Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 46
Fátt er indælla, þegar maður hefur
búið á mölinni í áratugi, en að bregða
sér út fyrir borgarmörkin. Eins ágætt
og mér þykir íslenska sumarið, báð-
ir dagarnir, hefur veturinn allajafna
höfðað meira til mín. Skiptir þá engu
hvort um er að ræða vetrarstillur eða
öskrandi hríðarbyl. Fátt er íslenskara
en almennilegt íslenskt vetrarveð-
ur, nema ef vera skyldi verðtrygging
lána. En verðtryggingin verður ekki
umfjöllunarefni þessa pistils, heldur
ákjósanleg leið til að forðast hugsan-
ir um hana.
Fyrir margt löngu tók sonur minn,
sem þá var sjö vetra, mig í kennslu-
stund í hvernig hægt er að njóta þess
sem fyrir augu ber og eyrun heyra.
Það var í janúarmánuði og stjörnu-
bjart kvöld og brunagaddur og við
ókum sem leið lá úr höfuðborginni
vestur á Mýrar. Eins og oft er raunin
voru stjörnurnar huldar sjónum þar
til komið var fjarri upplýstum götum
þéttbýlisins. Þar sem við ókum Kjal-
arnesið heyrði ég rödd guttans úr
aftursætinu: „Hugsaðu þér pabbi, ef
ekki væru stjörnur.“ Ég kvað já við, en
hugur minn var ekki samstiga hans,
því hann bætti við: „Þá hefðum við
ekkert að horfa á á kvöldin.“ Mig setti
hljóðan, því ég hafði aldrei hugs-
að um stjörnur himins á þennan
hátt. Ég stöðvaði úti í vegarkanti og
í stutta stund naut ég þess að horfa
upp í himinhvolfið og sjá það sama
og sjö ára sonur minn. Yfir mig færð-
ist einstök ró og hugurinn varð jafn-
tær og blárökkrið sem umlukti okkur
feðgana.
Þegar við komum að Ökrum á
Mýrum seint og um síðir sama kvöld
var fátt annað að gera en ganga til
náða og marrið í gömlu húsinu gerði
nætursvefninn sætari en ella. Við
vöknuðum í morgunsárið við vind-
inn sem lamdi á veggjum hússins og
greinilegt að Vetur konungur myndi
halda okkur félagsskap þann dag-
inn.
Við klæddum okkur í skjólfatnað
og tókum stefnuna niður í lendingu,
en þar komu fiskimenn að landi að
loknum sjóróðrum á árum áður
þegar ekki var skylt að vigta og skrá
hverja einustu bröndu sem veiddist
úr sjó.
Við gengum með fjúkið í andlitið
eftir fjöruborði sem sums staðar var
sandur, en annars staðar fjörustein-
ar eða klettar sem bárurnar brotn-
uðu á. Fyrir mér var þetta venjulegt
brim, en það átti eftir að breytast því
enn eina ferðina kom stúfur mér á
óvart. Hann heyrði það sem eyru
mín námu ekki; tónverk Ægis. Holan
hvellan hljóm þegar öldurnar brotn-
uðu á klettunum, skvaldrið þegar
báran hreyfði við fjörusteinunum og
lágt leyndardómsfullt hvísl þar sem
dröfnin dró sandinn með sér neðar í
fjöruborðið.
Ferðalag okkar feðganna kenndi
mér að það er hægt að gera margt
annað en grilla og bergja á veigum
þegar land er lagt undir fót. Minna
máli skiptir hvert farið er, og meira
máli sú skynjun sem situr í sinni
ferðalangsins. Stundum nægir að
sitja í fjöruborði og fara höndum
um gljáðan fjörustein og draga djúpt
andann.
Kolbeinn Þorsteinsson
miðvikudagur 25. júní 200846 FERÐIR DV
„Ég stöðvaði úti
í vegarkanti og í
stutta stund naut
Ég þess að horfa upp
í himinhvolfið og
sjá það sama og sjö
ára sonur minn.“
xxxxxxxxxxx
xxxxxxxxxx
Elsta djasshátíð landsins
Djasshátíð á austurlanDi
hefst í kvölD.
„Það er frábært að spila á djass-
hátíð á Norðfirði, Blúskjallarinn er
eini alvöru djassklúbburinn á Ís-
landi,“ segir Sigurður Flosason sem
spilar á djasshátíðinni á Austurlandi
næstkomandi föstudagskvöld.
Djasshátíð á Austurlandi hefst
í kvöld í tuttugasta sinn með opn-
unarhátíð í stöðvarhúsi Fljótsdals-
stöðvar klukkan 20.30. Djasshátíðin
var sett í fyrsta skipti að frumkvæði
Árna Ísleifs á Jónsmessu 23. júní
árið 1988 en hún hefur verið hald-
in árlega síðan þá. Að vanda kemur
fjölbreyttur hópur listamanna fram
á Egilsstöðum, Seyðisfirði og á Nes-
kaupstað.
Það eru þau Einar Braga og Irma
Gunnarsdóttir sem opna hátíðina
með tón- og dansverki sem nefnist
Draumar. Tónlist verksins er þeg-
ar komin út á geisladiski en verkið
sjálft verður flutt með hjálp fjögurra
íslenskra dansara djúpt inni í fjalli
stöðvarhússins.
Á fimmtudagskvöldið spilar
Larry Chalton ásamt Laurie Wheel-
er í Valaskjálf á Egilsstöðum klukk-
an 21.00. Það er mikill fengur fyr-
ir djassunnendur að fá að hlýða á
sveitina sem er skipuð frábærum
tónlistarmönnum sem hafa meðal
annars leikið með Tinu Turner og
Faith Hill.
Á föstudagskvöldið er komið að
Norðfirðingum að upplifa íslensk-
an djass með hljómsveitinni Blá-
um skuggum. Sveitina skipa helstu
djasstónlistarmenn Íslands og fer
Sigurður Flosason þar fremstur í
flokki en hann og annar meðlimur
bandsins, Jón Páll Bjarnason, spil-
uðu á fyrstu djasshátíðinni sem var
haldin árið 1988.
Hátíðinni lýkur svo með norsku
hljómsveitinni Beady Belle sem er
mikill hvalreki fyrir hátíðina. Hún
spilar á laugardagskvöldið með aust-
firsku hljómsveitinni Bloodgroup
á skemmtistaðnum Herðubreið á
Seyðisfirði. Hljómsveitirnar blanda
saman ólíkum tónlistarstefnum í
dansandi sveiflu.
Frekari upplýsingar um tón-
leikana og miðaverð er að finna á
heimasíðu hátíðarinnar: jea.is
liljag@dv.is norska sveitin Beady
Belle spilar á Seyðisfirði.
Mikilvægi þess að njóta þess sem fyrir augu ber verður seint ofmetið og vert er að staldra við í stað þess að
hraða för. Ferðalög eru meira en fellihýsi og gasgrill af nýjustu gerð.
HljómkvIÐa HaFsIns og stjörnur himins
íslenskt brim
Hljómkviða hafsins
er fjölbreytileg.
dv-mynd Sigtryggur a. jóhannsson