Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Fræösluhorniö Ágætu lesendur! Þegar jólahátíðin nálgast fara flestir að huga að kertum og greni. Hilda í Blómavali, sem er sérffæðingur í blómaskreytingum, var fús til að gefa okkur nokkur góð ráð: Klippið af kveiknum á nýjum kertum áður en kveikt er á þeim, annars er hætt við að kveikurinn ósi. Látið loga á kertum a.m.k. klukkustund, áður en slökkt er á þeim, þá endast þau betur. Kubbakerti og önnur sver kerti endast einnig betur, ef kantarnir eru jafnaðir með því að skera af þeim ysta kantinn þegar þau eru farin að brenna niður og fljótandi vax myndast í kringum kveikinn. Nauðsynlegt er að klípa framan af kveiknum þegar kveikt er á ný á kertum. Gætum þess að láta ekki kertin á aðventukransinum brenna of langt niður. Margir kaupa grenibúnt og klippa niður í skreytingar. Haldið greininni að ykkur eða leggið hana með efri hliðina niður og klippið stilkinn á ská. Þá ber minna á samskeytum og betra er að binda greinarnar saman. Gamlar skreytingar er auðvelt að endurnýja með greni, skrauti og borðum eftir þörfum. Hafið plast undir í körfunum sem skreyttar eru og þarf að vökva. Oruggara er að hafa disk undir körfunum ef þær eru hafðar á viðarborði eða viðargólfi. A thugið að til er eldvarnarspray sem auðvelt er að sprauta yfir kertaskreytingar. Hilda mcelir með því. Rækjuréttur (forréttur) frá Önnu Margréti 400 g rækjur 1 græn paprika 1 rauð paprika Vi blaðlaukur 1-2 tómatar Sósa: Búið til sósu úr Vi sítrónu, 2 msk af olífuolíu, 1-2 msk tómatsósu og kryddið með örlitlu af oregano, tabaskósósu, salti og cheyannepipar eftir bragði. Hreinsið grænmetið. Saxið paprikuna og skerið blaðlauk- inn í þunnar sneiðar og tómatana í bita. Blandið öllu saman við rækjurnar og hellið sósunni yfir. Kælið um 1 klst. og berið fram með ristuðu brauði. Ef vill er gott að drýgja réttinn með kínakáli sem skorið er í strimla og blandað saman við rétt áður en hann er borinn fram. Athugið að búa til hæfilega mikið í máltíðina. Steiktur kalkún frá Stefáni Ólafi (5-6 kg) Hreinsið fuglinn vel og þerrið. Sjóðið innyflin með lauk og sellerí í sósusoðið. Fylling: 1 stórt franskbrauð, skorið í litla bita 2 stórir laukar, smátt skornir 4 stórar sellerístengur, smátt saxaðar 0,5 kg svínahakk, brúnað á pönnu 4 egg þeytt 1 tsk salt pipar eftir smekk 1 tsk þriðja kryddið 1 tsk kjúklingakrydd 1-2 tsk lyftiduft 1 dós sellerísúpa 1 dós Campells rjómakjúklingasúpa 1 búnt steinselja, söxuð Hrærið öllu saman í fýllinguna, sem sett er í fuglinn og saumað íýrir opin. Vefjið afgangnum af fýllingunni í álpappír og steikið með fuglinum í ofninum þegar 1-2 klst eru eftir af steikingartímanum. Steikið fuglinn við um 150 gráðu hita í 45 mín. fyrir hvert kg. Betra er að hafa álpappír yfir meðan á steikingu stendur. Þegar fuglinn fer að brúnast er kóki hellt yfir hann. Sósan er búin til úr soðinu af innyflunum og soðinu Nautatunga með pipar- rótarsósu frá Kristjönu Nautatunga fæst í lofttæmdum umbúðum og er góð bæði heit og köld í aðalmáltíð og einnig sem álegg. Geymist vel í frysti. Tungan er skoluð og sett í sjóðandi vatn ásamt söxuðum lauk. Soðin í 2-2Vi klst. eftir stærð eða þar til hægt er að strjúka húðina af henni. Tungan er látin í soðið á ný og suðan er látin koma upp. Tekin úr soðinu og kæld. Borin fram með aspas, piparrótarrjóma (þ.e. -1 dós sýrður rjómi og Vi pakki piparrót „Horseradish") og gulrótaeplasalati, einnig steiktum eða hrærðum kartöflum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.