Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 16
Ferðalög um Ólafsvíkurenni á milli Hellis-
sands og Ólafsvíkur voru oft erfið á veturna
-og stundum söguleg eins og þessi frá-
sögn sýnir.
Sjálfsbjörg úr
helgreipum hafsins
Nú liggur malbikaður vegur yfir Forvaðann - og stutt á milli Hellis-
sands og Ólafsvíkur. Á veturna hanga iðulega stærðar grýlukerti ofan
úr klettabeltinu ofan við Forvaðann. Áður en dimmir á gamlárskvöld
fá unglingarnir í Snæfellsbæ það verkefni að setja logandi kerti aftan
við grýlukertin. Kertaljósin lýsa í gegnum fagrar klakamyndanir
- varða leið Ólafsvíkinga að áramótabrennunni sem er alltaf á Breið-
unni ofan við Rif, mitt á milli Hellissands og Ólafsvíkur.
Nokkru fyrir jólin 1919 átti að sýna
leikrit á Hellissandi. Guðríði
Pétursdóttur var boðið á sýning-
una af frú Sigríði Bergmann, en hún hafði
áður verið húsmóðir hennar. Guðríður tók
boðinu og fór gangandi með annarri konu
undir Ennið að Hellissandi. Eftir sýning-
una gistu þær á Hellissandi, en lögðu af
stað heimleiðis um hádegi næsta dag.
Þannig háttar til undir Enninu að há kletta-
snös, Forvaði, gekk nokkuð fram á malar-
sandinn. Féll sjór þar fyrst að og lokaði
leiðinni undir Enninu, nema farið væri
yfir Forvaðann. Gat það oft verið háska-
legt. Veður var gott þegar konurnar lögðu
af stað frá Hellissandi, en mikið frost.
Þegar þær komu að Forvaðanum var sjór
falíinn að snösinni svo ókleift var að
komast fyrir Forvaðann. Guðrún skráði
þetta sögulega ferðalag og fer frásögn
hennar hér á eftir.
Ég var ákveðin í að komast heim, því að
maðurinn minn, Sumarliði Árnason, var
einn heima með tveggja ára son okkar.
Kristín vildi snúa til baka að Sveins-
stöðum sem var fyrsti bær utan Ennis.
Ég var hins vegar ákveðin að komast yfir
Forvaðann þótt glæfralegt væri, því hann
var allur klaka klæddur. Ég tindi nú upp
nokkra fjörusteina til að berja með holur
í klakann fyrir fætur mína og lagði síðan
á Forvaðann. Uppi á hásnösinni missti ég
fótfestuna og skall aftur á bak á hnakk-
ann. Hef ég þá misst meðvitund, því að
ég rankaði við mér á floti í sjónum, langt
frá landi.
Þarna í sjónum varð mér fyrst fyrir að
krossa mig og biðja guð að hjálpa mér að
komast heim til manns og barns. Við þetta
fékk ég mikinn styrk. Eg var ósynd, en
buslaði eins og ég hafði vit og getu til, í átt
að landi. Brátt fór að hvessa af norðaustri
og stóð þá vindur að landi. Barst ég nú
óðfluga með vindi og báru og busli mínu
að landi. Loks skolaðist ég upp í fjöruna
að utanverðu við Forvaðann. Ég hafði ekki
misst stafprik mitt sem hjálpaði mér mikið
er ég skreiddist upp í fjöruna. Fötin frusu
strax utan á mér og ég var aðframkomin
af vosbúð. Mest langaði mig til að láta
fyrirberast í fjörunni, en varð aftur hugsað
til manns og barns og fékk við það aukinn
kjark. Eftir að hafa skriðið nokkurn tíma
fór ég að smáhressast og gat staðið upp
og gengið út að Sveinsstöðum, þó með
hvíldum.
Af Kristínu er það að segja, að þegar
hún sá mig skella bjargarlausa í sjóinn,
hélt hún að Sveinsstöðum, en svo var hún
miður sín að hún sagði ekki frá því sem
fyrir mig hafði komið. Kristín kom til dyra
á Sveinsstöðum og var mjög hissa að sjá
mig þarna ljóslifandi. Helga Jónsdóttir
húsmóðir tók mér tveim höndum og lét
mig hátta upp í sitt rúm, færði mér heita
mjólk og brauð. Ég mun hafa skollið í
sjónum um kl. 13-14, en kl. 18-19 kom
ég að Sveinsstöðum. Dvaldi ég þarna um
tvo tíma, eftir það bjó ég mig aftur til
heimferðar. Nú var fallið frá Forvaðanum
og hægt að ganga fýrir framan hann. Nú
vorum við Kristín ekki einar í för, því
að Guðbjörn bóndi tók ekki í mál að við
færum einar inneftir í myrkrinu. Mikið
snjófrauð var í fjörunni og þungt um gang,
en ferðin heim gekk eðlilega.
Eftir heimkomuna lá ég rúmföst í
eina viku til að jafna mig eftir volkið, en
þannig var ástatt fyrir mér að ég gekk með
þriðja barnið mitt. Annað barnið hafði ég
misst misserisgamalt. En barninu, sem ég
gekk með, varð ekki meint af og fæddist á
réttum tíma 25. júní 1920. Óskar Sumar-
liðason varð mikill dugnaðarmaður, giftist
og eignaðist 8 börn. Hann lést 1971.
Þessi frásögn sýnir hversu guð heyrir
bænir okkar, þegar við biðjum hann í ein-
lægni og trú. Og hversu hann gefur okkur
styrk og kraft til að ganga lífsveginn i hans
heilaga nafni, þótt lífsróðurinn reynist oft
þungur á stundum.
Frásögn Guðríðar Pétursdóttur (1892-1987)