Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 21
Fljótlegur kjúklingaréttur
frá Þórunni og Hannesi
1 kg kjúklingabringur
kínversk soja
kryddblanda (season all)
pipar
Ofninn er hitaður í 175 gráður. Kjúklingabringurnar eru
þerraðar og skornar í 2-3 bita. Raðað í ofnfast mót. Hafið
bil á milli bitanna, sem eru penslaðir með kínverskri soja og
kryddaðir. Steikt í 45 mínútur.
Borið fram strax með soðnum kartöflum, ávaxtasalati og
brúnni sósu ef vill. Sósan er búin til úr kjúklingasoði eða vatni
og kjúklingakrafti, ásamt soði sem myndast við steikinguna.
Avaxtasalat: Melóna, kíwí, vínber og jarðarber eru hreinsuð,
skorin í bita og blandað saman. Látið salatið bíða í lokuðu
íláti á köldum stað i nokkrar klukkustundir áður en það er
borið fram.
Heimilisfriöur frá
Önnu Margréti
Ofnhiti 170-180 gráður
1 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1 bolli haframjöl
V2 -1 bolli sykur
1 bolli brytjaðar döðlur
1 bolli brætt smjörlíki
1 egg
vanilludropar
Hrærið öllu saman í skál og bakið í smurðu tertumóti í 25-30
mínútur. Gætið þess að baka kökuna ekki of lengi, þá verður
hún hörð. Best er að kæla hana í mótinu. Berið kökuna fram
með þeyttum rjóma eða ís. Vinsæl kaka hjá öllum í fjölskyld-
unni.
Kaffiterta
4egg
1 xk dl sykur
100 g malaðar möndlur
1 msk. kaffi (venjulegt kaffi úr pakka)
]/2 -1 dl. hveiti
V2 tsk. lyftiduft
Ofnhiti 200 gráður.
Smyrjið tvö tertumót og stráið dálitlu hveiti í mótin.
Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Blandið möndlum,
kaffi, hveiti og lyftidufti varlega saman við. Bakið í 20-25
mín. eða þar til botnarnir eru fallega gulbrúnir. Kælið botn-
ana og leggið þá saman með t.d. aprikósumauki (smyrjið
þunnt lag á botnana) og þeyttum rjóma (einum pela) og 100
gr af rifnu súkkulaði. Til hátíðabrigða er fallegt að skreyta
tertuna með bræddu súkkulaði, þeyttum rjóma, berjum og
súkkulaðiplötum. Látið tertuna bíða í nokkrar klukkustundir
á köldum stað áður en hún er borin fram.
Látum okkur líða vel um hátíðina.
Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu.
Bryndís Steinþórsdóttir
hússtjómarkennari
S1