Listin að lifa - 01.12.2004, Side 23
mjög hve illa gengur að fá 60 ára inn í
félagið," segir Ivar. Sjálfur er hann ungur
formaður, rétt rúmlega sextíu ára.
Félagið er með bingó eða spila-
kvöld tvisvar í mánuði yfir veturinn
- og kórinn er jafn oft með söngcefmgar.
Rauðakrossdeild Grundarfarðar sér
um leikfimi á veturna og sundleikfimi á
sumrin. Föndrið er á vegum bæjarins.
Og Samkomuhúsiðfœrfélagiðfríttfyrir
sínar samverustundir. Arvissir atburðir
eru: Þorrablót í febrúar; sparidagar á
Örkinni; sumarferðir 1-4 daga.
ívar segir gott ástand í húsnæðismálum
fyrir eldra fólkið. „Nýlega er búið að
byggja 7 raðhús sem flutt er inn í. Þetta eru
kaupleiguíbúðir, 22% verðsins er borgað
út, en þær síðan leigðar fyrir 45-50 þús-
und. Húsaleigubætur koma til frádráttar.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól
er sjálfseignarstofnun sem bærinn styrkir.
Hér þekkja allir alla og alltaf er einhver
trillu- eða bátasjómaður sem á ættingja á
Fellaskjóli. Töluvert er því um að bændur
og sjómenn gefi matvæli til heimilisins.
Hér er nóg atvinna, ekkert atvinnu-
leysi verið hérna síðan 1970-75. Flestir
heimamenn sem eru atvinnurekendur
hafa staðið vel að því að halda kvótanum
í byggðarlaginu. Nú tengist fólkið meira
sjávarútvegi, en fyrir 50 árum skiptist
þetta jafnt. Þá voru hér stór býli og kúabú,
enda mjólkurvinnsla hérna fram til 1990.
Nú eru margir bæir hér í kring í eyði eða
farnir að stunda ferðaþjónustu og hættir
búslcap.
Jón Beck var fangavörður á Kvíabryggju í 23 ár.
Nú er hann hættur að vinna, en allt í lagi svo
lengi sem hann kemst á kajann að rífa kjaft.
ívar er dæmigerður Grundfirðingur,
sveitastrákur eins og flestir hér. „Nú er
jörðin okkar, Hellnafell, komin undir
bæinn. Ég er yngstur af 11 systkinum.
Sautján ára fór ég á sjó, byrjaði mína sjó-
mennsku á Sigurfara SH 105 með Hjálm-
ari Gunnarssyni skipstjóra. Sigurfari hét
áður Gunnbjörn IS, var einn af hinum
frægu Isafjarðarbjörnum. Vorið var kalt
Eitt af skemmtiferðaskipum sumarsins.
og dálítið sérstakt að kasta innan um rekís
úti fyrir Horni, torfurnar voru að koma
upp á milli ísjakanna.
Ég var 20 ár á sjó, en hætti um 1980
þegar mér bauðst starf í landi sem verk-
stjóri í hraðfrystihúsi - og er enn að vinna
í fiski, nú við afgreiðslu og löndun úr
bátum.“ Kona Ivars Jóhanna Gústafsdóttir,
er forstöðukona yfir Fellaskjóli. Þau eiga 4
syni og 9 sonarsyni. Af 15 afkomendum
þeirra er aðeins 1 stelpa!
Faðir Ivars, Árni Sveinbjörnsson, var
sjómaður og bóndi eins og flestir hér. Þá
voru menn heima á síld á sumrin, en fóru á
vetrarvertíð suður. „Eitt sinn var svo mikill
snjór að þeir gátu ekki farið á hestum, en
gengu alla leið í Borgarnes. Þeir gistu á
bæjunum og voru 5 daga á leiðinni. Frá
Borgarnesi var svo farið á bát til Reykja-
víkur. Pabbi var á skútunni Sigríði frá
Reykjavík 4 vetrarvertíðir. Skipstjóri var
hinn frægi skútuskipstjóri Björn Jónsson
frá Ánanaustum í Reykjavík," segir Ivar.
Lávarðadeildin í
vigtarskúrnum
Mér veittist sá heiður að setjast í
lávarðadeildina á Grundarfirði. Setbekk-
irnir í vigtarskúrnum niðri við höfnina
bera þetta virðulega nafn. Hin grundfirska
lávarðadeild er afar lítil, enda bekkirnir
oft þétt setnir. Hér mæta virðulegir skip-
stjórar, stýrimenn og hásetar í morgun-
kaffi um tíuleytið. Leita aflafrétta og rífast
um pólitík. Þetta er karlaveldi og heyrir til
undantekninga, ef konur setjast hér inn!
„Þetta byrjaði með því að Rósant Egils-
son hafnarvörður fór að safna myndum af
skipstjórum og áhöfnum af bátunum og
hengja upp,“ segir Ivar. „Þegar bæjarstjór-
inn sá þetta fór hann að styrkja Rósant í
þessu. Mikils virði að ná gömlum myndum
áður en þær lenda í glatkistuna." Gestur
í lávarðadeildinni sér fljótt að veggirnir
eru að verða afar þéttsetnir. Stækkun er
brýn, ef fleiri myndir eiga að komast fyrir.
Örugglega vilja flestir komast á spjöld í
lávarðadeildinni.
Hressilegur karl sest á móti okkur
Ivari. Sá er félagsmaður í okkar röðum og
heitir Jón Beck Elbergsson. Jón var á sjó
eins og flestir hér, en var fangavörður á
Kvíabryggju í 23 ár og segist hafa tekið á
móti Lalla Johns ellefu sinnum. „En flestir
komu nú bara einu sinni í heimsókn til
okkar. Nú leikur maður sér á sumrin og
fer til Kanaríeyja á veturna. Allt í lagi, ef
maður getur farið á kajann og rifið kjaft!
Þú ert bara krakkaskratti ennþá,“ segir
hann við Ivar sem er enn að vinna.
Við tölum um íbúðamál. Karlarnir segja
auðvelt að selja stór hús á Grundarfirði.
Þeir skemmtu sér vel yfir kaffibollunum í
lávarðadeildinni, karlarnir. Hér sitja Ivar og
Rögnvaldur Guðlaugsson.
Börnin, sem eru að ala upp barnabörnin,
taka oft við húsum foreldranna sem vilja
minnka við sig. Jón segir það hafa verið
mikið áfall að fara úr 140 fermetra húsi
í 70 fermetra íbúð, „en þá var maður svo
veikur að maður gat ekkert sagt.“
Og sögurnar ganga á milli, vekja hlátur.
Hverju Asmundur bóndi og sjómaður á
Kverná svaraði, þegar konan hans spurði
hvar hann hefði verið á meðan skútan var
í slipp á Akureyri. „Ég var á henni Kæju!“
„Hvaða kona er það?“ spurði konan hans,
en þá var nýbúið að opna Hótel KEA og
skiltið blasti svona við Ásmundi.
Jón á síðasta orðið: „Mundu, að við
verðum naflinn á Nesinu þegar brúin
yfir Kolgrafarfjörð er lcomin. Þá er maður
10 mínútur til Ólafsvíkur, 15 mínútur til
Stykkishólms."
O.Sv.B.