Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 46
Fátt er indælla, þegar maður hefur búið á mölinni í áratugi, en að bregða sér út fyrir borgarmörkin. Eins ágætt og mér þykir íslenska sumarið, báð- ir dagarnir, hefur veturinn allajafna höfðað meira til mín. Skiptir þá engu hvort um er að ræða vetrarstillur eða öskrandi hríðarbyl. Fátt er íslenskara en almennilegt íslenskt vetrarveð- ur, nema ef vera skyldi verðtrygging lána. En verðtryggingin verður ekki umfjöllunarefni þessa pistils, heldur ákjósanleg leið til að forðast hugsan- ir um hana. Fyrir margt löngu tók sonur minn, sem þá var sjö vetra, mig í kennslu- stund í hvernig hægt er að njóta þess sem fyrir augu ber og eyrun heyra. Það var í janúarmánuði og stjörnu- bjart kvöld og brunagaddur og við ókum sem leið lá úr höfuðborginni vestur á Mýrar. Eins og oft er raunin voru stjörnurnar huldar sjónum þar til komið var fjarri upplýstum götum þéttbýlisins. Þar sem við ókum Kjal- arnesið heyrði ég rödd guttans úr aftursætinu: „Hugsaðu þér pabbi, ef ekki væru stjörnur.“ Ég kvað já við, en hugur minn var ekki samstiga hans, því hann bætti við: „Þá hefðum við ekkert að horfa á á kvöldin.“ Mig setti hljóðan, því ég hafði aldrei hugs- að um stjörnur himins á þennan hátt. Ég stöðvaði úti í vegarkanti og í stutta stund naut ég þess að horfa upp í himinhvolfið og sjá það sama og sjö ára sonur minn. Yfir mig færð- ist einstök ró og hugurinn varð jafn- tær og blárökkrið sem umlukti okkur feðgana. Þegar við komum að Ökrum á Mýrum seint og um síðir sama kvöld var fátt annað að gera en ganga til náða og marrið í gömlu húsinu gerði nætursvefninn sætari en ella. Við vöknuðum í morgunsárið við vind- inn sem lamdi á veggjum hússins og greinilegt að Vetur konungur myndi halda okkur félagsskap þann dag- inn. Við klæddum okkur í skjólfatnað og tókum stefnuna niður í lendingu, en þar komu fiskimenn að landi að loknum sjóróðrum á árum áður þegar ekki var skylt að vigta og skrá hverja einustu bröndu sem veiddist úr sjó. Við gengum með fjúkið í andlitið eftir fjöruborði sem sums staðar var sandur, en annars staðar fjörustein- ar eða klettar sem bárurnar brotn- uðu á. Fyrir mér var þetta venjulegt brim, en það átti eftir að breytast því enn eina ferðina kom stúfur mér á óvart. Hann heyrði það sem eyru mín námu ekki; tónverk Ægis. Holan hvellan hljóm þegar öldurnar brotn- uðu á klettunum, skvaldrið þegar báran hreyfði við fjörusteinunum og lágt leyndardómsfullt hvísl þar sem dröfnin dró sandinn með sér neðar í fjöruborðið. Ferðalag okkar feðganna kenndi mér að það er hægt að gera margt annað en grilla og bergja á veigum þegar land er lagt undir fót. Minna máli skiptir hvert farið er, og meira máli sú skynjun sem situr í sinni ferðalangsins. Stundum nægir að sitja í fjöruborði og fara höndum um gljáðan fjörustein og draga djúpt andann. Kolbeinn Þorsteinsson miðvikudagur 25. júní 200846 FERÐIR DV „Ég stöðvaði úti í vegarkanti og í stutta stund naut Ég þess að horfa upp í himinhvolfið og sjá það sama og sjö ára sonur minn.“ xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx Elsta djasshátíð landsins Djasshátíð á austurlanDi hefst í kvölD. „Það er frábært að spila á djass- hátíð á Norðfirði, Blúskjallarinn er eini alvöru djassklúbburinn á Ís- landi,“ segir Sigurður Flosason sem spilar á djasshátíðinni á Austurlandi næstkomandi föstudagskvöld. Djasshátíð á Austurlandi hefst í kvöld í tuttugasta sinn með opn- unarhátíð í stöðvarhúsi Fljótsdals- stöðvar klukkan 20.30. Djasshátíðin var sett í fyrsta skipti að frumkvæði Árna Ísleifs á Jónsmessu 23. júní árið 1988 en hún hefur verið hald- in árlega síðan þá. Að vanda kemur fjölbreyttur hópur listamanna fram á Egilsstöðum, Seyðisfirði og á Nes- kaupstað. Það eru þau Einar Braga og Irma Gunnarsdóttir sem opna hátíðina með tón- og dansverki sem nefnist Draumar. Tónlist verksins er þeg- ar komin út á geisladiski en verkið sjálft verður flutt með hjálp fjögurra íslenskra dansara djúpt inni í fjalli stöðvarhússins. Á fimmtudagskvöldið spilar Larry Chalton ásamt Laurie Wheel- er í Valaskjálf á Egilsstöðum klukk- an 21.00. Það er mikill fengur fyr- ir djassunnendur að fá að hlýða á sveitina sem er skipuð frábærum tónlistarmönnum sem hafa meðal annars leikið með Tinu Turner og Faith Hill. Á föstudagskvöldið er komið að Norðfirðingum að upplifa íslensk- an djass með hljómsveitinni Blá- um skuggum. Sveitina skipa helstu djasstónlistarmenn Íslands og fer Sigurður Flosason þar fremstur í flokki en hann og annar meðlimur bandsins, Jón Páll Bjarnason, spil- uðu á fyrstu djasshátíðinni sem var haldin árið 1988. Hátíðinni lýkur svo með norsku hljómsveitinni Beady Belle sem er mikill hvalreki fyrir hátíðina. Hún spilar á laugardagskvöldið með aust- firsku hljómsveitinni Bloodgroup á skemmtistaðnum Herðubreið á Seyðisfirði. Hljómsveitirnar blanda saman ólíkum tónlistarstefnum í dansandi sveiflu. Frekari upplýsingar um tón- leikana og miðaverð er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: jea.is liljag@dv.is norska sveitin Beady Belle spilar á Seyðisfirði. Mikilvægi þess að njóta þess sem fyrir augu ber verður seint ofmetið og vert er að staldra við í stað þess að hraða för. Ferðalög eru meira en fellihýsi og gasgrill af nýjustu gerð. HljómkvIÐa HaFsIns og stjörnur himins íslenskt brim Hljómkviða hafsins er fjölbreytileg. dv-mynd Sigtryggur a. jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.