Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 66
miðvikudagur 25. júní 200866 FERÐIR DV Stokkseyrarkortið er skemmtileg nýjung fyrir fjölskyldur sem ætla að ferðast til Stokkseyrar í sumar. AFþREyIng FyRIR AllA FjölskyldunA Fjölskyldur sem hyggjast leggja leið sína á Stokkseyri í sumar geta nú í fyrsta skipti fest kaup á svokölluðu Stokkseyrarkorti. Reynir Már Sigur- vinsson, rekstrarstjóri Draugaset- ursins á Stokkseyri, segir fjölskyldur geta sparað allt að fimmtíu prósent við kaup á slíku korti. „Stokkseyrarkortið gerir fjölskyld- unni kleift að fara eitthvað stutt frá Reykjavík og kaupa bara heilan af- þreyingarpakka með gistingu fyrir alla fjölskylduna. Innifalið í kortinu er gisting í tvær nætur á tjaldsvæð- inu en þar var opnuð ný aðstaða í vor og aðgangur að ýmissi fjölskylduaf- þreyingu.“ Sú afþreying sem í boði er með Stokkseyrarkortinu er aðgangur að Draugasetrinu, Töfragarðinum, Álfa- trölla- og norðurljósasafninu og Rób- inson Krúsó-kajakferð. „Í kajakferð- inni er hægt að vera í allt að þrjá tíma á vatnasvæðinu að dunda sér og við útvegum öllum kort af svæðinu. Eft- ir kajakróðurinn gefst fjölskyldunni svo kostur á að skella sér í sund og heita pottinn. Í Töfragarðinum, sem er fjölskyldu- og skemmtigarður, er hægt að skoða alls kyns dýr og krakk- arnir geta leikið sér í leiktækjunum á meðan foreldrarnir gæða sér á veit- ingunum í veitingasölunni. Drauga- setrið er svo draugahús sem fólk fer inn í og þar gerist ýmislegt skemmti- legt en við mælum hins vegar ekki með því að börn yngri en tólf ára rölti þar um þar sem það getur jú orð- ið ansi draugalegt. Í staðinn kemur hins vegar Álfa-, trölla- og norður- ljósasafnið sterkt inn því það er fyrir alla fjölskylduna,“ segir Reynir. Hann segir þó rúsínuna í pylsu- endanum vera þá að gegn framvísun kortsins er veittur afsláttur á bensín- inu hjá Shell á Stokkseyri. „Það er sjö króna afsláttur með kortinu svo það er hægt að keyra ódýrara í bæinn.“ Nánari upplýsingar um Stokks- eyrarkortið er að finna á heimasíð- unni stokkseyri.is. krista@dv.is Dýrin í Töfragarðinum gleðja bæði unga sem aldna. Kajakróður á Stokkseyri Skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Hopp og hí og trallalí í Töfragarðinum Þau yngstu geta skemmt sér í leiktækjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.