Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 8

Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 8
Orkuríkur gleöigjafi Snæfellsjökull er sagður sjöunda mesta orkustöð heims. Forvitnilegt að sækja heim fólk sem býr við rætur slíks orkugjafa. Formaður félagsins í Snæfellsbæ, Guðrún Tryggvadóttir, er gott dæmi um orkuríka konu sem hefur alltaf búið í nábýli við Jökulinn. Guðrún er fædd á Arnarstapa, en hefur búið í Ólafsvík frá tíu ára aldri. Hún er ffumkvöðull að stofnun félagsins. Starfsvið hennar nær út á sjó og upp á Jökul - er útgerðarmaður með bát og rekur ferðaþjónustuna Snjófell sem er fjölskyldufyrirtæki. Guðrún vinnur iðulega ffá kl. 7 á morgnana til miðnættis. „Já, ótrúleg orka sem maður hefúr, kannski kemur hún ffá Jöklinum. Orka er svo afstæð, hana fær enginn nema sá sem reynir á sig og byggir hana upp.“ r Eg sit í eldhúsinu hjá Guðrúnu yfir kaffi og meðlæti, gleymi mér í spjalli. Guðrún er ung, aðeins 64 ára í for- ystu. „Margir félagsmenn eru jafngamlir mér, en þeim sem eru komnir um áttrætt finnst ég bara stelpa," Guðrún skellihlær. „Þetta er seinna árið mitt sem formaður. Við viljum ekki að fólk sitji lengur en tvö ár, viljum nýjar hugmyndir og fleiri inn í starfið, annars leggst þetta alltof mikið á sama fólkið.“ Við gerum okkur oft glaðan dag í vetrarlok. í vor sprellaði ég aðeins með vínflösku. Sagði eitthvað sem svo, ég er ekkert að gefa ykkur vín og hellti úr bokkunni ofan í laugina. Einhverjir urðu sárir við mig, héldu að vín hefði verið í flöskunni! Guðrún er búin að vinna með eldra þurfum að fá betri aðstöðu og þægilegar fólki um árabil, vann í félagsstarfinu íbúðir fyrir aldraða. áður en Félag eldri borgara sá dagsins ljós. Föndrið var kveikjan, Guðrún er frumkvöðull að stofnun félagsins. „Nú er félagsstarfið er á vegum bæjarins og félagsins, ágætis samkrull. Bæjaryfirvöld eru mjög hlynnt félaginu og styrkja það árlega. Ymis verkefni knýja á, eins og stækkun dvalarheimilisins Jaðars sem er orðið alltof lítið. Upphaflega áttu að vera þar íbúðir fyrir eldra fólk, en húsinu var breytt til að koma veikara fólki inn. Við Fjárhagsstaða félagsins er ágæt. Jólabasarinn og Fyrsta-maí-kaffið fyrir verkalýðsfélagið gefa okkur góðar tekjur. Karlarnir eru ekkert síðri en konurnar að vinna í þessu. Félagslífið er fjörugt hjá okkur. Samsöngurinn okkar stefnir í kór. Og í vetur lærðum við línudans og dönsuðum á Færeysku dögunum.“ „Er nokkur heima?” er nú kallað í forstofunni. Nágrannakonan, Hulda Kristjánsdóttir, stingur inn kollinum. Ekki alveg liðin sú tíð að nágrannar banki upp á. Hulda biður um álit Guðrúnar á jóladúk sem hún er að sauma, trúlega fyrir jólabasarinn. „Kontórstinginn fyrst, perlu- sauminn á eftir,“ segir Guðrún ákveðin. „Eg hef oft sagt að ef Guðrún Tryggva- dóttir færi frá væri ekkert eldri borgara félag,“ segir Hulda með sannfæringu. Mikil gæfa að hafa fólk í forystu sem nær tökum á fólkinu, geislar frá sér gleði og hugmyndaauðgi. Ovæntar uppákomur eru greinilega tíðar í Snæfellsbæjarfélaginu, myndirnar úr félagslífinu sýna það vel. Formennskan er tímafrek, en Guðrún segir sig lítið muna um að bæta því við annað. Hvernig geturðu annað þessu öllu, formennsku í félaginu, gert út bát og tekið á móti ferðamönnum? „Þetta er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.