Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 60
miðvikudagur 25. júní 200860 FERÐIR DV ir því að varpið er ekki hafið. Gaml- ar vinnuvélar, brúnar og ryðgaðar liggja hálfar í grasinu. Vegarspottinn hverfur og vörður vísa okkur leið. Við göngum yfir læk, yfir mýri og upp á hól. Dalurinn blasir við mér í allri sinni dýrð. Hundurinn baðar sig í lækjarsprænum. Ég þakka guði fyrir að vera ekki í Reykjavík. Reyndar á Guð eftir að minna á sig. Daginn eftir vaknar Claus við vondan draum. Við morgunverkin fær hann sár á höndina. Þegar hann lítur á sárið sér hann kross. Hann sýnir mér sárið. Það er ekki um að villast. Þetta er kross. Svo fær hann tölvupóst frá Þýskalandi. Afi hans liggur á dánarbeðinum. Hann er hundrað og tveggja ára. Við kvöld- matarborðið segist Claus þess viss að krossinn sé teikn. Þetta er Júróvisjónlag Það er Júróvisjónpartí á Hótel Djúpavík. Ég og Ási erum þess full- vissir að íslenska lagið komist áfram. Erum búnir að skeggræða keppn- ina og fylgdumst af athygli með fyrri undankeppninni. Við vitum að ís- lenski riðillinn er mun erfiðari og sjálf Svíagrýlan er næst á svið eftir ís- lenska hópnum. Kvöldið nálgast og Héðinn, son- ur Ásu og Evu, hringir. Hann er á Ísafirði og spyr hvort vanti eitthvað í búið. Ási heldur nú það. „Snakk og ídýfu fyrir tólf manns,“ segir hann og ég og Claus horfum á hvor annan. Við erum bara sex á hótelinu en það kemur ekki að sök. Það er Júróvisjón- kvöld og öllu tjaldað til. Eins og í öllum Júróvisjónpartí- um er veðjað um hvaða lög komast áfram. Þegar úrslitin eru tilkynnt kemur í ljós að við erum með sjö af tíu þjóðum rétt. Óg Ási á trúlega spá kvöldsins því hann vissi allan tím- an að sjóræningjalagið frá Lettlandi væri öruggt í úrslit. Hey, hey, hey, we say, ho, ho, ho. Meira um Sigur Rós Vikan líður. Ástralskur ferðalang- ur spyr okkur ráða. Hann ræktar ávexti í heimalandi sínu og langar til að hefja innflutning til Íslands. Tveir hollenskir puttaferðalangar ílengj- ast og þegar við heyrum í jeppa fyrir utan þjóta allir út til að stoppa hann. Þau skilja við okkur kát og glöð en ég hugsa með sjálfum mér að frekar myndi ég hjóla en vera alltaf upp á aðra kominn með far. Svo koma pílagrímarnir. Ég segi pílagrímar því stöðugur straum- ur er af fólki til Djúpuvíkur sem vill sjá verksmiðjuna þar sem Sigur Rós hélt tónleikana með eigin augum. Á fimmtudagskvöldi birtast tveir slíkir pílagrímar frá Brooklyn í New York. Heita Reif Larsen og Katie Holt; eru par, kvikmyndagerðarmenn og hann rithöfundur. Þau eru eingöngu kom- in til Íslands til að feta í fótspor Sig- ur Rósar – Reif hvíslar að mér að í Reykjavík hafi hann séð sjálfan Jónsa sitja á kaffihúsi! Morguninn eftir er planaður túr í verksmiðjuna. Claus er leiðsögu- maðurinn okkar. Við hittumst í morg- unkaffinu og ég gæði mér á kaffi og brauði með bók í hönd. Bókin heit- ir Grónar götur eftir Knut Hamsun. Ég hafði valið hana af handahófi úr bókahillunni á leiðinni í morgun- kaffið. Ég stoppa við lýsingar Knuts Hamsun á dvölinni á elliheimilinu þangað sem hann var fluttur eftir að hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir föðurlandssvik. „Nú geng ég lengi og rösklega, þegar ég fer á göngu til þess að hafa ekkert að kenna sjálfum mér. Ég geri það fyrir nóttina, til þess að vinna mér inn svefn. Svefn er betri en mat- ur, ólíkt betri. [...] Svefninn er hin óviðjafnanlega vitleysa, að ég finn peninga í vasa mínum, sem ég hef aldrei týnt, en hef samt leitað að.“ Og mér verður hugsað til göngu- ferðanna með Tínu og langra, bjartra sumarnótta, og allt í einu finn ég fyr- ir örlitlum sting í hjartastað. Bráðum mun ég þurfa að kveðja víkina djúpu, gönguferðirnar og matseldina henn- ar Evu. En ekki strax. Ég á ennþá eftir að fara með Claus og Banda- ríkjamönnunum út í verksmiðju og helgin bíður með loforð um gott veð- ur og Júróvisjóngleði. En hvað með Knut Hamsun? Hvernig blandast hann inn í þessa blaðagrein? Jú, þegar við stöndum á fætur til „Ætli ég hafi ekki hoRft upp á eitt, tvö...“ hún teluR í huganuM, „...ein Sex heiMili hveRfa. ef fleiRi hveRfa veRðuR á endanuM vonlauSt að búa héRna.“ Framhald á næstu síðu aðeinS tveiR neM- enduR eRu við náM í tRékylliSvík. fólki fÆkkaR í hReppn- uM og eva SiguR- bJöRnSdóttiR hefuR áhyggJuR. Það veRð- uR SaMt nóg af fólki í dJúpuvík í SuMaR. hótelstjórar Eva Sigurbjörns- dóttir ásamt Ásbirni Þorgilssyni. Leitarðu tilbreytingar? Þráirðu kyrrð? Viltu sjá stórbrotið landslag? Hér er það allt saman Hótel Djúpavík Símí: 451 4037 - djupavik@snerpa.is - www.djupavik.is H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.