Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 70
Það hefur vart farið fram hjá neinum að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna skipti um oddvita á dögunum. Eftir margra mánaða þrúgandi og óásættanlega óvissu og oft og tíðum óvægna meðferð tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson loks af skarið og sagði sig lausan. Því skrefi var hann vafalaust sjálfur fegnastur. Þetta var löngu tímabært að margra mati og nú er að sjá hvort þessi gjörningur muni leiða borgarstjórn- arflokkinn úr þeim ógöngum sem hann hefur verið í í allan vetur. Við þungum kyndlinum tók Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hún hlaut annað sætið í prófkjöri fyrir rúmum tveimur árum og því eðli- legt og sjálfsagt að hún taki við af Vilhjálmi. Hönnu Birnu bíður erf- itt verk. Sjálfstæðismenn í borg- inni standa á öndinni milli vonar og ótta um hvort henni takist hið ómögulega – að vinna aftur traust þeirra kjósenda sem studdu flokkinn í síðustu kosning- um. En það er á brattann að sækja. Kjósendur Sjálfstæðisflokkins gera oft og iðulega meiri kröfur til kjör- inna fulltrúa sinna heldur en kjós- endur annarra flokka. Þannig er ekki nóg með að kjósendur Sjálf- stæðisflokksins geri eðlilegar kröf- ur til sinna fulltrúa um að standa við gefin loforð heldur gera þeir enn fremur miklar kröfur til þeirra um festu, áreiðanleika og öryggi í öllum þeirra störfum. Það á einkum við í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir kjölfestu og stöðugleika. Því miður hefur mikið vantað upp á þetta innan borgarstjórnar- flokksins í vetur. Hver höndin upp á móti annarri og í flestum málum virðist einhver borgarfulltrúi hafa einkaskoðanir sem ganga í berhögg við stefnu hinna í borg- arstjórnarflokknum. Á meðan borg- arbúar hafa það á tilfinningunni að borgarstjórnarflokkurinn sé ósam- stiga munu þeir ekki treysta honum aftur. Þá skiptir sú staðreynd litlu að þau hafa staðið við flest kosninga- loforðin, eitt af öðru. Það tekur ein- faldlega enginn eftir þeim af aug- ljósum ástæðum. Brýnasta verkefni Hönnu Birnu verður því að byggja upp trúverðug- leika borgarstjórnarflokksins gagn- vart kjósendum. Það verður ekki gert með auglýsingaherferðum eða yfir- lýsingum um að bræðralag og sam- staða innan borgarstjórnarflokksins hafi aldrei verið meiri. Það verður einungis áunnið með því að borgar- stjórnarflokkurinn sýni að hann geti starfað í sameiningu inn á við sem út á við. Enginn innan hópsins trúi því að hann vegi þyngra en liðið. Það mun skapa þá festu og öryggi sem hefur svo sár- lega vantað og er algjört lykilatriði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Þá fyrst munu kjósendur byrja að treysta borgarstjórnarflokknum aft- ur. miðvikudagur 25. júní 200870 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. SameINUÐ SIGRUm VÉR Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Íslenska þjóðin glímir við vantraust á alþjóðavettvangi. Traust á tímum kreppunnar Leiðari Fyrirtæki mæta mótbyr með misjöfnum hætti. Sum þeirra ákveða að fórna trausti fyrir skamm-vinnan ágóða. Í frétt DV í gær mátti lesa um þá ákvörðun Heimsferða að smyrja eldsneytis- hækkunum, gengisbreytingum og fleiru ofan á auglýst tilboðsverð á sólarlandaferðum. Þeir sem ákveða að taka tilboðsferðum Heimsferða borga jafnvel 50 pró- sent hærra verð heldur en auglýst var. Aðrar ferðaskrifstofur, svo sem Úrval Útsýn, Sumar- ferðir og Plúsferðir, gera þetta ekki. Þær klína ekki hækkandi kostnaði í bakið á viðskiptavinum sínum. Eins og forstjóri Úrvals Útsýnar nefndi leggur hann ekki sérstakt flugfreyjugjald á farmiða ef flugfreyjur fá launahækkun. Fleiri dæmi eru um að fyrirtæki taki á sig hækkanir áður en þeim er velt beint yfir á neytendur. Þannig reið IKEA á vaðið í vetur og lýsti því yfir að fyrirtækið stæði fast á auglýstu verði. Þegar kreppir að reynir hver að bjarga sér. Nú reynir fyrst og fremst á traust. Við höfum og munum sjá hverjir ákveða að velta byrðinni yfir á almenning og hverjir hlaupa undir bagga. Íslenska þjóðin glímir við vantraust á alþjóðavettvangi. Flótti fjár- festa frá krónunni og hátt skuldatryggingarálag er til marks um það. Ástæðan virðist fyrst og fremst vera sú að sérfræðingar vita hversu stórskuldug þjóðin er. Þjóðin gerði mistök með þessari skuldsetningu og sýpur nú seyðið af því. Þetta gerðist ekki þannig að almenningur hafi skyndilega ákveðið að taka upp óhóflega lífshætti og eytt um efni fram, heldur var fjármagni dælt inn í landið, að því er virð- ist meðal annars vegna þeirra háu vaxta sem útlend- ingum buðust hér. Enginn hefur viljað taka ábyrgð á þeim mistökum sem hér hafa orðið, hvorki yfirvöld né bankarnir. Án ábyrgðar verður ekki traust. Svartsýni þjóðarinnar eykst stöðugt, samkvæmt væntingavísitölu Gallups. Þjóðin treystir því ekki að vörn verði snúið í sókn. Ráðamenn reyna hvað þeir geta að auka traust á efnahagslífinu, með jákvæðum yfirlýsingum um það og krónuna. Yfirlýsingar eru í sjálfu sér ekki neitt, ef þær valda ekki viðbrögðum hjá fólki. Og þær valda engum viðbrögð- um hjá fólki ef það treystir þeim ekki. Kannski það sé að koma í bakið á ráðamönnum að hafa frá ár- inu 2006 ítrekað þverskallast við að viðurkenna vanda efnahags- lífsins, stungið höfðinu í sandinn og loks kennt erlendum óvinum og síðan alheiminum um ófarirnar. Öll þessi viðbrögð hafa reynst gagnslaus og eftir stendur að yfirlýsingar leiðtoganna hrökkva af almenningi og viðskiptalífinu eins og vatn af gæs. Til að geta leyst vandann verða leiðtogarnir að endurheimta traustið með því að horfast beint í augu við hann og axla ábyrgð. DómstóLL götunnar Hvað finnst þér um eyðileggingu veggjakrots á einkaeign? „mér finnst það rangt ef þetta er í enkaeign og ef eigandi hússins vill að þetta sé þarna. Þetta getur flokkast undir list og það á ekki að skemma svona nema með samþykki eiganda.“ Sebastían Alexandersson, 38 ára verkefnastjóri „mér finnst það ömurlegt, það er réttur hvers manns að krota eins og honum sýnist á sína eigin byggingu.“ Atli Viðar Þorsteinsson, 24 ára verktaki „mér finnst það ömurlega leiðinlegt að það skuli vera skemmt, það á ekki að mála yfir flottar myndir.“ Hafdís Inga Karlsdóttir, 43 ára mötuneytisstarfsmaður „Ég er eiginlega fylgjandi því að mála yfir það. fordæmið sem það skapar að skrifa jafnvel á eigin veggi hvetur aðra unglinga að gera það á sinn hátt.“ Kristján Andrésson, 75 ára eftirlaunaþegi sanDkorn n Samsæriskenning er komin á kreik um fall krónunnar, og aldrei þessu vant eru bank- arnir söku- dólgarnir. Mörgum að óvörum högnuðust bankarnir gríðarlega á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, þrátt fyrir hrap á hlutabréfamark- aði og fall krónunnar. Bank- arnir voru sagðir hafa grætt á gengisfallinu. Nú hefur Pétur Gunnarsson Eyjubloggari eftir ónafngreindum heimild- armanni að bankarnir séu að fella krónuna til að hagnast að nýju fyrir milliuppgjör þessa ársfjórðungs, sem miðast við næsta mánudag. n Geir H. Haarde forsætisráð- herra tjáði sig um fall krón- unnar á málþingi fjárfesta í Lundúnum í gærmorg- un. Ekki verður sagt að hann hafi ver- ið í þægi- legri stöðu í ljósi þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur meira en helmingast að virði frá því í fyrra og krónan hef- ur fallið um tæp 50 prósent frá áramótum. Hann sagði veikingu krónunnar í kjölfar stórframkvæmda hafa verið viðbúna. Nú sé gengið hins vegar „ýkt“. n Mörgum íslenskum ferða- mönnum í Evrópusamband- inu finnst ýkt að þurfa að borga 50 prósent meira fyrir hlutina nú en í síðasta sum- arfríi. Týpískur bjór í spænsk- um ferðamannabæ kostar nú 400 krónur í staðinn fyrir 240 krónur. Algengt verð á einstaklingspitsu er 10 evrur, en nú er það ekki 800 krónur, eins og í fyrrasumar, held- ur 1.300 krónur. Það jafnast á við góðan mat á kaffihúsi í Reykjavík og er töluvert hærra verð en Hrói höttur hefur inn- heimt fyrir 16 tommu pitsu á tilboði síðustu daga. n Einn íslenskra ferðamanna sem liðið hefur fyrir lækkun krónunnar er sjónvarpsmað- urinn Eg- ill Helga- son, sem sendi frá sér hjálp- arbeiðni á bloggi á dögunum. Síðan þá hefur krón- an lækkað töluvert meira. Nú hefur Egill brugðið á það ráð að dveljast á grískri smáeyju við lítil lífsgæði. Gárungarnir segja að silfur Egils hafi á ör- skotsstund breyst í brons Egils þar ytra. FAnney BIrnA JónSdóttIr stjórnarmaður í Heimdalli „Á meðan borgarbúar hafa það á tilfinning- unni að borgarstjórn- arflokkurinn sé ósam- stiga munu þeir ekki treysta hon- um aftur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.