Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 10
Mikið uppnám varð á Ben-Gurion-
flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael í gær
í þann mund sem Nicolas Sarkozy,
Frakklandsforseti, og Carla Bruni,
eiginkona hans stigu um borð í flug-
vél sína. Skyndilega kvað við skot-
hvellur og í sömu andrá féll lögreglu-
maður úr vaktstöðu sinni sem var í
þó nokkurri hæð. Öryggisverðir um-
kringdu forsetahjónin og Ehud Ol-
mert, forsætisráðherra Ísraels. For-
setahjónunum var fylgt með hraði
um borð í vélina, og öryggisverðir
með brugðnar byssur fylgdu Olmert
í skothelda bifreið.
Talsmaður ísraelsku lögreglunn-
ar, Mickey Rosenfeld, sagði að lög-
reglumaðurinn hefði svipt sig lífi
með skoti í höfuðið í sömu andrá og
Sarkozy gekk um borð í vélina. Þeg-
ar ljóst var að um enga hættu væri
að ræða fyrir forsetahjónin frönsku,
eða forsætisráðherra Ísraels fór sá
síðarnefndi um borð í flugvélina og
kvaddi Sarkozy og Bruni með virkt-
um og útskýrði hvað gengið hafði á.
Aldrei var um neitt tilræði við Sark-
ozy að ræða. Ísraelsk útvarpsstöð
upplýsti að umræddur lögreglu-
maður hefði verið í um eitt hundr-
að metra fjarlægð frá flugvél forseta-
hjónanna.
Þriggja daga heimsókn
Forsetahjónin höfðu verið í
þriggja daga heimsókn til Ísrael og
hafði Sarkozy meðal annars rætt við
Ehud Olmert forsætisráðherra og
Mahmoud Abbas, forseta Palestínu.
Þegar Sarkozy ávarpaði ísraelska
þingið sagði hann meðal annars að
„það gæti aldrei orðið friður“ nema
Ísraelsmenn deildu yfirráðum yfir
Jerúsalem með Palestínumönnum
og létu af uppbyggingu landnema-
byggðar á hersetnu svæðunum.
Nú þegar eru komnar sprungur í
vopnahlé Ísraels og Gaza-svæðisins,
sem samþykkt var fyrir milligöngu
Egypta síðastliðinn fimmtudag.
Systursamtök Hamas, Islamic Jihad,
gengust við tveimur flugskeytaárás-
um í gær og sögðu þær fyrstu við-
brögð við drápi á foringja samtak-
anna og öðrum Palestínumanni á
Vesturbakkanum.
Vopnahléið frá fimmtudeginum
inniheldur að Ísraelsmenn haldi að
sér höndum á Gaza-svæðinu og létti
á efnahagsþvingunum gagnvart því,
en nær ekki til Vesturbakkans.
Hamas stendur við vopnahlé
Hamas-samtökin á Gaza-svæð-
inu ætla að virða vopnahléssamn-
inginn og sjá til þess að sá fjöldi
vopnaðra hópa sem séu þar geri slíkt
hið sama. Sami Abu Zuhri, embætt-
ismaður Hamas, hvatti alla palest-
ínska hópa til að virða samkomulag-
ið. „Hamas-samtökunum er mikið
í mun að standa við samninginn,“
sagði hann. Ísraelskir embættis-
menn voru í gær ekki reiðubúnir til
að segja fyrir um með hvaða hætti
þeir hygðust bregðast við flugskeyta-
árásunum. Það hefur löngum verið
álitamál hvort Hamas-samtökin séu
í stakk búin til að hafa hemil á vopn-
uðum hópum á Gaza-svæðinu. En
hvað sem því líður voru Islamic Jih-
ad, systursamtök Hamas, einn fárra
hópa sem lýstu því opinberlega yfir
að hann myndi virða ákvæði vopna-
hlésins sem samið var um í síðustu
viku.
miðvikudagur 25. júní 200810 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Endurnýjun
lífdaga
Bretinn John Lowndes saknaði
svo mjög tedrykkju með föður
sínum að tíu árum eftir lát hans
ákvað hann að gera eitthvað í
málinu. Í samvinnu við leirgerð-
armanninn Neil Richardson lét
hann útbúa tekönnu úr ösku
föður síns. Öskunni var blandað
saman við leir og nú getur hann
daglega rifjað upp samveru-
stundir sínar og föður síns yfir
góðum tebolla.
„Pabbi myndi skilja þetta.
Það eina sem hefði verið betur
við hæfi væri bjórglas,“ sagði
Lowndes um uppátæki sitt.
Skítalykt
af málinu
Fyrr í vikunni olli óvenjulegur
laumufarþegi því að flugvél Am-
erican Airlines tafðist um marga
klukkutíma í Miami, á leið til
Bogota í Kólumbíu. Skunk ein-
um hafði tekist að lauma sér inn
í farangursrýmið og þegar ótt-
inn tók völdin hjá honum gerði
hann það sem hann er þekktur
fyrir. Fnykurinn sem hann sendi
frá sér barst með ógnarhraða
um farangursrýmið og þeir far-
þegar sem þá þegar voru komir
um borð flýðu vélina með hönd
fyrir vitum sér.
Rændu fjórum
ferðamönnum
Fjórir þýskir ferðamenn lentu
í klóm sómalískra sjóræningja í
gær. Ferðamennirnir, tveir karl-
menn, ein kona og barn, höfðu
siglt út fyrir landhelgi sjálfstjórn-
arhéraðsins Puntland, og var,
að sögn varaforseta Puntlands,
haldið föngnum í fjalllendi í
Sómalíu.
Sjórán eru arðbær atvinnu-
vegur við strendur Sómalíu og
reglan er að gíslar njóti ágætis-
meðferðar, enda dýrmæt vara í
augum sjóræningja. Hafsvæðið
fyrir utan Sómalíu er talið eitt
það viðsjárverðasta í heimi.
SjálfSvíg við
kvEðjuathöfn
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni
Forsetahjónin voru í þriggja daga
heimsókn í ísrael.
KolBeiNN ÞorSteiNSSoN
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Vopnahlé á Gaza-svæðinu er í hættu vegna
flugskeytaárásar og ísraelskur lögreglu-
maður framdi sjálfsmorð í sömu andrá og
Frakklandsforseti kvaddi Ísrael í gær.
ehud olmert Öryggisverðir
mynduðu skjaldborg um
forsætisráðherra ísraels.
Með brugðnar byssur
Öryggisverðir brugðust
skjótt við atvikinu.