ekkert að útskýra. Hann er þó ekkert að stressa sig á hlutunum. Brann sem vann norsku deildina í fyrra er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 8 stig. útsEndarar í stúKUnni útsendarar frá nokkrum erlendum lið- um voru í stúkunni á vodafone-vellin- um í gærkvöldi en frá þessu greindi vefsíðan Fótbolti.net. Stabæk, sem hefur verið mikið orðað við vals- manninn Pálma rafn Pálma- son, var með fulltrúa í stúk- unni samkvæmt heimildum síðunn- ar. Félagaskiptaglugginn fer að opna í Skandinavíu og þarf lið eins og Stabæk að bólstra sveit sína fyrir átökin í norsku deildinni en það mun missa menn þeg- ar glugginn opnast. Einnig er líklegt að leikmenn eins og davíð Þór viðarsson, Hjörtur Logi valgarðsson, báðir úr FH, og Birkir már Sævarsson úr val hafi ver- ið undir smásjá liðanna. ,,Þetta var rosalega mikilvægur sigur en það verður að segjast alveg eins og er að við vorum ekki betri að- ilinn í leiknum,” sagði kampakátur Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, við DV eftir leik og smellti vænum kossi á karl föður sinn um leið. Orð Davíðs verða ekki vefengd hér því Valur var öllu betri aðilinn í leiknum í gær sem bauð upp á litla skemmtun. Það var ekki fyrr en undir lokin, nánar til tekið í uppbótartíma, að eitthvað markvert gerðist. Enn ein skelfingarfyrirgjöfin barst fyrir mark- ið hjá Val og boltinn skallaður burt. Þegar áhorfendur fóru að líta í kring- um sig og sjá hvaða möguleika Val- ur hefði í sókninni var höfði þeirra snöggt snúið aftur að vítateig Vals- manna því Kristinn Jakobsson dóm- ari var búinn að benda á vítapunkt- inn. Um leið fékk Barry Smith sitt annað gula spjald en enginn skildi í raun hvað gerst hafði. ,,Boltinn berst þarna inn á teig og Barry fær hann í höndina. Hann stóð eitthvað vitlaust og var óheppinn með þetta. Þetta var alveg óvart held ég en ekki annað hægt en að dæma víti,” sagði Davíð Þór um atvikið. Bragðdauft Þeir ríflega 1.700 áhorfendur sem mættu á Vodafone-völlinn í gær- kvöldi fengu lítið fyrir peninginn. Mikill spenningur var fyrir leikinn enda hann algjör lykilleikur fyrir Val að halda í við toppliðin. Það sást ber- sýnilega hversu mikið var undir því hvorugu liðinu var nokkuð ágengt fram á við og fáir sénsar teknir. Nán- ast allar fyrirgjafir fyrir mörk liðanna lyktuðu af óöryggi og stressi. ,,Mér fannst við spila allt í lagi en ekkert meira en það,” sagði Davíð Þór um spilamennskuna. ,,Við vörðumst vel sem var aðalatriðið og það skil- aði sigrinum á endanum. Sóknarlega vorum við engan veginn að ná að halda boltanum eins og við höfðum lagt upp með.” færi Valsmanna Fyrsta alvörufærið í leiknum sást ekki fyrr en á 52. mínútu þeg- ar maðurinn með markagenið, Al- bert Brynjar Ingason, skallaði beint á Daða Lárusson í marki FH af stuttu færi. Skömmu síðar átti Rene Carls- en hörkuskot að marki sem sleikti stöngina utanverða og Valsmenn lík- legri en FH. Þó munurinn væri ekki mikill á liðunum var Valur alltaf ívið sterk- ara liðið og getur nagað sig í handar- bökin fyrir að klára ekki leikinn. Hinn ungi Guðmundur Steinn Hafsteins- son fékk gullið tækifæri til að öðl- ast sínar fimmtán mínútur af frægð undir lokin er hann fékk dauðafæri en Daði Lárusson, annars traustur markvörður FH í gær, varði vel í tví- gang af stuttu færi. svona er fótboltinn Guðmundur Benediktsson var sendur inn á undir lokin til að gera síðustu tilraunir Vals að markinu en allt kom fyrir ekki. Sigur FH-inga kemur þeim á toppinn aftur í Lands- bankadeildinni og hafa þeir skilið Valsmenn eftir í 8. sæti deildarinnar með 10 stig. ,,Þetta var gríðarlega mikilvæg- ur leikur fyrir Val og þeir áttu meira skilið. En svona er fótboltinn,” sagði Davíð Þór Viðarsson við DV eftir leik- inn. „Bæði lið vildu vinna þennan leik það sást alveg frá fyrstu mínútu en við unnum og annað skiptir ekki máli,” sagði Davíð að lokum. tomas@dv.is FH skildi Val eftir í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni í gærkvöldi með dramatísk- um sigri í bragðdaufum leik. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma og geta Valsmenn sem voru betri aðilinn í leiknum nagað sig allrækilega í handarbökin. DRAMATÍK AÐ HLÍÐARENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.