Listin að lifa - 01.12.2004, Page 18
Á aðventunni er Pakkhúsið, ljósum prýtt og jólaskreytt, opið um helgar og gestum boðið upp á
súkkulaði og meðlæti, ýmsar uppákomur og eitt hátíðakvöld. Þar má sjá litla jólatréð hennar Aðal-
steinu - „það sem er eftir af því, en fjöðrunum er farið að fækka á greinunum," segir Aðalsteina.
Jólatréð í kistukassanum
Hún var aðeins átta ára og nýbúin að missa pabba sinn
Aðventan er að ganga í garð og eftirvænting mikil, jafnvel hjá þeim sem þar eru staddir í tímanum að þeim
finnst varla taka því að setja jólaskrautið aftur niður í kassa eftir þrettándann, árin eru orðin svo stutt. En
jólin koma á sínum tíma og víst erum við þakklát sem megum njóta þeirra i ffiði með fjölskyldu og vinum.
Jólin tengjast alltaf æskuminningum.
Nú stend ég hér á mínum brauð-
fótum, fædd og uppalin hér í
Ólafsvík og ætla að rifja upp mínar
minningar frá jólunum 1931. Formálinn
er nú heldur dapurlegur. Þannig hagaði til
heima hjá mér í Félagshúsi á Snoppu að
við vorum 5 systkinin, 4 drengir og 1
stúlka, ég var þá átta ára. A þessum árum
var berklaveikin í algleymi. Pabbi hafði
dáið úr henni vorið 1930. Bróðir pabba
Þorsteinn, sem var einhleypur, hafði verið
okkur mjög góður. Þetta haust lá hann
helsjúkur á Farsóttahúsinu í Reykjavík og
hefur sjálfsagt haft hugboð um að hann
kæmist ekki heim fyrir jól. Hann dó 30.
nóvember og hafði gert ráð fyrir að verða
jarðsettur í Ölafsvík.
Rimlakassi var tekinn utan af kistunni
þegar hún var borin í kirkju. Innan úr
kassanum kom í ljós stór pakki til okkar
barnanna. Heldur varð kátt í kotinu þegar
pakkinn var opnaður heima í Félagshúsi
- þrátt fyrir allt. Ég á erfitt með að finna
orð til að lýsa þeim hughrifum sem ríktu á
meðan mamma var að taka upp pakkann.
Upp úr pakkanum kom allskyns góðgæti,
margt sem við höfðum aldrei séð áður,
eins og bananar sem voru reyndar orðnir
ansi dökkir, en við höfðum ekkert við það
að athuga og þeir brögðuðust vel.
Síðast kom í ljós langur, mjór pakki,
vel innpakkaður í þunnan, brúnan pappír.
Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær.
Innihaldið var jólatré sem stungið var
ofan í ferkantaðan, hvítan kubb sem var
skreyttur með jólamunstri. Greinarnar
voru lagðar upp að stofninum. Þetta var
það sem við köllum í dag - gervijólatré.
Við vissum ekki að svona væri til. Áður
höfðum við haft spýtutré, klætt með lyngi.
Trénu fylgdi líka fallegt skraut, kerti og
kertaklemmur.
Þarna urðu heldur betur þáttaskil. Nú
var sannarlega hægt að hlakka til jólanna,
enda lét mamma ekki sitt eftir liggja, eins
og hún gerði alltaf. Þessi jól koma alltaf
fýrst upp í hugann þegar ég lít til baka.
Á þessum tíma var ekki talað um
aðventu heldur jólaföstu. Okkur börn-
unum fannst mjög langt til jóla þegar hún
gekk í garð, of snemmt að telja dagana.
Mest var talað um hvort gæfi á sjó, því að
þá kæmi kannski innlegg á nótu í verslun-
inni. Einnig var farið að hirða fallegan
pappír sem hægt var að nota í jólapoka til
að hengja á trén þar sem þau voru til.
Nú ætla ég að reyna að lýsa þessum
sérstæðu jólum fyrir 70 árum. Vil byrja á
að bjóða ykkur í bæinn - gjörið þið svo
vel! Þið lyftið klinkunni á skúrdyrunum í
Félagshúsi. Þurrkið af ykkur á nýþvegnum
strigapoka í ganginum. Eldhúsdyrnar eru
beint á móti, en til hægri er opið inn í stof-
una sem við kölluðum svo.
Það er aðfangadagskvöld. Heimilis-
fólkið er nýkomið úr aftansöng í kirkjunni.
Það er búið að borða jólamatinn, hangi-
kjöt og rauðgraut, rnikil hátíð sem jafnast
ekki á við neitt sem við nú þekkjum. Nú
eru allir sestir í kringum stofuborðið - og
horfa með ólýsanlegri aðdáun á fallega
jólatréð frá honum Steina frænda. Jólatréð
var okkur börnunum ráðgáta, að það
skyldi vera hægt að sveigja armana til og
frá. Þeir voru vafðir með lituðum fjöðrum,
hafði einhver sagt okkur.
Nú er búið að kveikja á kertunum á
jólatrénu. Og farið að ganga í kringum
jólatréð og syngja jólasálmana: I Betle-
hem er barn oss fætt; Heim um ból; Hin
fegursta rósin er fundin. Sálmar voru
aðeins sungnir á aðfangadagskvöldi. Svo
að leika sér með kertin, t.d. að líma saman
fingurna, festa kertin þar sem hægt var að
koma þeim fyrir. Ekki man ég eftir kerta-
stjökum, nema þá dósalokum.
Húsmóðirin hafði vökul augu, fýlgdist
með öllu og tók þátt í gleðinni. Súkkulaði
og kökur voru síðasti glaðningurinn áður
en farið var í rúmið. Háttað var ofan í
hrein rúm, fátækraþurrkurinn hafði ekki
brugðist, signa sig, fara með Faðirvorið
- og sofna út frá ljósadýrð með jólin í
hjartanu.
Aðalsteina Sumarliðadóttir sagðifrá sínum
bemskujólum í Ólafsvíkurkirkju 2001.
1B