Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 24
miðvikudagur 25. júní 200824 FERÐIR DV Það þarf ekki að fara langt til að upplifa ótrúlegar söguslóðir á Íslandi og komast í kynni við eigin rætur. Blaðamaður tók saman fimm sögulega staði á landinu sem enginn getur sleppt því að heimsækja um ævina. SöguSlóÐIR við þjóðveginn Borg á MýruM Staðurinn Borg á mýrum stendur rétt utan við Borgarnes fyrir botni Borgarvogs. Staðurinn sést frá þjóðvegi eitt. Sagan Þekktust er Borg á mýrum fyrir að hafa verið heimili skáldsins og hetjunnar Egils Skallagrímssonar. Skalla-grímur kveldúlfsson, faðir Egils, nam þar land fyrstur manna. Sonur Egils, Þorsteinn, reisti fyrstu kirkjuna á Borg . Síðan þá hefur verið þar kirkjustaður. Sú kirkja sem nú stendur á Borg var reist árið 1880. kirkjan er ákaflega falleg og ekki er altaristafla enska málarans W. g. Collingwood sem hana prýðir síðri. meðal þess sem fyrir augu ber á Borg er minnisvarði Ásgríms Sveinssonar um Egil, Sonatorrek, sem ber óvenjulegum stíl Ásgríms fagurt vitni og glæðir staðinn lífi. SkriðuklauStur Staðurinn Skriðuklaustur stendur í Fljótsdal á austurlandi miðja vegu milli fornu höfuðbólanna valþjófsstaða og Bessastaða. Sagan Árið 1493 var stofnað munkaklaustur af Ágústínus- arreglu á staðnum. Hlaut hann þá nafnið Skriðu- klaustur, en hafði áður heitið Skriða. nokkru síðar var reist þar kirkja. Lagðist hún af um 1792. í dag stendur yfir fornleifauppgröftur í kringum minjar frá þessum tíma. Þekktast er Skriðuklaustur fyrir að hafa verið bústaður rithöfundarins gunnars gunnarssonar. Lét hann reisa þar eitt fallegasta hús sem stendur á íslandi og bjó þar síðustu æviárin. Hann ánafnaði íslenska ríkinu húsið að honum gengnum en þar er rekið fræðasetrið gunnarsstofnun í dag. Húsið var teiknað af þekktum þýskum arkitekt, Fritz Höger, og er í þýskum sveitasetursstíl. Það er því æði framandi á að líta og líkt og gestir þess séu klipptir inn í myndina Sound of music þegar þeir heimsækja staðinn. reykholt Staðurinn reykholt stendur um tuttugu mínútna akstur frá Borgarnesi við afleggjara frá þjóðvegi eitt. í næsta nágrenni eru miklar náttúruperlur á borð við Hraun- fossa og Surtshelli. Sagan að reykholti bjó einn fremsti fræðimaður íslandssögunnar, Snorri sjálfur Sturluson. Hann var uppi 1178-1241 og skrifaði mörg stórvirki sem enn lifa með íslensku þjóðinni. Þar á meðal er Heims- kringla, saga noregskonunga, og Edda sem við hann er kennd. í Eddu er að finna ómetanlegar heimildir um forna goðafræði og kveðskaparreglur. Fræg er sagan af morði Snorra en hann var myrtur af lénsmönnum Hákonar noregskonungs að reykholti. Síðustu orð hans voru „Eigi skal höggva“. Líklegast kemur fæstum á óvart að banamenn hans virtu þá beiðni að vettugi. Eitt elsta mannvirki landsins er einnig að finna að reykholti, Snorralaug. Hún ber verkfræðikunnáttu forfeðra okkar gott vitni en stokkar eru notaðir til að veita heitu hveravatni í laugina. í dag er unnið að rannsóknum, uppgreftri og kynningu í miðalda- fræðum og sögu sveitarinnar að reykholti. Þar stendur einnig falleg stytta til minnis um Snorra Sturluson. Borgarkirkja Er ákaflega snotur og dæmigerð fyrir íslenskar sveitakirkjur. Sonatorrek Expressionisminn eins og hann gerist villtastur; Ásgrímur Sveinsson er engum líkur. Snorrastofa Falleg jafnt innan sem utan og stútfull af þjóðlegum fróðleik. Snorralaug Stokkar eru notaðir til að veita heitu vatni í laugina úr nærliggjandi hverum. Skriðuklaustur Hús gunnars gunnarssonar er allt í senn framandlegt, tígulegt og fallegt. Fornleifauppgröftur vekur mikla athygli ferðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.