Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 15

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 15
Hlakka alltaf til miðvikudaganna - segir Aldís Stefánsdóttir á Hellissandi „Eg hætti að vinna 65 ára. Pá var maðurinn minn hættur að vinna fyrir nokkru og farinn að starfa inni á Klifi með eldra fólkinu. Mér fannst dálítið erfitt að koma mér af stað, en eftir fyrsta skiptið hlakka ég til hvers einasta miðvikudags. Snæfellsbær sér um ferðir fyrir okkur frá Hellissandi. Við skemmtum okkur vel á Klifinu, tölum mikið eins og gengur hjá okkur kvenfólkinu, föndrum allt mögulegt, saumurn, prjónum og perlum, einnig erum við í leir- og glerbrennslu. I vetur fengum við námskeið í línudansi og dönsuðum á Færeysku dögunum i Ólafsvík. Mjög gaman er að koma saman og vinna að jólabasarnum sem við höldum í nóvember. Gestirnir okkar fá heitt súkkulaði, vöfflur og rjóma, enda er jólabasarinn okkar er vinsæll og vel sóttur. Að sjálfsögðu erum við farin að fara á Sæludagana á Örkinni - og það er nú aldeilis gaman að skemmta sér við leik, söng og dans frarn eftir kvöldi. I sumar var farin dagsferð sem tókst alveg frábærlega. Við eigum verkalýðsfélaginu mikið að þakka, að þeir skuli hafa treyst okkur fyrir fyrsta-maí-kaffinu. Það hefur verið góð tekjulind fyrir félagið." Aðalsteinn Jónsson, eiginmaður Aldísar, var fyrsti formaður Félags eldri borgara í Snæfellsbæ. Hann segir ekkert félag hafa verið til þegar hann byrjaði að starfa með eldra fólkinu. „En það væri mjög aumt og lélegt ef ekkert félag væri til. Það eflir Aðalsteinn og Aldís. samskiptin að vera þátttakandi í öðrum félagsskap og við erum svo heppin að vera með Vinafélagið sem eykur á félagsstarfið. Kúttmagakvöldið sem þeir halda okkur er eins og jól. Maður hlakkar til allt árið. Svo er árshátíðin á haustin. Ég er svo félags- glaður að ég var í öllum félögum sem ég fékk inngöngu í, en kvenfélagið var mér lokað!“ Aðalsteinn tekur undir þá skoðun margra að félög eldri borgara séu framhald á ungmennafélagsandanum. En Aldís segir hann hættan að glima, nema á spilaborðinu! „Það gerir mann ungan í annað sinn - að koma svona saman. Allir eru svo góðir við alla, ókunnugir eru teknir strax inn í hópinn og menn fylgjast miklu betur hvor með öðrum. Viðkvæðið er iðulega: - Af hverju kemur hann ekki? - Er hún veik fyrst að hún mætir ekki? Þetta er vissulega hinn góði, gamli ungmennafélagsandi!“segir Aðalsteinn. Dagsferö í Dalina Bjarni Ólafsson ritari félagsins segir frá Um miðjan ágúst í sumar fóru 32 félagar í dagsferð. Lagt var upp frá Hellissandi kl. 10 um morguninn til Ólafsvikur þar sem félagar voru teknir í bílinn. Síðan var ekið í austurátt um gamla Fróðárhrepp, Eyrarsveit og stefnt á Stykkishólm. Þar var stoppað yfir súpu og brauði. Því næst var ekið að Eiríks- stöðum í Dölum, en þar settist fólkið niður á grasbörð yfir kaffi, kleinum og pönnukökum í boði félagsins. Veðrið var eins gott og hægt var að hugsa sér - og á meðan drukkið var og etið flutti staðarhaldari yfirgripsmikla ræðu um Eirík rauða og ferðir hans með miklum tilþrifum. Þar á eftir var staðurinn kannaður gaumgæfilega. Þegar hér var komið sögu var farið að hugsa til heimferðar, en skotist til Búðardals og stoppað þar dágóða stund við ísát og rölt í Kaupfélaginu. Að þessu loknu var lagt í hann og keyrt til Bjarnarhafnar. Þar er geysilega myndarlegt safn af gömlum munum sem notaðir voru til sjós og lands fyrr á árum. Er staður- inn og umgengni öll til fyrirmyndar. í Bjarnarhöfn var boðið upp á smakk á harðfiski, hákarli, rauðmaga og mörgu fleiru. Þetta bragðaðist svo vel að flestir keyptu sér góðmeti í poka. Þessu næst var stefnan tekin í Grundarfjörð þar sem beið okkar matur í boði félagsins sem reyndist í alla staði mjög góður. Að lokinni máltíð bauð eigandi Krákunnar snafs með kaffinu og fóru allir saddir og sælir þaðan út. Þá var komið að því að taka sprettinn. Mikið var sungið í rútunni og Júlíus Pálsson spilaði undir á munnhörpu, en hann er nýlega látinn. Til Ólafsvíkur komum við um kl. hálf tíu um kvöldið, þannig að ferðin tók um tólf tíma. Fararstjóri í ferðinni var Margrét Þorláksdóttir og stóð hún sig með prýði. Sama er að segja um bílstjórann Svan, hann er einstaklega lipur og hjálpsamur, enda mjög þægilegt að ferðast með honum. Guðrún bregður á leik, með skjöld og sverð, fýrir framan Eiríksstaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.