Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 9
svona úti á landi. Hér er kallað í næsta
mann, ef eitthvað bregst. Nú geri ég út
dagabátinn sem maðurinn minn var
með. Annar sonur okkar er með bátinn,
hinn stendur íyrir Snjófelli með ferðir
upp á jökul. Manninn minn, Konráð
Gunnarsson, missti ég mjög skyndilega
fyrir fjórum árum. Hann fékk hjartaáfall
í sólarlandaferð úti á Spáni. Konur verða
líka að standa sig í atvinnulífinu,“ segir
Guðrún.
„Hér í Olafsvík er ekki eins mikið um
atvinnutækifæri og áður. Búið að leggja
fiskverkun að miklu leyti niður. Okkur
vantar einhvern smáiðnað og lítil atvinna
í boði fyrir menntafólk. Kvótasalan var
algjör mistök! Allt í lagi að vera með
kvóta, en það átti aldrei að leyfa sölu á
honum. Kvótinn hefur breytt atvinnulífi
og atvinnumöguleikum úti á landi til hins
verra.“
Gaman að heyra konu tjá sig um
kvótann, enda er Guðrún vel inni í útgerð-
armálum. Pabbi hennar, Tryggvi Jónsson,
var mikill útgerðarmaður og eiginmaður
hennar líka. „Eg hef verið viðloðandi sjó-
mennsku alla tíð - og vasast í mörgu eins
og fylgir atvinnurekstri á landsbyggðinni.
Ég vann í mörg ár í fiski, var líka við
beitingar. Og ég hef róið með Konráði á
handfærum.
Ég byrjaði minn sjómannsferil með
pabba. Sextán, sautján og átján ára var
ég kokkur á síldarbát undir hans stjórn.
I dag skil ég ekki hvernig ég gat gert
þetta. Fyrsta sumarið var ekkert eldhús í
bátnum, aðeins vatnstankur. Vatnsfötuna
varð að hengja undir borðið til að þvo
upp - og raða matarkössunum í kojurnar.
Engir skápar, aðeins eldavél. Svona var
vinnuaðstaðan fyrsta sumarið. A næsta ári
kom nýr bátur með eldhúsi og skápum.
Hvað mér fannst það frábært!
Á síldarbátunum vorum við alltaf í
þrjá mánuði frá júní fram í ágúst. Seinna
sat ég í Ólafsvík, en Konráð var á síldinni
á Siglufirði. Þá auglýsti kvenfélagið
ferð til Siglufjarðar. Auðvitað gekk ég í
kvenfélagið til að geta skroppið til Sigl-
ufjarðar að hitta kærastann!11 Guðrún lét
Ólafsvík er kennd við landnámsmanninn Ólaf belg sem nam land hér. Ólafur er sagður hafa
verið svo mikið góðmenni að honum var alls staðar ýtt burt. Hann flæmdist frá Ólafsvík og alla
leið austur i Ólafsdal í Dölum. Guðrún bendir á myndríka kletta ofan við bæinn, eins og Hróa og
Hjartað í Ólafsvíkurenni. „Ég er tvisvar búin að biðja um styrk til að taka myndir af klettunum. Við
eigum svo mikið af tröllum í fjöllunum.“ Ljósm. Þórður Þórðarson.
ekki þar við sitja í félagsmálunum. Hún
er ein af stofnendum Skógræktarfélagsins
í Ólafsvík, var formaður þess í 5-6 ár.
Ein af stoíhendum Lionessufélagsins.
Styrktaraðili slysavarnardeildar. „Ég dró
úr félagsstarfinu, þegar við hjónin fórum
út í ferðaþjónustu fýrir tólf árum.“
Ferðaþjónustan Snjófell er þekkt
langt út jýrir landssteinana, segðu
okkur aðeins frá henni. „Tryggvi sonur
minn er höfuðið á þessu. Hann fer með
hópa upp á jökul, en margir hafa aldrei
komið nálægt snjó áður. Snjórinn dregur
til sín og útsýnið. Það er yndislegt að njóta
útsýnis af toppnum, horfa yfir stærsta
flóann og stærsta fjörðinn á íslandi, sjá
yfir á Vestfjarðakjálkann og Reykjanesið.
Mikið breyttist eftir að Vegagerðin fór
að sjá um að fær vegur yrði yfir Jökulháls-
inn til Ólafsvíkur. Þegar ég var unglingur
var yfirleitt gengið á Jökul á hvítasunnu.
Þá þótti þvílík glæfraför að fara upp á
Jökul að hvítasunnan var allra síðasti
ferðatiminn. Eftir það gátu sprungur opn-
ast. Þá réðu menn ekki yfir þessari tækni,
eins og sjótroðara og snjósleða. Nú erum
við með ferðir allt sumarið. Tryggvi metur
aðstæður og fer ekki ef veður hamlar eða
annað. En við höfum verið heppin, aldrei
komið neitt fýrir.“
Guðrún hefur áhyggjur af Jöklinum,
snjólínan hefur hækkað svo mikið í sumar.
„Jökullinn er að hopa,“ segir hún. Óneit-
anlega vaknar sú spurning hvað verður, ef
Snæfellsjökull hverfur? Útlendingar bera
mikla virðingu fyrir orkustöð Jökulsins,
Guðrún segir ótrúlegt hvað fólki detti í
hug.
„I sumar fann Tryggvi sígarettupakka
fullan af vikursteinum við dyrnar. Miði
Dekurkvöld! Ég reyni alltaf að finna upp á
einhverju nýju og öðruvísi. I vetur fengum við
tvo snyrtifræðinga til okkar.
var áfastur við pakkinn með eftirfarandi
skilaboðum: Við sjáum svo eftir að taka
þessa steina. Viltu skila þeim aftur til
náttúrunnar! Fólkið hafði reykt, var ekki
náttúrusinnaðara en það.“