Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 19

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 19
Ljós jólanna Aðventan var nýlega gengin í garð og flestir komnir í jólaskap. Þá gerist sá hörmulegi atburður að bátur ferst út af Svörtuloftum á Snæfells- nesi og með honum þrír menn frá Olafs- vík. Bærinn þagnar, það dofnar yfir jóla- ljósum í gluggum. Skyndilega rikja ekki lengur gleði og eftirvænting, heldur örvænting og algjört tóm. Tilhlökkun hefur breyst í tár, jólaskap snýst í skelf- ingu. Desember árið 2001 líður okkur Ólafsvíkingum aldrei úr minni. Hátíð var haldin í skugga sorgar. Hvað á prestur að segja í messu á aðfangadagskvöld við slíkar aðstæður? Honum verður eiginlega orða vant. Kannski sem betur fer. Því jólin tala sínu máli, klukkur hringja til messu og söngur jólanna tekur við. Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið Ijós. Orðin töluðu beint inn í aðstæðurnar. Hér var það sagt sem segja þurfti. Það var sannarlega myrkur sem lagðist yfir bæinn við upphaf aðventu, missir og sorg sem létu engan ósnortinn. Dagarnir liðu og svo koma jólin og segja: Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið Ijós. Hvaða ljós er þetta? Það er Ijósið sem guðspjallið greinir frá: Yður er ídag frelsari faddur. Jólin báru með sér birtu og von, þrátt fyrir allt. Þau minntu á Guð sem er að verki, Guð sem er nálægur í atvikum mannlegs lífs. Enn á ný er aðventa gengin í garð og hátíðin nálgast. Jólin koma, hverjar sem aðstæður þínar kunna að vera. I sporum gleðinnar og líka í skugga sorgarinnar. Aðventan vekur hjá okkur eftirvæntingu og von. Þörfin kviknar fyrir það sem er heilagt, við viljum fanga það inn í líf okkar. Það er snert við tilfinningum, samkennd og samhugur eiga greiða leið að okkur. Frelsarinn minnir á sig. Hlýtt viðmót, faðmlag og orð sem miðla umhyggju. Drottinn er í nánd. Jólin vekja von um betri tíð en vekja líka til umhugsunar. Hvernig getur him- inninn sem opnast mótað líf okkar? Leiðin liggur að jötunni, ljósin og jólasöngurinn færa okkur nær. Við finnum okkur í ljóð- línunum: Viltu gefa mér jólagjöf þú þarft ekki gullpappír eða glitrandi borða fylltu hjarta þitt friði og ástúð og færðu mér Þá kvikna jólastjörnur í augum okkar við krjúpum saman við lágajötu horfum í augu á litlu barni og brosum Puríður Guðmundsdóttir Hér er vegvísirinn gefinn, fylltu hjarta þitt friði og ástúð. Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós. Og ljósið skín í myrkrinu: Ég boða yður mikinn fögnuð, yður er í dag frelsari fæddur. Engar aðstæður eru of dimmar fyrir barnið í Betlehem, það kemur og hreyfir við okkur. Birtan færist yfir, við krjúpum saman, horfum í augu og brosum. Guð gefi þér gleðileg jól. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur í Ólafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.